UTBlaðið


UTBlaðið - 20.01.2006, Qupperneq 19

UTBlaðið - 20.01.2006, Qupperneq 19
Stafræn væðing starfsemi fyrirtæk- isins Röntgen Domus í Reykjavík er lýsandi dæmi um hvernig nýjasta upplýsingatækni breytir tilveru sjúklinga og sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu á þann veg að hiklaust má líkja við byltingu. Dæmi um þetta er innleiðing nýrrar tölvusneiðmyndatækni sem hófst með nýju tæki þar í lok árs 2003 og þar með var til dæmis unnt að mynda kransæðar án hjartaþræðingar. Enn fullkomara tæki var svo tekið í notkun sum- arið 2005, svokallað 64 sneiða tæki. Um svipað leyti var lokið við að koma fyrir samhæfðu upp- lýsingakerfi frá Kodak/Hans Pet- ersen hf., hinu fyrsta sem röntgendeild á Íslandi setur upp frá einum framleiðanda. Öll myndvinnsla varð þá stafræn og filmur heyrðu jafnframt sögunni til. Þetta kerfi skapar líka forsend- ur til pappírslausra samskipta við heilbrigðisstofnanir, lækna og aðra, sem er að sjálfsögðu til þæginda, flýtis og hagræðingar í rekstri Röntgen Domus. Rekstrar- umhverfi fyrirtækisins er að miklu leyti orðið pappírslaust nú þegar. Kerfið er þannig uppbyggt að myndir og upplýsingar viðkom- andi fylgjast alltaf að. Ef til dæmis læknir eða annar notandi kallar eftir mynd fær hann um leið til- heyrandi greiningu á tölvuskjáinn sinn og ef hann biður um grein- inguna fær hann jafnframt tilheyr- andi myndir. Myndir frá Blönduósi fjargreindar í Reykjavík Í júlí 2005 var komið á tölvusam- bandi milli Röntgen Domus og sjúkradeildar Heilbrigðisstofnun- arinnar Blönduósi. Eftir það hefur plötum með röntgenmyndum ver- ið stungið í sérstakan lesara nyrðra (hliðstæðan lesara sem notaður er til að taka myndir úr venjulegri, stafrænni heimilis- myndavél inn í tölvu). Röntgen- myndirnar eru síðan sendar á símalínum um örugga, dulkóðaða tengingu suður í Röntgen Domus þar sem læknar og aðrir sérfræð- ingar greina þær strax og geta komið niðurstöðum norður um hæl, munnlega, skriflega eða um sjálft tölvukerfið. Áður voru filmur frá Blönduósi sendar suður í venjulegum pósti og niðurstöð- urnar fóru sömu leið til baka frá Reykjavík að greiningu lokinni. Samskiptaferlið tók jafnan ein- hverja daga en gerist nú nánast á svipstundu! Fyrstu læknastofurnar tengd- ust upplýsingakerfi Röntgen Domus í desember 2005. Lækn- arnir setja ekki upp sérstakan hugbúnað heldur uppfæra ein- faldlega vafrann í venjulegum tölvum hjá sér og fá aðgangs- heimild og kenniorð til að tengj- ast gagnagrunni Röntgen Domus. Þeir geta hvenær sem er nálgast myndgreiningu sem varðar til- tekna sjúklinga eða röntgenmynd- irnar sjálfar. Flýtir og sparnaður Stafræna upplýsingakerfið flýtir augljóslega fyrir og sparar um leið mikla fjármuni. Afköst geta aukist um 15 til 100%, allt eftir því hvaða þættir starfseminnar eru metnir. Stafrænar röntgenmyndir veita oft meiri upplýsingar en hægt var að fá áður á filmum og þar með verður sjúkdómsgrein- ingin öruggari, sem skiptir meðal annars miklu máli þegar greina þarf myndir af kransæðum, ýms- um áverkum á beinum og fleiru. Sjúklingarnir upplifa stóraukin þægindi með því að þurfa til dæmis ekki að fara um langan veg til röntgenmyndatöku, búi þeir nálægt sjúkrahúsi eða heilsu- gæslustöð á landsbyggðinni þar sem boðið er upp á fjargreiningu í samvinnu við röntgendeild. Fjar- greining getur líka komið sér vel þegar röntgenmynda þarf fólk í öryggisskyni vegna slysa ef áverk- ar sýnast ekki verulegir. Síðast en ekki síst er stafræna tæknin um- hverfisvæn því nú þarf ekki leng- ur að nota framköllunarvökva og filmur sem í eru efni, skaðleg bæði heilsu manna og umhverfi. Það liggur líka við að kalla megi þessa breytingu heilsusamlega gagnvart starfsmönnum í ljósi þess að nú losna þeir við að færa til og burðast daginn langan með filmur og kassettur með tilheyr- andi álagi á líkamann. Öryggi og persónuvernd Persónuverndar sjúklinga er stranglega gætt í gagnagrunni Röntgen Domus. Þorkell Bjarna- son, röntgenlæknir, bendir á að hugbúnaður, sem er hluti mynda- kerfisins frá Kodak, haldi utan um alla verkþætti og öll gögn sem til- heyra hverri rannsókn og hverjum sjúklingi. Enginn kemst þar að nema vera skráður notandi með aðgangs- og lykilorð. Í reynd rek- ur