UTBlaðið - 20.01.2006, Side 36

UTBlaðið - 20.01.2006, Side 36
36 | UTBLAÐIÐ Landsaðgangur að gagnasöfnum og rafrænum tímaritum er verk- efni sem veitir aðgang að texta yfir 8.000 tímarita og að 12 gagna- söfnum fyrir alla sem tengjast gegnum íslenska netveitu á Ís- landi. Aðgangurinn þýðir að hvar sem er á landinu má komast í jafn ólík gagnasöfn og Britannica og Web of Science auk tímarita af öllu tagi. Í nágrannalöndum okkar og víðast um heim er svona að- gangur bundinn við bókasöfn, vísinda- og skólastofnanir. Hér á landi má komast í hann hvar sem er og hvenær sem er. Hagræðið er meðal annars fólgið í því að aðeins er greitt fyrir eina áskrift að hverju tímariti sem þarna er að finna fyrir allt landið. Aðgangurinn skiptir miklu máli fyrir rannsóknar- og þróunarstarf í landinu. Árið 2004 voru sóttar rúmar 480.000 greinar í vísinda- tímarit auk yfir 107.000 heim- sókna á Web of Science. Hagræð- ið sem vísindafólk á Íslandi hefur af því að geta nálgast greinar á þennan hátt er mikið. Til marks um það eru orð dósents við Há- skóla Íslands sem lýsti því hve langan tíma það tók hann að jafn- aði að ná í tvær greinar fyrir tíma landsaðgangsins. Það leið að jafn- aði ein klukkustund frá því hann gekk úr skugga um að viðkom- andi grein væri til þar til hann var búinn að ná í hana og kominn aftur í sæti sitt. Þetta dæmi gæti bent til tímasparnaðar sem nemur 240.000 vinnustundum á landinu öllu. Vísindafólk notar þennan tíma í annað núna, í verk sem því finnst sjálfu skipta meira máli. Þarna er einnig efni sem nýtist öllum fróðleiksfúsum almenningi. Þar má nefna gagnasöfn á sviði alfræði og lista eins og Britann- ica Online, Grove Art og Grove Music & Opera. Landsaðgangur greiðir einnig fyrir aðgang að greinum eldri en þriggja ára úr greinasafni Morgunblaðsins sem hægt er að nota um allan heim. Um leið er Landsbókasafn að vinna að myndun (innskönnun) Morgunblaðs 20. aldarinnar. Hægt er að nota orðaleit til að fletta upp greinum þar. Þannig hefur allt íslenskumælandi fólk aðgang að efni Morgunblaðsins frá upp- hafi til loka ársins 2002 þegar þetta er skrifað. Til að fá aðgang að nýjustu þremur árunum hverju sinni þarf fólk að kaupa séráskrift að greinasafninu eða nálgast það í bókasöfnum eða skólastofnun- um. Leitað samtímis í mörgum gagnagrunnum Á vef landsaðgangsins, hvar.is, er aðgangur að gagnasöfnunum og tímaritunum auk upplýsinga um þau og leitartæki til að leita í þeim. Um tveggja ára skeið hefur verið boðið upp á leit að tímarit- um þar. Nú er verið að taka í notkun svonefnda samsteypuleit sem býður upp á að leitað sé í mörgum grunnum samtímis. Þannig er hægt að leita í öllum tímaritasöfnunum saman eða bæta við gagnasöfnum í leitina. Á hvar.is er aðgangur að fleiri gagnasöfnum en bara þeim sem eru í landsáskrift. Þar er einnig að- gangur að nokkrum gagnasöfnum sem ákveðnir aðilar kosta fyrir aðra landsmenn. Þar má telja að- gang að Ovid, sem greiddur er af heilbrigðisbókasöfnum og aðgang að gagnasöfnum ASCE, ASME og EiVillage, sem greiddur er af verk- fræðideild HÍ, verkfræðistofum, Landsvirkjun og ÍAV. Að lokum eru listar yfir gagnasöfn og tímarit í opnum aðgangi á hvar.is. Bókasöfn í háskólum, heil- brigðisstofnunum, rannsókna- stofnunum, almenningsbókasöfn, framhaldsskólabókasöfn, stjórn- sýslustofnanir og nokkur fyrirtæki greiða fyrir aðganginn. Beinar greiðslur frá hinu opinbera hafa farið vaxandi og nema núna tæp- um þriðjungi kostnaðar. Listi yfir greiðendur er á hvar.is. Bókasöfn- in tilnefna fulltrúa í innkaupa- nefnd landsaðgangsins sem hefur það hlutverk að velja gagnasöfn og tímaritasöfn til áskriftar og að deila greiðslum milli safnateg- unda. Um þessar mundir er unnið að breyttri skiptingu greiðslu vegna áskriftar að rafrænum tíma- ritum. Landsaðgangurinn