UTBlaðið - 20.01.2006, Blaðsíða 40
40 | UTBLAÐIÐ
Póst- og fjarskiptastofnun hefur
opnað nýjan vef um öryggi í
tölvu- og netmálum á slóðinni
www.netoryggi.is. Þar er að finna
aðgengilegar upplýsingar fyrir al-
menning og lengra komna um ör-
ugga notkun tölva, sérstaklega
þeirra sem eru nettengdar. Einnig
er þar að finna margs konar ann-
an fróðleik um net- og upplýs-
ingaöryggi, svo sem góð ráð um
val á lykilorði, um eldvarnarveggi
og þráðlaus net.
Samfara síaukinni netumferð
hefur margskonar ónæði og mis-
notkun gagna aukist, svo sem
tölvuveirur, ruslpóstur, hnýsibún-
aður (Spyware) og fleira. Nauð-
synlegt er að stemma stigu við
þessu með samstilltu átaki stjórn-
valda, fyrirtækja og almennings.
Mikilvægt er að almenningur og
fyrirtæki geti treyst því að við-
skipti á fjarskiptakerfum, t.d. á
Internetinu, séu trygg og örugg.
Alþingi hefur nú þegar samþykkt
fjarskiptaáætlun 2005-2010. Þar
kemur fram að öryggi Internetsins
verði aukið þannig að almenning-
ur geti á það treyst í viðskiptum
og daglegu lífi. Þar er nánar tekið
fram að leiðbeiningum verði
miðlað til neytenda, svo og
fræðsluefni um öryggismál, neyt-
endavernd, persónuvernd og sið-
ferðileg álitaefni sem tengjast sí-
vaxandi notkun upplýsinga- og
fjarskiptatækni. Ennfremur verður
stofnaður CERT-hópur (Computer
Emergency Response Team) til að
herða viðbrögð vegna óværu á
Internetinu. Þátttaka Íslendinga
verði aukin í erlendu samráði um
öryggismál og varnir efldar til að
net- og upplýsingakerfi virki
óhindrað. Sett verður fram að-
gerðaáætlun hvernig megi verjast
ruslpósti og henni framfylgt.
Samgönguráðherra hefur falið
Póst- og fjarskiptastofnun að ann-
ast framkvæmd þeirra verkefna
sem fram koma í fjarskiptaáætlun.
Stofnuninni er jafnframt gert að
gæta þess að fjarskiptafyrirtæki,
sem veita almenna fjarskiptaþjón-
ustu, geri viðeigandi ráðstafanir til
þess að tryggja öryggi þjónust-
unnar. Stofnuninni er heimilt með
hliðsjón af hagsmunum neytenda
að setja skilyrði um rekstraröryggi
neta, samhæfni mismunandi þjón-
ustu og viðmið um gæði og
rekstraröryggi þjónustuaðila.
Nýi vefurinn er skref til þess
að upplýsa almenning um þau
mál sem snúa að netnotkun og
veita góð ráð en afar mismunandi
er hversu vel netþjónustufyrir-
tækjum hefur tekist til í þessum
efnum. Þráðlaus netkerfi verða til
dæmis sífellt algengari en nokkuð
hefur borið á heimildarlausri
notkun þeirra af þriðja aðila. Á
www.netoryggi.is eru upplýsingar
og fyrirbyggjandi ráð, hvernig
tryggja megi betur öryggi á slík-
um netum, hvað æskilegt er að
gera þegar tölva er tengd við net-
ið í fyrsta sinn o.fl. Öryggismál
þurfa að vera í stöðugri mótun og
endurskoðun. Vefurinn mun taka
breytingum í samræmi, auk þess
sem bætt verður við efni eftir
þörfum. Stofnunin vonar að hann
verði gott innlegg í þessi mál.
Nýr öryggisvefur Póst- og fjarskiptastofnunar
– eftir Stefán Snorra Stefánsson á Póst- og fjarskiptastofnun
Stefán Snorri Stefánsson.
Dagur
rafrænna
reikninga
Icepro efnir til málfundar með
yfirskriftinni „XML-dagur raf-
rænna reikninga“í Húsi versl-
unarinnar, Kringlunni 7, 7.
hæð, á mánudaginn kemur, 23.
janúar, kl. 13:00-17:00. Fundur-
inn er í tilefni Upplýsinga-
tæknidagsins 24. janúar. Vænt-
anlegir gestir eru skráðir í síma
510 7100 eða hjá fundir@cham-
ber.is. Þátttökugjald er 5.500
krónur.
XML (eXtended Markup
Language) er skylt HTML
(HyperText Markup Language)
sem algengt að nota á Vefnum.
