UTBlaðið - 20.01.2006, Síða 38

UTBlaðið - 20.01.2006, Síða 38
38 | UTBLAÐIÐ Menningarstofnanir víða á landinu stuðla að því að nýta upplýsinga- tækni og Netið við að miðla menningararfinum á nýjan hátt. Eins og kunnugt er hefur Þjóð- minjasafn Íslands sett upp upplýs- ingaskjái til að gefa sýningargest- um tækifæri til að afla sér upplýs- inga og setja munina í samhengi við söguna. En margar smærri stofnanir hafa einnig verið að finna eigin leiðir við að miðla upplýsingum og auka aðgengi al- mennings að menningararfinum. Á undanförnum þremur árum hafa þrjátíu og fimm menningar- stofnanir og aðilar víðsvegar á landinu fengið styrki til að vinna að verkefnum sem lúta að því að nota upplýsingatækni og Netið til að auka aðgengi að þeim verð- mætum sem þau hafa að geyma. Í nóvember á síðasta ári opn- aði sögusetur Vestmannaeyja vef- inn Heimaslóð þar sem er að finna fróðleik um sögu, menningu og náttúru Eyja. Vefinn er að finna á slóðinni, www.heimaslod.is, en markmiðið með honum er að safna saman á einum stað öllum fróðleik sem til er um Vestmannaeyjar bæði á ís- lensku og erlendum tungumálum. Það sem er sérstaklega athyglis- vert við þetta verkefni er að öll- um sem búa yfir fróðleik og þekkingu á Vestmannaeyjum er boðið að taka þátt í að bæta við efni á vefinn og munu nemendur í Fjölbrautarskóla Vestmannaeyja leggja sitt lóð á vogarskálarnar. Margir kannast við Galdrasýn- ingu á Ströndum, sem er stór- skemmtilegt safn á Hólmavík við Steingrímsfjörð. En aðstandendur Strandagaldurs hafa líka byggt upp viðamikinn og fróðlegan vef, Viskubrunnur, sem er einstakur upplýsingabrunnur um galdra og galdraofsóknir á Íslandi. Vefinn er að finna á slóðinni www.galdra- syning.is, og er gott dæmi um hvernig Netið hefur verið notað til að víkka út starf safna og gera þekkingu sérfræðinga aðgengi- lega almenningi. Í Héraðsskjalasafni Skagafirð- inga er að finna ógrynni af lausa- vísum sem framtaksamir safnarar hafa varðveitt í gegnum árin. Hér- aðsskjalavörðurinn, Unnar Ingv- arsson, að hér var fróðlegt efni sem hefði erindi til áhugamanna. Hann leitaði eftir samstarfi við ís- lenskufræðinga og tölvufræðinga og þeir hafa byggt upp vef um lausavísur, Vísnavefinn, sem nýtir upplýsingatækni á hugmyndarík- an hátt til að gera efnið aðgengi- legt almenningi. Nú þegar hafa verið skráðar þúsundir lausavísna eftir á annað þúsund höfunda, ásamt fróðleik um höfunda og baksvið vísnanna. Vísnavefurinn er aðgengilegur á slóðinni http://skjalasafn.skagafjord- ur.is/lausavisur/visur.php. Verðmæti í fórum Ríkisútvarpsins Þegar talað er um menningararf sjá margir fyrir sér feyskna muni og gulnuð skjöl. En áhrif nútíma- tækni á samfélagið hafa opnað augu manna fyrir því að verðmæti leynast víðar. Gott dæmi um þetta er allt það mikla efni sem er að finna hjá Ríkisútvarpinu, á segul- böndum, hljómplötum, mynd- böndum og filmum. Þótt saga Ríkisútvarpsins sé ekki gömul er elsti hluti hljóðrita- og mynd- bandasafns þess í bráðri hættu og framundan er krefjandi verkefni við að koma efninu yfir á varan- legra form. Þá opnast ýmsir möguleikar við nýtingu og miðlun á efni sem hefur legið í dróma og utan seilingar. Meðal þess sem er verið að vinna að