UTBlaðið - 20.01.2006, Síða 34

UTBlaðið - 20.01.2006, Síða 34
34 | UTBLAÐIÐ Íslendingar taka þátt í verkefninu „breið- band í dreifbýli“ (Broadband in rural and remote areas - Birra) á vegum Norður- slóðaáætlunar Evr- ópusambandsins (Northern Periphery Programme, NPP). Verkefnið nær til fjögurra landa á norðurslóðum, þ.e.a.s. Finnlands (Lapplands og Kainuu héraðs), Svíþjóðar (Västernorr- land), Skotlands (Hjaltlands) og Íslands (norðanverðra Vestfjarða og Skagafjarðar). Markmiðið er að afla gagna um hvernig nýta megi betur fjar- skipta- og upplýsingatækni í dreifbýli og með hvaða hætti megi draga úr jaðaráhrifum og styrkja samkeppnisstöðu byggða á norðurslóð. Jafnframt að flýta fyrir þróun hagnýtrar upplýsinga- tækni og stuðla að jöfnu aðgengi að þeim tækifærum sem hún veit- ir. Liður í þessu er að kortleggja stöðu, greina þarfir fyrir frekari uppbyggingu fjarskiptakerfa og kanna hvernig samnýta megi tækni. Stefnt er að því að búa til verkfæri sem hjálpar til við að meta stöðu sveitarfélaga á sviði upplýsinga- og fjarskiptatækni þar sem horft er til eftirfarandi þjón- ustuþátta, fjarnám (eLearning), fjarhjúkrun (eCare), fjarvinna (eWork), rafræn stjórnsýsla (e- government) og rafræn viðskipti (e-business). Miðlun þekkingar og reynslu á milli samstarfsaðila, og annarra við lausn sameiginlegra viðfangsefna og myndun gagn- legra tengslaneta, er síðan iðulega ávinn- ingur slíkra sam- starfsverkefna. Ís- lenska áherslan í verkefninu er á stöðugreiningu, markmiðasetn- ingu, framtíðarsýn, áætlanagerð og lausnir. Þátttakendur í verkefninu Íslenskir þátttakendur í verkefn- inu eru Ísafjarðarbær, Bolungarvík og Súðavík, Skagafjörður, Byggðastofnun, Síminn hf., Póst- og fjarskiptastofnun, IMG Deloitte ehf. og UD verkefnið - Leiðbein- ingamiðstöðin Sauðárkróki. Lokið er samantekt gagna um stöðu grunnkerfa fjarskipta (þ.e. uppbyggingu háhraðafjarskipta- kerfa) og nú er unnið að úr- vinnslu ítarlegra spurningalista sem sendir voru til fyrirtækja og stofnana á svæðunum. Viðtöl við sveitarstjórnarmenn, fulltrúa at- vinnuþróunarfélaga, fyrirtækja, stofnana og annarra hagsmunaað- ila eru að hefjast. Verðlagning og notkunarmynstur breiðbandsþjón- ustu verður kannað og teknar saman upplýsingar um hvaða áætlanir eru uppi um frekari tækniuppbyggingu. Þá verður dregin upp mynd af því hvernig háhraðafjarskipti nýtast í daglegu lífi og störfum íbúa. Leitað verður svara við því hvernig bæta megi stjórnsýslu og þjónustu fyrirtækja og kannað verður hvort þau séu markvisst að nýta möguleika upp- lýsingatækninnar. Á þeim svæðum sem verkefnið tekur til hérlendis eru þéttbýlis- staðirnir tengdir landsneti ljósleið- ara. Samkeppni þjónustuveitenda er allnokkur og þá aðallega um ADSL tengingar. Á afskekktari stöðum er gagnaflutningur þó enn bundin við ISDN vegna fjar- lægða frá símstöðvum. Verkefninu lýkur í júní 2006 Verið er að hefja prófanir á verk- færi sem þróað hefur verið í verk- efninu til að skilgreina á einfaldan hátt stöðu sveitarfélaga á sviði upplýsingatækni. Skilgreindur er ákveðinn stigi þar sem núverandi staða sveitarfélags skilgreinist í ákveðnu þrepi er varðar viðkom- andi svið upplýsingatækninnar, þ.e. á sviðum fjarnáms, fjarvinnu, rafrænnar stjórnsýslu, rafrænna viðskipta og heilsugæslu. Mark- mið sveitarfélags er síðan væntan- lega að flytjast upp stigann um eitt þrep eða fleiri í viðkomandi þætti. Til að flytjast upp stigann þarf upplýsingar um hvað þurfi til. Það gætu verið upplýsingar um tækniforsendur, grunngerð, menntun, skipulag, aðferðir og kostnað. Verkefnið skilar áætlun um hvernig best sé að flytja sig á milli þrepa og þá gagnast þær reynslulýsingar sem finna má á gagnavef verkefnisins. Þjónusta á sviði upplýsingatækni verður að vera sjálfbær þ.e. að vera rekin á fjárhagslegum