XML gerir tölvunotendum kleift
að skiptast á upplýsingum með
einföldum hætti.
Fundarboðendur segja í til-
kynningu að menn hafi tileink-
að sér XML-tæknina en lítið
hafi verið hugað að samskipta-
stöðlum. Nú séu frændur vorir
á Norðurlöndum hins vegar að
ná saman um sameiginlega
gerð rafrænna reikninga, sem
sparað geti fúlgur fjár.
Rafrænir reikningar verða
kynntir á málfundinum: Evr-
óputilskipun þar að lútandi,
staða mála annars staðar á
Norðurlöndum, stefna íslenskra
stjórnvalda varðandi rafræn
innkaup og tæknileg útfærsla
slíkra reikninga.
Bjarne Emig, verkefnisstjóri
DS (dönsku staðlasamtak-
anna), formaður Danpro og
prófessor í viðskiptaháskólan-
um í Kaupmannahöfn, verður
gestur fundarins. Hann á sæti í
UN/CEFACT og er þar formað-
ur sendinefndar Dana.
IceproRafræn stjórnsýsla hefur á
örfáum árum stuðlað að byltingu í
skattframkvæmd á Íslandi. Flest-
um framtölum er skilað rafrænt,
framtalsgerðin er auðveld og raf-
ræn þjónusta skattyfirvalda eykst
stöðugt. Upplýsingatækni hefur
verið hagnýtt á mörgum sviðum
og í flestum verkefnum skattyfir-
valda. Skattyfirvöld ætla að beita
henni enn frekar til að bæta þjón-
ustu, auðvelda samskipti við
skattkerfið og auka skilvirkni í
allri starfsemi. Þau setja sér að ná
þeim markmiðunum sem tilgreind
eru hér á eftir á næstu 3-5 árum.
Létt að gera rétt - forskráning
Upplýsingum, sem áður var ætlast
til að framteljendur skráðu á fram-
tölin, er nú safnað rafrænt frá við-
komandi upplýsingagjöfum og
þær forskráðar á framtölin. Þetta
er gert í góðri samvinnu við upp-
lýsingagjafana, fyrirtæki og stofn-
anir, sem sjá sér og viðskiptavin-
um sínum hag í að koma lög-
bundnum upplýsingum með ein-
földum og öruggum hætti inn á
skattframtöl. Um 70% allra fjár-
hagsupplýsinga eru nú forskráðar.
Upplýsingar vantar fyrst og fremst
frá bönkum sem hafa enn ekki
viljað veita þessa þjónustu. Fáist
þeir til þess verða yfir 90% fjár-
hæða forskráð á framtöl og raun-
hæft að hátt hlutfall framteljenda
þurfi ekki að gera annað en að
staðfesta framtöl sín. Svo dæmi sé
tekið þurfa 60% framteljenda í
Danmörku ekkert að eiga við
framtöl sín þar sem upplýsingar
berast frá bönkum jafnt sem öðr-
um. Til þess að draga nokkuð úr
skorti á bankaupplýsingum hefur
ríkisskattstjóri þróað lausn sem
gerir þeim, sem þess óska, mögu-
legt að senda skattayfirlit með at-
beina viðkomandi banka úr vef-
banka sínum til skattyfirvalda.
Markmið: Meirihluti framteljenda þurfi aðeins að
staðfesta framtal sitt.
Betri þjónusta, minni pappír
- rafræn skattskil
Yfir 90% framteljenda, fólks og
lögaðila, skila rafrænu framtali.
Stór hluti annarra skattskila, svo
sem virðisaukaskatts og stað-
greiðslu, er einnig rafrænn. Þessi
mikla þátttaka er vitnisburður um
hagkvæmni þessara kerfa fyrir
viðskiptavini skattsins. Góðan ár-
angur er að einhverju leyti unnt
að rekja til þess að áherslur í
skattkerfinu hafa breyst. Stóraukin
áhersla er lögð á að leiðbeina og
aðstoða við að telja rétt fram og
m.a. að tryggja að nýttur sé réttur
til frádráttar þar sem það á við.
Ásýnd skattyfirvalda gagnvart al-
menningi og fyrirtækjum hefur
batnað með aukinni þjónustu og
stuðlar það að bættum skattskil-
um. Rafræn skattskil hafa einnig
haft í för með sér umtalsverðan
sparnað, svo sem við dreifingu
framtalsgagna. Prentun og dreif-
ing framtala í pósti hefur dregist
saman um meira en helming á
fáum árum.
Markmið: Minna en 20% framteljenda fái pappírs-
gögn.