er samstarfsverkefni menningarstofnana og skóla um að gera stafræn afrit af menning- arefni hjá ýmsum menningarstofn- unum til notkunar í skólastarfi fyr- ir kennara og nemendur. Eftir því sem tölvur hafa orðið veigameiri þáttur í skólastarfi hefur þörfin aukist fyrir efni sem kennarar geta notað til að styðja við námsefni og sem nemendur geta nýtt í verkefnavinnu. Nú hillir undir að það verði auðveldara því seinna á árinu verður opnaður vefur þar sem kennarar og nemendur fá að- gang að nokkurs konar stafrænu hráefni sem þeir geta unnið með, frá mörgum helstu menningar- stofnunum landsins, þar með talið Ríkisútvarpinu. Ný sýn á menningararfinn? – eftir Gunnar Árnason, menntamálaráðuneyti  Kosninganótt á Ríkisútvarpinu þegar tölvur komu til sögu við að spá fyrir um úrslit. Það voru sannnarlega tímamót í upplýsingatækni! Margt spaklegt er til í segulbandasafni RÚV frá árum áður, meðal annars ummæli þeirra sem sigruðu og töpuðu í kosningum. Ráðgjafarstofa um fjármál heimil- anna opnaði í október 2005 fyrir svonefnt netspjall, tilraunaverk- efni sem miðar að því að auka aðgengi og þjónustu við almenn- ing um land allt. Ráðgjafarstofan sinnir einkum ráðgjöf til einstaklinga og fjöl- skyldna sem eiga í greiðsluerfið- leikum. Oft eru erfið fyrstu skrefin að leita sér aðstoðar. Því er net- spjallið frábær lausn til að brjóta ísinn og leita sér upplýsinga um þjónustu Ráðgjafarstofu og annað er varðar greiðsluerfiðleika. Þeir sem leita sér aðstoðar ná beinu sambandi við ráðgjafa í gegnum heimasíðu Ráðgjafarstofu. Netspjallið er góð viðbót við þjónustu Ráðgjafarstofunnar og hentar starfseminni vel. Með net- spjalli er unnt að komast í beint netsamband við starfsmenn Ráð- gjafarstofu á afgreiðslutíma stof- unnar, kl. 9.00-12.00 og 13.00- 15:00, alla virka daga. Auk net- spjallsins er símaráðgjöf á sama tíma og unnt er að senda fyrir- spurnir í tölvupósti á netfangið rad@rad.is. Þjónusta Ráðgjafar- stofu er óháð búsetu og er endur- gjaldslaus. Miklar vonir eru bundnar við þessa auknu þjónustu Ráðgjafar- stofunnar við einstaklinga og fjöl- skyldur á landsbyggðinni. Þjón- ustan er með þeim hætti að not- endur fara inn á heimasíðu Ráð- gjafarstofunnar, www.rad.is, eða inn á www.fjolskylda.is og fá beint samband við starfsmann stofunnar. Þetta eykur verulega möguleika þeirra sem eiga erfitt með að tala í síma, til dæmis heyrnalausra, til beinna samskipta við starfsmenn Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Elska, reiði, yndi, hryggð, eldinn, vatnið, daginn, nótt, byggðir, heiði, blíðu, styggð, bólið, kæti, heilsu, sótt. Höfundur: Árni Böðvarsson, Ökrum á Mýrum, fæddur að Staðarbakka í Helgafellssveit 1713, dáinn 1776. Nam í Hólaskóla og gerðist síðan bóndi að Ökrum. Árni hefur löngum verið talinn mesta rímnaskáld 18. aldar. Birt á vísnavef Héraðsskjalasafns Skagfirðingina: http://skjalasafn.skagafjord- ur.is/lausavisur/visur.php. Netspjall um fjármál heimilanna – eftir Ástu S. Helgadóttur, forstöðumann Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna  Fundur á fréttastofu Útvarps þegar Ríkisútvarpið var til húsa að Skúlagötu 4 í Reykjavík.

x

UTBlaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.