UTBlaðið - 20.01.2006, Side 24

UTBlaðið - 20.01.2006, Side 24
24 | UTBLAÐIÐ Sunnan3 - rafrænt samfélag er samstarfsverkefni Árborgar, Hveragerðis og Ölfuss, sem hófst í ársbyrjun 2004 og stendur í þrjú ár. Verkefnið fékk fjárstuðning frá stjórnvöldum að undangenginni hugmyndasamkeppni. Markmið verkefnisins er að efla búsetuskil- yrði á starfssvæði sveitarfélaganna með markvissri hagnýtingu upp- lýsingatækni og fjarskipta. Verk- efnið hefur þegar vakið mikla at- hygli hérlendis og erlendis og bundnar eru vonir við að það geti orðið fyrirmynd annarra sveitarfé- laga á landsbyggðinni. Rafrænt þjónustutorg Með rafrænu þjónustutorgi gefst íbúum færi á að eignast vefsíðu hjá sveitarfélaginu. Líkja má þjón- ustutorginu við netbanka nema hvað þar heldur íbúinn sjálfur utan um sín mál gagnvart sveitar- félaginu. Viðkomandi eignast eig- ið málaskrárkerfi og hefur því ná- kvæmt yfirlit samskipta sinna, sem um leið veitir stjórnsýslunni ákveðið aðhald. Stefnt er að því að allir íbúar Árborgar, Hvera- gerðis og Ölfuss eigi þess kost að tengjast rafrænu þjónustutorgi á næstu vikum. Þar geta þeir sótt ýmsa þjónustu, sent inn umsókn- ir, séð stöðu fjármála og samskipti sín við sveitarfélagið, lesið skila- boð og spjallað beint við ákveðna starfsmenn. Til dæmis er stefnt að því að bæjarstjórinn verði í beinu netspjalli a.m.k. einu sinni í viku og þannig komist fleiri að en í hefðubundnum viðtalstímum. Einnig hafa íbúar beinan aðgang að atburðadagatali, veðurspá, fjöl- miðlum og geta sett upp eigin tengingar miðað við daglegar þarfir og áhugamál. Til að byrja með verður lögð áhersla á þjón- ustu sem snýr að grunnskólum, leikskólum, tónlistarskóla og frí- stundaheimilum en síðar bætist við þjónusta vegna bygginga- og skipulagsmála. Það sem greinir þetta þjónustutorg frá sambæri- legum kerfum er að þarfir íbú- anna eru forgangsmál og þeir fá þannig í hendur fullkomið sjálfs- afgreiðslukerfi. Skrifstofuhótel Vert er að nefna aðra nýjung í Sunnan3 verkefninu, rekstur skrif- stofuhótela. Markmiðið er að koma til móts við þarfir íbúa á Suðurlandi sem starfa á höfuð- borgarsvæðinu en vilja vinna 2-3 daga í viku í heimabyggð. Um er að ræða fullkomna skrifstofuað- stöðu með öflugu háhraðasam- bandi og hvetjandi vinnuum- hverfi. Gert er ráð fyrir að menn komi sjálfir með fartölvur og noti farsíma en hafi jafnan líka afnot af kaffistofu, fundarstofu, prentara, faxi og ljósritunartækjum. Kostir skrifstofuhótels eru augljósir fyrir starfsfólk sem þarf að sækja vinnu fjarri heimabyggð en hér er einnig um að ræða hagræðingu fyrir vinnuveitendur með því að skrif- stofukostnaður verður lægri en ella. Að auki getur skrifstofuhótel haft samfélagsleg áhrif þar sem það getur dregið úr umferð, mengun og slysahættu. Á síðasta ári voru opnuð þrjú skrifstofuhótel á svæðinu: á Sel- fossi, í Hveragerði og í Þorláks- höfn. Þar er vinnuaðstaða fyrir 3-5 starfsmenn og eru þau öll rekin af einakfyrirtækjum, sem eru með þessu að nýta betur húsnæði og aðstöðu. Nokkur reynsla er því komin á þessa tilraun. Skrifstofu- hótelin þarf hins vegar að kynna betur og festa í sessi sem raun- hæfan og sjálfsagðan kostur þeirra sem vinna fjarri heima- byggð. Sameining