UTBlaðið - 20.01.2006, Qupperneq 28
Í árdaga Vefsins voru flokkuð vef-
síðusöfn helsta leiðin til að finna
upplýsingar á Vefnum. Risafyrir-
tækið Yahoo! byrjaði feril sinn
þegar stofnendurnir ákváðu að
birta safn sitt af áhugaverðum
veftenglum og leyfa öðrum að
fletta í því. Í safninu voru örfáar
þúsundir tengla, sem var á þeim
tíma nokkuð tæmandi.
Nú er öldin önnur. Á Vefnum
eru milljarðar síðna (10 - 200
milljarðar eftir því hver er spurður
og hvernig er talið). Það er því
alllangt síðan Yahoo! hætti að
hafa undan að flokka. Samhliða
þessari fjölgun hafa flokkuð söfn
vikið nær alveg fyrir flatri texta-
leit. Reyndar er textaleit á Vefnum
orðin svo góð, þökk sé Google
frekar en nokkrum öðrum, að við
búumst við því að geta hent inn í
leitarglugga einu eða tveimur
stikkorðum um það sem við erum
að hugsa og fá til baka um hæl
þær upplýsingar sem leitað er að.
Það gengur í flestum tilfellum eft-
ir! Meira að segja Yahoo! er hætt
að tefla síðusafninu sínu fram og
einbeitir sér nú aðallega að texta-
leit líkt og keppinautarnir.
Hjá Spurl ehf. höfum við unnið
að þróun leitartækni, að hluta til
með séríslenskar aðstæður í huga.
Þessi leitartækni knýr meðal ann-
ars leitarvélina Emblu á mbl.is
(http://embla.mbl.is/). Íslenski
vefurinn bliknar auðvitað í sam-
anburði við heildina en er engu
að síður orðinn álíka stór og Ver-
aldarvefurinn allur var í byrjun árs
1997. Okkur telst til að heildar-
fjöldi vefsíðna á íslensku sé 12-14
milljónir. Stærsti hluti þeirra er
þegar skráður og efnisorðagreind-
ur hjá okkur, auk þess sem nýjum
síðum er bætt við eftir því sem
þær koma á Vefinn og við upp-
götvum þær.
Íslensk leitartækni
Leit á íslensku er að nokkru frá-
brugðin leit á t.d. ensku. Flestar
mest notuðu leitarvélarnar eru
þróaðar í hinum enskumælandi
heimi og taka mjög mið af ensk-
um texta. Enska er ákaflega ein-
föld að þessu leyti og ensk orð
hafa örfáar orðmyndir, oft aðeins
tvær. Það skiptir því tiltölulega
litlu máli að gera ráð fyrir mis-
munandi orðmyndum þegar leitað
er á ensku. Í íslensku máli getur
þetta hins vegar haft grundvallará-
hrif á bæði umfang og gæði leit-
arniðurstaðna.
Leitartæknin okkar hefur inn-
byggt orðasafn með orðmyndum
íslenskra orða og þegar notandi
slær inn leitarorð er leitað að öll-
um orðmyndum þess. Þannig
finnur leitarvélin Embla t.d. setn-
ingar eins og „ódýrustu tölvunám-
skeiðin“ og „tölvunámskeiðið
verður haldið...“ þó notandi hafi
bara slegið inn leitarorðið „tölvu-
námskeið“. Aðrar leitarvélar missa
af þessum síðum komi orðið ekki
fyrir í nákvæmlega þeirri mynd
sem slegin var inn.
Orðasafnið sem Embla byggist
á kemur frá Orðabók Háskólans
og inniheldur um 2,3 milljónir
einstakra orðmynda af tæplega
200.000 uppflettiorðum. Orða-
safnið var unnið í verkefni sem
nefnist beygingarlýsing íslensks
nútímamáls og sem kostað var af
tungutæknisjóði menntamálaráðu-
neytisins.
Til að gera leitina mögulega
má segja að Spurl geymi á vélum
sínum afrit af öllum íslenska
Vefnum. Þegar notandi slær inn
leitarfyrirspurn er rennt í gegnum
texta allra þessarra síðna í leit að
orðunum sem slegin voru inn og
þeim síðum raðað eftir vægi orð-
anna fyrir hverja síðu. Þetta vægi
ræðst af tíðni orðanna, titli síð-
unnar, tenglum á hana, vefslóð-
inni og allmörgum fleiri þáttum.
Þjónusta Spurl.is
Það er trú okkar að flöt textaleit
muni í auknum mæli koma í stað
veftrjáa og efnisflokka á einstök-
um vefsvæðum, rétt eins og hún
hefur gert í upplýsingaleit á Vefn-
um í heild. Í stað þess að notandi
þurfi að setja sig inn í uppbygg-
ingu og þankagang á bak við
hvert vefsvæði, blasi við honum
áberandi leitarbox með öflugum
leitarmöguleikum. Nær allir
vefnotendur nota vefleitarvélar og
viðmótið er því orðið þeim tamt.