Aukin sjálfvirkni
- rafræn úrvinnsla
Stór þáttur í rafvæðingu skattskila
hefur verið að beita upplýsinga-
tækni við alla bakvinnslu. Hönn-
uð voru ný vinnslukerfi fyrir
álagningarvinnu, gervigreindarfor-
rit sjá um að villuprófa framtöl og
afgreiða þau til álagningar ef þau
standast skoðun. Meira en helm-
ingur allra framtala einstaklinga er
afgreiddur vélrænt en hinn helm-
ingurinn fer í meðferð starfs-
manna með ábendingum um
hvað athuga þurfi. Að öllu jöfnu
verður enginn pappír til í vinnslu-
ferlinu fyrr en skrifaður er út
álagningarseðill og jafnvel hann
er rafrænn líka í um 20% tilvika.
Markmið: 2/3 hlutar einstaklingsframtala fái sjálf-
virka afgreiðslu.
Gott aðgengi að upplýsingum og
þjónustu - þjónustusíður
Undanfarin ár hefur verið byggð
upp ýmis rafræn þjónusta sem
framteljendur geta notað sér. Er
aðgangi að henni komið fyrir á
sérstakri þjónustusíðu fyrir hvern
og einn skattborgara. Þar getur
hann fundið framtöl sín frá liðn-
um árum og álagningarseðla.
Hann getur endurgjaldslaust sent
staðfest rafræn afrit af þessum
gögnum til banka, stofnana, sveit-
arfélaga og annarra aðila sem þar
sem þeim þarf að framvísa. Hann
getur einnig komið kærum og
öðrum erindum á framfæri við
skattyfirvöld. Þá geta framteljend-
ur óskað eftir að þeim verði send
framtöl eða álagningarseðlar á
pappír. Á komandi árum verður
stefnt að því að laga þjónustusíðu
hvers og eins framteljanda að
þörfum hans.
Markmið: Sérhver skattborgari hafi aðgang að öll-
um skattagögnum sínum og geti átt öll samskipti
við skattyfirvöld á þjónustusíðu sinni. Að minnsta
kosti 50% framteljenda noti þjónustusíður sínar til
allra samskipta við skattyfirvöld.
Samstarf um rafræna stjórnsýslu
- aðgangsmiðlun
Ríkisskattstjóri á gott samstarf við
fjölda stofnana vegna framtals-
gerðar. Í gagnabönkum þessara
stofnana eru margvíslegar upplýs-
ingar sem varða almenning og
fyrirtæki og þessir aðilar vilja
gjarnan hafa aðgang að. Iðulega
er ekki hlaupið að því að veita
fólki aðgang að þessum upplýs-
ingum, þar sem tryggja þarf að
óviðkomandi komist ekki í þær.
Ríkisskattstjóri er í þeirri einstöku
stöðu að vera í rafrænu sambandi
við þorra landsmanna. Nú er því
unnið að því að nýta aðgangskerfi
ríkisskattstjóra og gagnabanka
nokkurra stofnana til aukinnar
þjónustu við almenning. Fyrsti af-
rakstur þessarar samvinnu hefur
þegar litið dagsins ljós á vegum
Umferðarstofu og ríkisskattstjóra.
Í gegnum þjónustusíðu sína hjá
RSK geta einstaklingar nú sótt ná-
kvæmar upplýsingar um ökutæki
sín, svokallaða ferilskrá, en áður
var aðeins hægt að fá slík yfirlit
hjá Umferðastofu gegn greiðslu.
Samstarfið byggist á því grund-
vallarsjónarmiði að fólk eigi rétt á
að fá að vita hvað er til um það
og hagsmuni þess í opinberum
skrám, án óþarfa hindrana og
kostnaðar. Með því að nýta að-
gangskerfi ríkisskattstjóra, sem
þegar er til staðar, geta samstarfs-
stofnanirnar veitt fjölþætta raf-
ræna þjónustu til handa þeim sem
fengið hafa auðkenningu ríkis-
skattstjóra. Þessi auðkenning, sem
og aðgengi upplýsinga annarra
stofnana, verður ísbrjótur fyrir raf-
ræna þjónustuveitu ríkisins.
Markmið: Framteljendur geti á þjónustusíðu sinni
fengið þær upplýsingar sem vistaðar eru um við-
komandi hjá að minnsta kosti 5 stofnunum sem
eru í samvinnu við ríkisskattstjóra.
Rafmagnað samband við skattkerfið
– eftir Braga Hauksson, deildarstjóra upplýsingatæknideildar Ríkisskattstjóra