UTBlaðið - 20.01.2006, Side 20
20 | UTBLAÐIÐ
Hátækniiðnaðar og íslenskt samfélag
– eftir Guðmund Ásmundsson, Samtökum iðnaðarins
Samtök iðnaðarins hafa að undan-
förnu vakið athygli á mikilvægi
hátækniiðnaðar fyrir íslenskt sam-
félag. Nýlega var gerð úttekt á
þróun og stöðu hátækniiðnaðar
hér á landi og samanburður gerð-
ur við Norðurlönd og Írland. Út-
tektin staðfestir að þróun í upp-
byggingu hátækniiðnaðar hefur
ekki verið jafn hröð hér á landi
og í þessum löndum. Bregðast
þarf strax við þar sem hætta er á
að alþjóðavæðingin togi í hæfustu
fyrirtækin og starfsfólkið sem flyst
þangað sem lífsgæði og tækifæri
eru best eins og teikn eru á lofti
um að sé nú að gerast.
Hlúa þarf að fyrirtækjum í
þessari grein og skapa hér starfs-
skilyrði eins og þau gerast best í
heiminum.
Hátæknigreinar hér á landi
lögðu um 9 milljarða króna til
rannsókna- og þróunar árið 2003.
Árið 2004 komu um 4% verð-
mætasköpunar og yfir 7% gjald-
eyristekna frá hátækniiðnaði. Inn-
lend velta og útflutningur há-
tæknigreina námu rúmlega 77
milljörðum árið 2004. Um 6.400
manns störfuðu í þessum atvinnu-
greinum, þar af um 34% konur.
Rúmlega 35% vinnuaflsins eru
með háskólamenntun og þar af
um 100 manns með doktors-
gráðu.
Setja þarf markið hátt
Á ráðstefnu, sem Samtök upplýs-
ingatæknifyrirtækja, héldu fyrir
nokkru undir yfirskriftinni: „Verð-
ur upplýsingatækni þriðja stoðin í
verðmætasköpun og gjaldeyris-
tekjum Íslands árið 2010?“ fjallaði
aðalfyrirlesari ráðstefnunnar,
Wilfried Grommen, framkvæmda-
stjóri stefnumótunar hjá Microsoft
í Evrópu, um tækifæri sem Íslend-
ingum bjóðast á sviði upplýsinga-
tækninnar.
Grommen sagði að rannsóknir
hafi leitt í ljós að á næstu fjórum
árum megi ætla að vöxtur UT
greinarinnar í Evrópu skapi tvær
milljónir nýrra starfa og 50 millj-
arða dollara í nýjum skatttekjum.
Um helmingur vinnuaflsins vinni
þá við að skapa, dreifa eða veita
þjónustu sem tengist hugbúnaði
og meira en helming skattekna
megi þá rekja til hugbúnaðar-
geirans. Íslenskt þjóðfélag sé eitt
þeirra þjóðfélaga þar sem líkleg-
ast sé að það geti gerst með
djarfri framtíðarsýn og sameigin-
legu átaki stjórnvalda, fyrirtækja
og menntastofnana. Hann hvatti
m.a til þess að
• skapað verði UT umhverfi sem
styrkir rannsóknir og þróun.
• hugað verði að öryggisatriðum
og verndun upplýsinga í tengsl-
um við notkun Netsins í sam-
vinnu stjórnvalda og fyrirtækja.
• hægt verði að nota ólík vinnslu-
kerfi á víxl, t.d. Windows - Lin-
us eða Unix.
• gert verði átak í staðla- og
einkaleyfismálum.
• skapað verði kerfi sem hvetur
til rannsókna og verður kveikja
að því að fyrirtæki og hæfileik-
aríkt fólk og geti stuðlað að
auknum hagvexti
• nýsköpun verði verðlaunuð að
verðleikum.
• skapað verði íslenskt samfélag
mannauðs sem þrífst í alþjóð-
legri samkeppni með fjárfest-
ingu í menntun til að örva unga
námsmenn og vísindamenn til
að snúa sér að rannsóknum og
þróun á sviði upplýsingatækni.