forsendum. Víða í sveitarfélögum er staðan sú að slíkar forsendur eru ekki til staðar og í verkefninu er því fjallað um hvað vanti til að þeim skilyrðum verði betur fullnægt. Verkefnið hófst í janúar 2005 og því lýkur í júní 2006. Lokaráð- stefna verkefnisins verður haldin á Íslandi þar sem gerð verður grein fyrir niðurstöðum þess. Breiðband í dreifbýli – eftir Þórarin Sólmundarson, Byggðastofnun Landsbókasafn Íslands-Háskóla- bókasafn er í senn þjóðbókasafn og bókasafn Háskóla Íslands og þar með stærsta rannsóknarbóka- safn landsins. Notendur þess eru fyrst og fremst háskólanemar og þeir sem leggja stund á rannsókn- ir og fræðastörf. Vefur safnsins er skipulagður með þarfir þeirra í huga. Á vefnum www.landsboka- safn.is er aðgangur að miklum fjölda rafrænna gagnasafna og tímarita auk margvíslegra upplýs- inga um safnið og þá þjónustu sem þar er að fá. Rafræna efnið sem um er að ræða er gagnasöfn og tímarit sem greitt er fyrir á landsvísu (sjá grein Sveins Ólafs- sonar um landsaðgang á bls. hér í UT-blaðinu 40), stafræn gögn safnsins, svo og ýmsar skrár, tímarit og gagnasöfn í séráskrift Landsbókasafns og Háskóla Ís- lands. Það efni er einungis að- gengilegt í tölvum á háskólanet- inu. Þeir sem ekki hafa aðgang að því geta tengst þessum gögnum í Þjóðarbókhlöðu. Þar er einnig hægt að fá leiðsögn við notkun hinna ýmsu gagnasafna. Ítarlegar heimildaleitir eru gerðar gegn gjaldi. Tenglar við stafræn gagnasöfn Strax á upphafssíðu vefsins er leitast við að hafa aðgang að raf- rænu efni sem sýnilegastan. Þar má annars vegar finna tengla við stafræn gagnasöfn á vegum safns- ins, svo sem Sagnanetið, Forn Ís- landskort og Timarit.is, sem hefur að geyma íslensk blöð og tímarit frá upphafi til ársins 1920, svo og Morgunblaðið frá upphafi. Hins vegar eru tenglar við önnur gagnasöfn og skrár, s.s. Gegni, samskrá íslenskra bókasafna, og Tímaritaskrána A-Z sem veitir að- gang að um 13 þúsund rafrænum tímaritum. Þar sem tímaritaskráin ræður ekki við íslenska bókstafi hýsir hún eingöngu tengla við er- lend tímarit. Vonir standa til að úr því verði bætt á yfirstandandi ári. Tengla við helstu rafræn íslensk tímarit er því að finna á sérstök- um lista á vef safnsins. Einföld og aðgengileg samskipti Undir fyrirsögninni Gagnasöfn er heildaryfirlit gagnasafna í stafrófs- röð með stuttri lýsingu á innihaldi þeirra og upplýsingum um hvort aðgangur að þeim sé öllum opinn eða takmarkaður við háskólanet- ið. Gagnasöfnin eru einnig flokk- uð eftir fræðigreinum. Flest þeirra eru svonefnd tilvísanasöfn sem vísa í tímaritsgreinar, bækur, ráð- stefnurit og fleira en oft eru þar einnig tenglar við heildartexta greinanna sem opnast því aðeins að safnið hafi aðgang að þeim. Sum gagnasöfnin, eins og Web of Science og ProQuest, eru þverfag- leg en önnur eru á tilteknu sér- sviði s.s. PsycInfo í sálfræði eða Compendex og IEEExplore í verk- fræði og skyldum greinum. Á vef safnsins er leitast við að leiða notendur að þeim hjálpar- gögnum við heimildaleit sem henta hverju sinni. Þar eru leið- beiningar um leitartækni í mis- munandi gagnasöfnum og við heimildaleit almennt. Fræðigreinin þín gefur yfirlit yfir helstu hjálpar- tæki og tól mismunandi fræði- greina og er þá tekið mið af helstu námsbrautum við Háskóla Íslands. Verið velkomin á vefinn, www.landsbokasafn.is, og kynnið ykkur það sem hann hefur upp á að bjóða. Atriðisorðaskráin og orðaleit í leitarglugganum hjálpar ykkur að finna efni á vef safnsins. Einnig er hægt að senda upplýs- ingaþjónustunni fyrirspurn með því að smella á Vantar þig aðstoð? Vefur Landsbókasafns og aðgangur að rafrænum gögnum – eftir Halldóru Þorsteinsdóttur, forstöðumann upplýsingadeildar Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns

x

UTBlaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.