er verk- efni rekið af Landsbókasafni Ís- lands-Háskólabókasafni með þjónustusamningi við mennta- málaráðuneyti. Allar nánari upp- lýsingar eru á vef aðgangsins, http://hvar.is. Fjármálaráðuneytið og Ríkiskaup hafa á undanförnum fimm árum unnið að innleiðingu tveggja verkefna á sviði rafrænna inn- kaupa. Þau eru komin vel á veg og því er tímabært að huga að næstu skrefum. Með tilkomu nýrrar til- skipunar Evrópusambandsins nr. 2004/18EB um opinber innkaup skapast grundvöllur til nýs átaks á þessu sviði en vonir standa til að tilskipunin verði leidd í lög hér á landi um mitt ár 2006. Þar eru eft- irfarandi nýjungar helstar: Upplýsingaskrár kaupenda (buyer profiles) Seljendum eru veittar ítarlegri upplýsingar um útboð og útboðs- gögn á Netinu í gegnum heima- síður. Með notkun rafrænna aug- lýsinga og dreifingu útboðsgagna á Netinu verður unnt að stytta til- boðstíma um allt að 12 daga. Rík- iskaup eru að stíga fyrstu skrefin á þessari braut með birtingu út- boðsgagna á heimsíðu sinni www.rikiskaup.is. Rafræn uppboð (e-auctions) Endurtekið ferli þar sem nýtt og lægra verð og/eða nýtt verðgildi tiltekinna þátta í tilboðum er sett fram með rafrænum hætti. Ferlið hefst eftir að afstaða hefur verið tekin til tilboða í upphafi og gerir kleift að raða þeim með sjálfvirk- um matsaðferðum. Aðferðin er notuð hvort heldur er í almennu eða lokuðu útboði og skylt að taka fram í útboðsauglýsingu að hún verði notuð. Þessa aðferð má byggja á verði eða samspili gæða og verðs, þ.e. hagstæðasta boði. Hana má t.d. nota í „örútboðum“ vegna rammasamninga en boðum lýkur þegar tímamörkum er náð. Virkt innkaupakerfi (dynamic purchasing system) Fullkomlega rafrænt ferli við al- geng innkaup með eiginleikum sem almennt eru fyrir hendi á markaðnum og uppfylla kröfur kaupenda. Ferlið er tímabundið og opið allan gildistímann. Öllum birgjum, sem uppfylla valforsend- ur og hafa lagt fram kynningar- boð í samræmi við skilmála, er heimil þátttaka og gild boð verð- ur að taka inn í kerfið. Virkt inn- kaupakerfi er nokkurs konar raf- rænt rammasamningakerfi þar sem kynningarboð er hægt að setja inn hvenær sem er og sér- hver kaup eru skilyrt „örútboð“. Nota skal almennt útboð til að bjóða birgjum að senda inn boð og taka þátt í ferlinu og þess get- ið í útboðsauglýsingu að nota eigi þetta ferli. Endurnýja eða bæta má kynn- ingarboð hvenær sem er og verð- ur að meta það innan 15 daga hið minnsta, ef ekki hefur verið boð- að örútboð vegna kaupanna. Ferl- ið getur aðeins varað í fjögur ár, nema í undantekningartilfellum. Notkun kerfisins verður gjaldfrítt fyrir birgja. Rafræn útboð Að lokum má nefna rafræn útboð þar sem útboðsgögnum verður dreift rafrænt, þ.e. tilboð send, móttekin, opnuð og þeim tekið rafrænt. Þessi tækni krefst mikils undirbúnings vegna staðla og ger- ir jafnframt miklar öryggiskröfur, þar sem það verður að vera tryggt að enginn óviðkomandi komist í tilboðin áður en þau eru opnuð. Undirbúningur er hafinn á vegum Evrópusambandsins til að þessi tækni komist í notkun í öll- um aðildarlöndum þannig að hvar sem er í álfunni geti fyrirtæki tek- ið þátt í útboðum milli landa án nokkurra tæknilegra hindrana. Innleiðing nýjunga af þessu tagi er tímafrek og krefst sameig- inlegs átaks kaupenda og selj- enda, enda er ætlunin að gefa út langtímastefnu (5 ára) um aðgerð- ir á þessu sviði. Fjármálaráðuneyt- ið er með slíka stefnu í smíðum með svipuðu sniði og unnið er að í nágrannalöndunum. hvar.is: landsaðgangur að gagna- söfnum og rafrænum tímaritum – eftir Svein Ólafsson, umsjónarmann verkefnisins Rafrænar nýjungar í opinberum innkaupum – eftir Júlíus S. Ólafsson, forstjóra Ríkiskaupa  Sveinn Ólafsson.  Júlíus S. Ólafsson.

x

UTBlaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.