Röntgen Domus samhæfðan og veftengdan gagnagrunn á tveimur stöðum í höfuðborginni í öryggis- skyni. Þannig er tryggt að alltaf sé hægt að ganga að sömu upplýs- ingum í gagnabönkum annars vegar í höfuðstöðvum fyrirtækis- ins við Egilsgötu og hins vegar í Læknasetrinu við Þönglabakka. Komi eitthvað fyrir sem skaðar tæknibúnað á öðrum staðnum er því alltaf tiltækt afrit af öllum upplýsingum á hinum staðnum. Tölvukerfin við Egilsgötu og Þönglabakka „tala saman“ um ljósleiðara og uppfæra gagna- grunn hvort hjá öðru eftir því sem í hann berast upplýsingar á hvor- um stað. Samkvæmt reglugerð þarf að geyma röntgenmyndir í 10 ár og Röntgen Domus markaði strax í upphafi þá stefnu að geyma allar stafrænar myndir og upplýsingar í að minnsta kosti 10 ár. Ætla má að geymslutíminn verði í raun mun lengri, enda þarf ekki nema brotabrot af húsrými undir gögn af því tagi miðað við allt það rými sem röntgenfilmur undanfarinna ára taka í kjallara fyrirtækisins við Egilsgötu. Röntgen Domus er langstærsta fyrirtækið á sviði myndgreiningar á Íslandi. Þar starfa nú yfir 40 manns, þar af 7 röntgenlæknar (sem jafnframt eru eigendur fyrir- tækisins) og 12 geislafræðingar. UTBLAÐIÐ | 19 Stafræn röntgentækni jafngildir byltingu í heilbrigðisþjónustu „Stafræn myndgreining er risa- stökk inn í framtíðina í heilbrigð- isþjónustu og varðar bæði tækni og ekki síður stjórnun og rekstur,“ segir Smári Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Rafarnarins ehf. í Reykjavík. Fyrirtæki hans er eitt hið stærst einkarekna á sínu sviði í norðanverðri Evrópu og gefur ráð varðandi skipulag og innleið- ingu tæknibúnaðar myndgreining- ardeilda auk þess að veita tækni- þjónustu og hugbúnaðarlausnir fyrir gæðastjórnun. Raförninn hefur annast verk- efnisstjórn við umfangsmiklar tæknibreytingarnar hjá Röntgen Domus en jafnframt verið ráðgjafi varðandi stafræna myndgreiningu hjá Hjartavernd, Röntgen Orku- húsinu, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (FSA) og fleiri heilbrigð- isstofnunum. Þar má nefna um- fangsmiklar sérlausnir til vinnslu á segluómheilamyndum fyrir Hjarta- vernd og uppsetningu á búnaði til fjargreininga röntgenmynda sem sendar eru til Röntgen Domus frá Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi og til FSA frá Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað, Heilsugæslu- stöðinni á Egilsstöðum og Heil- brigðisstofnuninni Sauðárkróki. Útrásarmöguleikar í heilbrigðisþjónustu Raförninn hefur lengi starfað í al- þjóðlegu umhverfi og miðlað þekkingu sinni og reynslu með þjónustu við viðskiptavini erlend- is. Í nóvember 2005 höfðu sér- fræðingar fyrirtækisins til dæmis yfirumsjón með uppsetningu staf- ræns myndgreiningarkerfis hjá Riverdale Radiology, einkarekinni röntgendeild í jaðri Washington- borgar í Bandaríkjunum. Hluti verkefnisins var að fjartengja deildina við fyrirtæki á Indlandi sem sérhæfir sig í greiningu röntgenmynda. Stjórnendur River- dale stefna að því að kaupa grein- ingarþjónustu röntgenmynda sinna á Indlandi og Smári er sannfærður um að íslensk fyrir- tæki eigi líka að horfa til slíks al- þjóðslegs samstarfs og viðskipta. Stafræna tæknin opni beinlínis nýjar og spennandi leiðir fyrir út- rás á þessu sviði heilbrigðisþjón- ustu. Þannig geti íslenskir röntgenlæknar setið við tölvuskjái sína og greint myndir sem berast þeim hvaðaðæva að úr veröld- inni. Á sama hátt séu að sjálf- sögðu engin tæknileg vandkvæði á því að kalla eftir greiningu eða áliti erlendis á röntgenmyndum sem teknar séu á Íslandi.  Smári Kristinsson, framkvæmdastjóri Rafarnarins ehf.  Kristbjörg Heiður Olsen, aðstoðarlæknir, með stafrænar röntgenmyndir á tölvuskjánum. Risastökk inn í framtíðina  Stafræn röntgenmynd af hjarta 57 ára karlmanns. Í ættarsögu hans eru tilvik alvarlegra kransæðasjúkdóma og hann gat því búist við slæmum tíðindum. Þessi skýra mynd úr nýjum tækjum Röntgen Domus staðfesti hins vegar að kransæðarnar eru hreinar og í fínu lagi. Maðurinn hvarf á braut glaður í bragði!  Þorkell Bjarnason, röntgenlæknir, við stafrænan lesara hliðstæðan þeim sem notaður er til að senda myndir frá Blönduósi til greiningar hjá Röntgen Domus.

x

UTBlaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.