UTBlaðið - 20.01.2006, Side 12

UTBlaðið - 20.01.2006, Side 12
Gagarín hefur um árabil sérhæft sig í framleiðslu menningarefnis í gagnvirkum miðlum, á Internet- inu, á snertiskjáum á söfnum og víðar. Hjá fyrirtækinu hefur orðið til þekking og reynsla í að takast á við þetta viðfangsefni. Tækni- lausnir fyrirtækisins hafa verið þróaðar með það að markmiði að gera fólki kleift að kynna sér sögu þjóðar og menningunni í víðasta skilningi, í tíma og rúmi. Það eru einkum þrjár lausnir sem hafa skipt mestu í þeim verkefnum sem fyrirtækið hefur unnið: marg- miðlunar“skel“, kortavefsjá og tímaáskerfi. Lifandi miðlun í Þjóðminjasafni Haustið 2004 opnaði Þjóðminja- safnið dyr sínar að nýju með glæsilega nýja grunnsýningu. Meðal þess sem safnið bauð gest- um sínum þá upp á var að kynna sér sögu þjóðarinnar með gagn- virkum miðlum, m.a. með marg- miðlunarefni á þrettán snertiskjá- um sem eru hluti af sýningunni og á tölvum í margmiðlunarsetri. Gagarín hannaði og framleiddi, í samstarfi við ýmsa sérfræðinga, umfangsmikið efni sem tengist munum og efni því sem er til um- fjöllunar: landnáminu, kristnitök- unni, móðuharðindunum o.fl. Það er mikils virði fyrir almenning að tekin skuli hafa verið sú ákvörðun að fara þessa leið í að segja sög- una. Reynslan hefur sýnt að ungir jafnt sem aldnir kunna vel að meta þá fjölbreytni í miðlun sem þarna á sér stað. Kostir margmiðl- unar eru m.a. þeir að fólk fær að velja það sem vekur áhuga þess og getur sniðið kynninguna að áhugasviði sínu. Saga Laxness frá vöggu til grafar Um svipað leyti var safnið að Gljúfrasteini opnað og almenningi gefið þar færi á að kynnast Hall- dóri Laxness, persónu hans og skáldverkum. Miðluninni er snið- inn þröngur stakkur í þröngum húsakynnum en sérlega vel hefur verið unnið úr þeim aðstæðum, bæði með hljóðleiðsögn um húsið og margmiðlunarefni um skáldið. Tímaáskerfi Gagaríns, sem notað var við framleiðslu á margmiðlun- arefninu birtir upplýsingar um hvað var að gerast í lífi skáldsins og útgáfu ritverka á tilteknu tíma- bili, innlendan og erlendan annál. Hvað skiptir máli? Reynsla okkar hjá Gagarín er að ítarleg þarfagreining og hug- myndavinna við að skilgreina hvernig hægt er að gera frásögn- ina áhugaverða er grunnurinn að góðri útkomu. Samstarf við sér- fræðinga og aðgangur að góðum heimildum og myndefni er ekki síður mikilvægt atriði. Tækni- lausnir Gagaríns eru sveigjanlegar varðandi uppfærslur, svo sem að bæta við nýjum tungumálum. Þetta gerir miðlunina hagkvæma til lengri tíma litið. Með samspili ólíkra miðla - texta, hljóðs, kvik- myndar, þrívíddar og teikninga - má gera frásögnina fjölbreytta og áhugaverða. Hvað ber framtíðin í skauti sér? Gagnvirkir miðlar eru framtíðin í umfjöllun um fortíðinai. Því hefur verið spáð (skýrsla OECD o.fl.) að vöxtur í efnisframleiðslu fyrir gagnvirka miðla muni verða mik- ill á næstu árum. Menningarstofn- anir á Íslandi sýna mikið frum- kvæði og nýta sér kosti þessarar miðlunar í sýningum sínum en mikið er óunnið í þessum efnum. Almenningur gerir kröfur um að fá efnið til sín í gegnum þá miðla sem best henta hverju sinni, til fræðslu fróðleiks í skóla eða á ferðalögum og til að upplifa sög- una. Fjarskiptafyrirtækin, eigendur efnis og miðlunarfyrirtækin gegna mikilvægu hlutverki í framtíðinni við að koma efninu á framfæri við almenning á Internetinu (miðill án landamæra), í gagnvirku sjón- varpi og farsímum. Ungt og vel menntað fólk bíð- ur þess að takast á við þessi við- fangsefni og almenningur mun fagna því að fá nýja sýn á fortíð- ina með þessum hætti. Verða það einkafyrirtækin sem munu grípa tækifærið og fjárfesta í þessari menningarmiðlun? Eða mun ríkið nýta þetta tækifæri, stofna sam- bærilega sjóði og til eru fyrir kvik- myndir, tónlist og bókmenntir, og fjárfesta í miðlun menningararfs- ins? 12 | UTBLAÐIÐ Menningararfur á margmiðlunarformi – eftir Guðnýju Káradóttur, framkvæmdastjóra Gagaríns  Margmiðlunarefni um Nóbelsskáldið Halldór Laxness, hannað og framleitt af Gagarín. Ég sakna þín eftir að þú og afi ákváðuð að flytja til Spánar til að láta eftirlaunapeninginn duga lengur. En það er samt gaman þegar við tölum saman í gegnum vefmyndavélina og ég get séð þig. Ég þarf samt að læra betur stillingarnar því þú ert eitthvað svo dökk á myndinni. Kannski að pabbi geti látið fyrirtækið sem sér um tölvumálin laga það? Nema það sé sólin? Ég er orðinn soldið þreyttur á pabba því hann er alltaf heima eftir að hann stofnaði fyrirtækið með köllunum úr vinnunni og passar