í netheimum Sveitarfélögin Árborg, Hveragerði og Ölfuss stefna að því að auka skilvirkni og hagræðingu í stjórn- sýslunni með því að vinna saman í ákveðnum málaflokkum, m.a. með skynsamlegri nýtingu upp- lýsingatækni og fjarskipta. Undan- farið hefur verið gerð greining á sameiginlegum verkferlum sveit- arfélaganna á sviði upplýsinga- kerfa, fjármálaumsýslu og þjón- ustumiðstöðva með að markmiði að auka samvinnu og jafnvel sam- rekstur ákveðinna málaflokka. Forsenda fyrir slíku samstarfi er betri nettenging milli starfsfólks sveitarfélaganna, samnýting tölvu- kerfa og svo að sjálfsögðu pólitísk samstaða. Ef vel tekst til verður jafnvel hægt að tala um samein- ingu sveitarfélaga í netheimum, sem væntanlega er raunhæfari en sú sameiningartillaga sem felld var í öllum þessum sveitarfélög- um síðastliðið haust! Nýjar áherslur Forsenda verkefnsins Sunnan3 er ný hugsun og ný nálgun í byggðamálum. Það er trú okkar, sem stöndum að verkefninu, að hægt sé að bæta búsetuskilyrði á landsbyggðinni og snúa við nei- kvæðri byggðaþróun með því að bjóða aukna rafræna þjónustu. Hugmyndafræði skrifstofuhótel- anna er sú að ekki þurfi alltaf að flytja heilu stofnanirnar til að auka atvinnu á landsbyggðinni. Það spyrst fljótt út að möguleiki sé á að vinna í heimabyggð og sá möguleiki gerir svæðið sjálfkrafa ákjósanlegra til búsetu. Þannig er hægt að efla búsetu á lands- byggðinni með því að virkja frumkvæði heimamanna og auka tækninýtingu. Fólksfjölgunin á Ár- borgarsvæðinu undanfarin ár sýn- ir að þessi þróun er að eiga sér stað. Sunnan3 - rafrænt samfélag – eftir Sigurð Tómas Björgvinsson, ráðgjafa og verkefnisstjóra Sunnan3 verkefnisins  Á þessari skjámynd má sjá útlit og efni á nýju, rafrænu þjónustutorgi Sunnan3 verkefnisins sem opnað verður á næstu vikum. Upplýsingatækni er hornsteinn fjármálastarfsemi nútímans. Þar standa íslensk fjármálafyrirtæki í stafni. Bankaviðskipti eru í æ meira mæli að færast úr útibúum í netviðskipti og hraðbankaþjón- ustu. Íslensk fjármálafyrirtæki eru leiðandi í þeirri þróun, sérstak- lega hvað varðar bankaviðskipti á netinu þar sem fáir standa þeim á sporði. Skráðir netbankanotendur hérlendis eru um 180.000. Þessi þróun er öllum í hag. Hún sparar viðskiptavinum ómældan tíma og kostnað og ger- ir þeim kleift að eiga sín viðskipti hvenær sem þeim hentar. Net- bankar minnka vinnutap og auka þannig framleiðni í þjóðfélaginu. Þá hafa viðskiptavinir ekki þurft að greiða fyrir viðskipti sín í gegnum netbanka, hvort sem um er að ræða færslur milli reikninga í banka netbankanotandans eða milli banka, sem er einstakt þegar litið er til nágrannaríkja. Skilin eiginlegra tölvudeilda og annarra deilda fjármálafyrirtækja verða stöðugt óljósari. Upplýs- ingatæknin er lykiltæki á öllum sviðum. Ekki væri hægt að fram- kvæma jafn stór og flókin fjár- málaviðskipti á jafn miklum hraða og með eins miklu öryggi og raun er ef ekki væri fyrir hina gríðar- legu þróun í upplýsingatækni, bæði hvað varðar reiknigetu og hraða. Öryggisnúmer Rétt eins og mikilvægt er að búa yfir bestu mögulegu tækni til að framkvæma aðgerðir eru öryggis- mál, hvað varðar vörslu gagna og aðgang að upplýsingum, í for- gangi. Það er