Tilboð til stjórnvalda
um þriðju stoðina
Samtök upplýsingatæknifyrirtækja
lögðu á árinu 2005 fram tilboð til
stjórnvalda um að upplýsinga-
tækni verði meginstoð í verð-
mætasköpun og gjaldeyristekjum
Íslands árið 2010.
Meginmarkmið tilboðsins eru
að tífalda gjaldeyristekjur af upp-
lýsingatækni á næstu sex árum, úr
fjórum milljörðum í 40 milljarða
króna. Fjölga þarf starfsfólki UT-
fyrirtækja til muna eða um allt að
3.000 störf, þar af allt að 2.000 ný
störf. Önnur störf færast frá hinu
opinbera til UT-fyrirtækjanna.
Markmiðið er að auka sölu
staðlaðra hugbúnaðarlausna sem
íslensk fyrirtæki hafa þróað og
munu þróa í framtíðinni og að
stórauka hýsingu hér á landi á
upplýsingakerfum fyrir erlenda
aðila.
Forsenda þess að sett markmið
náist er að íslensk stjórnvöld
hrindi í framkvæmd skilgreindum
verkefnum sem snúa að skatta-
málum, útflutningi, stefnumörkun
og samstarfi.
Skapa verður fulla samstöðu
greinarinnar og stjórnvalda um að
leysa verkefnin sem snúa að
starfsskilyrðum fyrirtækjanna.
Markviss mælanlegur árangur
gegnir þar lykilhlutverki.
Helstu verkefni
sem þarf að leysa
Skattamál
• Úrlausn þess vanda sem virðis-
aukaskattur veldur í samkeppni
UT-fyrirtækja við UT-deildir fyr-
irtækja og stofnana.
• Gjaldfærsla rannsókna- og þró-
unarkostnaðar og skattaafsláttur
vegna R&Þ- og markaðskostn-
aðar erlendis.
Aðgerðir í útflutningi
• Forgangsröðun upplýsinga-
tækni hjá stuðningsumhverfi.
• Þróunarstyrkir nýttir fyrir upp-
lýsingatækni.
• Maður á móti manni við er-
lenda markaðssetningu.
• Lækkun fjarskiptakostnaðar til
og frá Íslandi.
Samstarf um þróun og
fjárfestingu erlendra aðila
• Þróunarsetur háskóla, stjórn-
valda og UT fyrirtækja í upplýs-
ingatækni.
Stefnumörkun og
uppbygging innan ríkisins
• Allar opinberar tölvudeildir
verði einkavæddar með því að
starfsemin verði boðin út eða
samið beint við einkafyrirtæki á
markaðnum.
• Notkun upplýsingatækni við
lausn verkefna hjá opinberum
aðilum verði sett í forgang.
• Afnám ásælni ríkisins í höfund-
arrétt og átak í einkaleyfamál-
um upplýsingatækni.
Helstu fjárhæðir tilboðsins
• Áætlað er að velta upplýsinga-
tæknigreinarinnar verði um 74
milljarðar króna árið 2010 og
heildarhagnaður á líftíma verk-
efnisins verði um 36 milljarðar
króna.
• Heildarfjárfesting upplýsinga-
tæknigreinarinnar er áætluð um
16 milljarðar króna meðan
verkefnið varir.
• Skammtímaávinningur Þriðju
stoðarinnar fyrir ríkið er áætlað-
ur um þrír milljarðar króna.
Langtímaávinningur er áætlaður
mun meiri.
• Nettóskatttekjur ríkisins eru
áætlaðar um 5 milljarðar króna
og fjárfesting vegna verkefna
um tveir milljarðar króna.
Skýrslur um hátækniiðnað og
tilboðið um Þriðju stoðina má
nálgast á vef SI - www.si.is
Íslendingar gera vaxandi kröfur
um aðgengi að Internetinu hvar
og hvenær sem er. Fartölvueign
er orðin nokkuð almenn og þráð-
laus samskipti eru sívaxandi og
hafa verið möguleg síðastliðin ár.