að ég sé búinn að læra heima áður en ég fæ að komast í tölvuna. Ég er með gömlu tölvuna hans en hann fékk nýja á þjón- ustuleigu hjá Hýsingu. Hann er alltaf í henni og segist vera vinna í bókhaldi. Hann má bara ekki sjá tölvu þá þykist hann fara inn á kerfin í vinnunni og fer að vinna. Helduru að það sé satt? Reyndar segir pabbi að hans sé svo frjáls núna að hann ætli með okkur í heimsókn til ykkar. Hann segir að við getum verið hjá ykk- ur í allt sumar því hann geti líka unnið þar. Hann tekur bara vinnusímann með sér og allir halda að hann sé á skrifstofunni! Annars er Gudda systir að gera pabba brjálaðan eftir að bærinn lét okkur fá nýja síma. Hún er alltaf í símanum að tala við nýju vinkonurnar sínar og segir að það sé allt í lagi því það kosti ekki neitt af því að það er innan bæj- arins. Þetta eru svona ipé símar, en ég veit ekkert hvað það er. Kemur þú og afi í 10 ára af- mælið mitt í næsta mánuði? Fólk sem er nútímalegt í hugs- un færir sér alla möguleika upp- lýsingatækninnar í nyt og leitar hagræðingar á öllum sviðum. Fyr- irtæki, stofnanir og einstaklingar leita sífellt meira til sérhæfðra að- ila til að reka síma- og upplýs- ingakerfin sín. Ekkert mælir gegn því að bæjarfélög tryggi öllum íbúum tengingar við símakerfi og Netið og þriðji aðili reki svo kerf- in í hagræðingarskyni. Þannig njóta allir stærðarhagkvæmni, lág- marka áhættu sína en njóta alls þess sem upplýsingatæknin hefur upp á að bjóða. EJS Hýsing stend- ur með þeim sem vilja ná árangri. Hæ amma! – eftir Helgu Kristínu Haraldsdóttur, markaðsstjóra EJS hf. Hafinn er undirbúningur að þjón- ustuveitu á Netinu fyrir almenning sem hefur það að markmiði að þar megi í framtíðinni nálgast á einum stað alla þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Þjónustuveitan mun fá netfangið http://www.island.is og stefnt er að því að opna fyrsta áfanga hennar haustið 2006. Þegar Ísland.is kemur til sög- unnar verður ekki lengur þörf á að vita fyrir fram hver í opinberri stjórnsýslu beri ábyrgð á eða veiti upplýsingar eða þjónustu sem sóst er eftir hverju sinni. Ganga má að öllu vísu á einum stað og fá leið- sögn um íslenska stjórnkerfið. Að- gengi fólks að upplýsingum og þjónustu batnar og ætlunin er að auka til muna möguleika á sjálfs- afgreiðslu á Netinu til að spara fólki og fyrirtækjum tíma og fjár- muni. Með aukinni sjálfvirkni má einnig búast við hraðari þjónustu og minni líkum á villum auk þess sem sjálfvirknin kann að skapa forsendur til að hagræða frekar í rekstri hjá ríki og sveitarfélögum. Þjónustuveitan er samstarfs- verkefni ríkisstofnana, ráðuneyta og sveitarfélaga og jafnframt eitt stærsta verkefnið sem sett hefur verið á laggir í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um upp- lýsingasamfélagið 2004-2007. Hugmyndin er að hafa þrjá skyggða ramma á síðunni, einn fyrir hvern flokk hér fyrir neðan. Hvað er Ísland.is? • Ísland.is er upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfé- laga á Netinu. • Ísland.is er vettvangur sem leggur áherslu á aukna þjón- ustu við borgara landsins. • Ísland.is býður upp á sjálfsaf- greiðslu og einstaklingsmiðaða þjónustu. • Ísland.is er óháð stofnanaskipu- lagi. • Ísland.is brúar bilið milli borg- arans og hins opinbera. Hverjir eru helstu kostir við Ísland.is? • Auðveldara að finna upplýsing- ar og þjónustu. • Hraðvirkari og öruggari af- greiðsla. • Óþarft að endurtaka upplýsing- ar sem þegar eru fyrir hendi hjá opinberum aðilum. • Óþarft að fylla út langar um- sóknir og hlaupa á milli staða. • Hægt er að senda umsóknir á Netinu. • Opið allan sólarhringinn, engar biðraðir. • Auknir möguleikar til þátttöku í lýðræðislegum ákvörðunum. Hvers konar þjónusta verður í boði á Ísland.is? Flokkaðar upplýsingar: • Fjölskylda og heimili. • Heilsa og heilbrigðismál. • Menntun. • Menning og tómstundir. • Fjármál. • Neytendamál. • Lög og réttur. • Vinnumarkaður. • Umhverfismál. • Samgöngur og ferðalög. • Ísland og umheimurinn. • Atvinnulíf. Sjálfsafgreiðsla: • Umsóknir um leyfi og skír- teini. • Umsóknir um vottorð. • Umsóknir um greiðslu. • Tilkynningar um breytingu á högum einstaklinga og fyrir- tækja. • Skil á gögnum. Ísland.is – þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga – eftir Fjólu Agnarsdóttur, verkefnisstjóra Ísland.is, og Höllu Björgu Baldursdóttur verkefnisstjóra í rafrænni stjórnsýslu, starfsmenn forsætisráðuneytis  Þjónustuveitan er opin allan sólarhringinn.

x

UTBlaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.