augljóst að fyrirtæki, sem byggja starfsemi sína á um- sýslu fjármuna, þurfa að leggja of- uráherslu á öryggi fjárhagslegra færslna og rafræna vörslu fjár- muna sem hjá þeim eru geymdir. Þeim ber líka að tryggja þá þagn- arskyldu sem á fjármálafyrirtækj- um hvílir lögum samkvæmt um hagi viðskiptamanna þeirra, þ.e. að engir utanaðkomandi hafi að- gang að þeim upplýsingum. Ekki er nóg að fjármálafyrir- tæki tryggi öryggi sín megin, eins og sýndi sig á liðnu ári þegar óprúttnum aðilum tókst að kom- ast yfir aðgangs- og lykilorð net- banka nokkurra viðskiptamanna. Slík tilvik höfðu komið upp er- lendis á liðnum árum en aldrei fyrr hér á landi. Til að auka enn frekar öryggi hafa íslensk fjár- málafyrirtæki nú ákveðið að taka í notkun sérstök öryggisnúmer sem viðskiptavinir fá úthlutað hverju sinni úr litlu tæki sem þeir fá í hendur. Þetta öryggisnúmer (lykil- orð) notar netbankanotandi til að skrá sig inn, til viðbótar aðgangs- og lykilorði sem hann þegar hafði. Einnig er líklegt að skrá þurfi öryggisnúmerið þegar fram- kvæmdar eru fjárhagslegar færslur í netbankanum. Örgjörvatæknin Eitt stærsta öryggismál tengt upp- lýsingatækni í fjármálageira eru hin nýju örgjörvagreiðslukort. Þetta er samstarfsverkefni banka og greiðslukortafyrirtækja á al- þjóðavísu með það meginmark- mið að auka allt öryggi í viðskipt- um með greiðslukort og marg- falda notkunarmöguleika korta. Tæknin felst í að koma lítilli tölvu, örgjörva, fyrir í greiðslu- kortum. Örgjörvinn mun geyma sömu upplýsingar og verið hafa verið í seglulrönd kortanna auk nýjunga sem eru tryggðarkerfi af ýmsum toga, rafræn skilríki og ör- yggislausnir. Samhliða verða inn- leidd leyninúmer (PIN-númer) í öllum hefðbundnum greiðslu- kortaviðskiptum. Þegar hafa u.þ.b. 60.000 örgjörvakort verið gefin út á Íslandi, auk þess sem unnið er að því að endurnýja móttökubúnað greiðslukorta. Stefnt er að því að nýja tæknin verði að fullu komin í notkun innan tveggja ára. Samtök banka og verðbréfafyr- irtækja eru um þessar mundir í samstarfi við stjórnvöld um þróun rafrænna skilríkja. Gert er ráð fyrir að hægt verði að taka þau í notk- un á þessu ári eða næsta. Hjá fjár- málafyrirtækjum verður skilríkjun- um komið fyrir í nýjum ör- gjörvagreiðslukortum viðskipta- manna, sem geta nýtt þau sem persónuauðkenni og til undirrit- unar og jafnvel dulritunar skjala í viðskiptalífinu. Einnig munu skil- ríkin auka á öryggi í samskiptum fólks við opinberar stofnanir og opna þannig nýja möguleika í þeim efnum. Öryggismál og upplýsinga- tækni snúa vissulega ekki bara að fjármálastarfsemi. Flest heimili hafa nú sína tölvu þar sem oft eru geymd gögn sem ekki verða met- in til fjár. Það er því brýnt fyrir alla að uppfæra reglulega víru- svarnir í tölvum sínum til að reyna að koma í veg fyrir að ut- anaðkomandi aðilar geti brotist inn í þeirra kerfi eða sett þar inn vírusforrit sem ætlað er að skemma þau gögn sem þar eru geymd. Hornsteinn fjármálastarfseminnar – eftir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóra Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja  Guðjón Rúnarsson.  Sigurður Tómas Björgvinsson.

x

UTBlaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.