Handskrifað á fartölvuna
Helsta nýjungin
á fartölvumark-
aðinum er
Tablet, meðfæri-
leg tölva sem
sameinar kosti
og afl venjulegr-
ar fartölvu
ásamt möguleikum til að hand-
skrifa beint á skjáinn með rafeind-
apenna. Leikur einn er því að
skrifa minnisatriði í tölvuna
heima, í skóla, á fundum eða við
skrifborðið. Tablet-fartölvan er til
dæmis mjög hentug í vöruhúsum
og á lagerum auk þess sem fólk í
mennta- og heilbrigðikerfinu
tekur henni fagnandi.
Allar samskiptaleiðir í einu tæki
Lófatölvan vin-
sæla er fram-
lenging á far-
tölvu eða borð-
tölvu. Lófatölv-
an og farsím-
inn hafa runnið
saman í eitt tæki sem gerir not-
andanum kleift að vera í stöðugu
Internetsambandi. Meðal nýjunga
eru GPS-staðsetningartæki, vafri
fyrir Internetið og margar skila-
boðaleiðir, svo sem tölvupóstur,
SMS og MMS auk aðgangs að
MSN.
Fólk telur samskipti við um-
heiminn afar mikilvægan þátt í
nútímasamfélagi og tæki á borð
við fartölvu eða lófatölvu létta því
lítið. Það stundar bankaviðskipti á
Internetinu, sækir upplýsingar
með leitarvélum, fylgist með frétt-
um, kaupir vörur eða þjónustu og
notar margvíslegar samskiptaleið-
ir: síma, tölvupóst, SMS, MSN og
MMS. Auk þess er hægt að hafa
aðgang að öllum gögnum - text-
um, myndum og hljóð - sem eru
vistuð á öruggum, miðlægum
svæðum.
Samhæfing og miðlun gagna
HP iPAQ lófatölvan, sem hægt er
að samstilla við borð- eða far-
tölvu, gerir kleift að hafa öll per-
sónuleg gögn og samskiptasögu
hjá sér í einu litlu tæki, svo og
tölvupóst, dagbók, auk inn-
byggðrar myndavélar, GPS-tækis
og innbyggðs Microsoft „media-
spilara“.
Tenging án dýrrar
viðbótarþjónustu
iPAQ lófatölvan tengist Internet-
inu í gegnum gervihnött með
GPRS eða EDGE tækni, auk þess
að vera með 4-banda GSM teng-
ingu og SD og SDIO rauf fyrir
802.11b WiFi þráðlaust netkort.
Því er hægt að nota lófatölvuna
hvar og hvenær sem er í heimin-
um án dýrrar viðbótarþjónustu.
Allt í einu tæki
Svipuð þróun
hefur átt sér
stað með
prentara. Mark-
aður fyrir fjöl-
notatæki fer ört vaxandi og HP
framleiðir svokölluð „all-in-one“
eða „allt-í-einu“ tæki sem prenta,
skanna, ljósrita og faxa. Auk þess
eru á því raufar fyrir helstu gerðir
minniskorta og því er hægt að
prenta hágæða ljósmyndir beint af
minniskortunum.
Heildarlína í tölvubúnaði
Hewlett-Packard er eini framleið-
andinn í heiminum sem býður
upp á heildarlínu í tölvubúnaði:
fartölvur, borðtölvur, lófatölvur,
netþjóna, prentara og stafrænar
myndavélar. HP hafa verið mest
seldu tölvur í heimi undanfarin ár
og HP prentararnir eru einu
prentararnir sem hafa fengið
hæstu einkunn hjá PC magazine
14 ár í röð. Þar frekar vitnanna
við?
Aðgengi að Internetinu; alltaf, alls staðar
– eftir Halldóru Matthíasdóttur, markaðsstjóra Opinna kerfa ehf.
Halldóra Matthíasdóttir.