Allir skilja hvernig á að nota leit-
arbox, meðan hönnun og fram-
setning vefsvæða er því sem næst
jafn ólík og vefsvæðin eru mörg.
Bæði er einfaldara og fljótlegra
fyrir notandann að slá inn það
sem hann er að hugsa, t.d. „upp-
greiðsla lána“ en að átta sig á
hvar í veftrénu höfundi Vefsins
þóknaðist að setja viðkomandi
upplýsingar, t.d. undir: Einstak-
lingar > Lán > Fasteignalán >
Spurt og svarað > Spurning 25
(sem er raunverulegt dæmi af vef
eins bankanna).
Leitarniðurstöðurnar þurfa vit-
anlega að vera traustar og góðar
og þar skortir verulega á hjá
mörgum fyrirtækjum og vefsvæð-
um. Í ofanálag má svo gera ýmis-
legt til að hjálpa notendunum enn
frekar í leitinni, svo sem að tengja
fyrirfram ákveðin leitarorð við
svör úr „spurt og svarað“-grunni
eða við aðra gagnabanka sem
vefsvæðið hefur að geyma.
Spurl ehf. er nýlega byrjað að
bjóða íslenskum fyrirtækjum og
vefrekstraraðilum slíka þjónustu.
Við eigum nú þegar vefsíðuafritin
til að byggja leitina á og í flestum
tilfellum þarf aðeins að tengja leit-
arniðurstöðurnar inn á vefsvæðið;
einfalt mál sem við aðstoðum
með ef á þarf að halda.
Nánari upplýsingar um Spurl
ehf. og þjónustu okkar má finna á
http://corp.spurl.net/is/
28 | UTBLAÐIÐ
Frá árinu 1997 hefur átt sér stað
mikil fjölgun nemenda í fjarnám.
Fjarnemum hefur fjölgað mun
meira en öðrum nemendum á
framhalds- og háskólastigi.
Meðfylgjandi mynd sýnir fjölg-
un nemenda í fjarnámi á árunum
1997 til 2004 eftir skólastigum.
Fjarnemum fjölgar mun hraðar
en öðrum nemendum og eru þeir
nú 9% nemenda á framhalds-
skólastigi en 17% háskólanema.
Upplýsinga- og samskiptatækni
er nýtt með ýmsum hætti í fjar-
kennslu. FS-netið, sem er há-
hraðanet fyrir framhaldsskóla og
símenntunarmiðstöðvar, gerir
kleift að miðla fjarkennslu með
myndfundum. Það tengist fjar-
skiptaneti háskóla (RH-neti) og í
símenntunarmiðstöðvum víða um
land er kennslustundum í ólíkum
námsgreinum varpað með mynd-
fundabúnaði til fjarnema á lands-
byggðinni. Í öðrum tilvikum er
netið nýtt til að setja inn myndir
frá fyrirlestrum, ýmis gögn og til
að koma á samskiptum milli nem-
enda innbyrðis og milli þeirra og
kennara.
Á grunnskólastigi hafa verið
gerðar tilraunir með til dæmis fjar-
nám fyrir grunnskólanemendur
sem dveljast tímabundið á sjúkra-
húsum. Undanfarin þrjú ár hafa
grunnskólar á sunnanverðum
Vestfjörðum nýtt upplýsingatækni
til þess að miðla kennslu sín á
milli. Í verkefninu taka þátt
grunnskóli Tálknafjarðar og
grunnskóli Vesturbyggðar sem
hefur kennsludeildir á Patreks-
firði, Bíldudal og Birkimel. Kennt
er samtímis í öllum skólum með
því að nota myndfundabúnað og
upplýsingakerfi á netinu (sjá
dreifmenntun.is).
Fjarkennsla skapar nýja mögu-
leika fyrir ólíka hópa að stunda
nám. Jafnframt hafa þar kennslu-
aðferðir sem þar hafa þróast með
nýtingu upplýsingatækni nýst öðr-
um nemendum og aukið sveigjan-
leika í námi.
Leitin breytir heiminum
– eftir Hjálmar Gíslason, embla.mbl.is
Virk upplýsingatækni fjölgar fjarnemum
– eftir Arnór Guðmundsson, þróunarstjóra í menntamálaráðuneyti
Þægileg, örugg og hagkvæm leið í bankaviðskiptum – allan sólarhringinn.
– fyrir allt sem þú ert
Nýr og betri heimabanki
Upplýsingar í síma 550 1400 eða á www.spron.is