UTBlaðið


UTBlaðið - 20.01.2006, Qupperneq 42

UTBlaðið - 20.01.2006, Qupperneq 42
42 | UTBLAÐIÐ Í stefnu ríkisstjórnarinnar um upp- lýsingasamfélagið, Auðlindir í allra þágu, kemur skýrt fram að mikilvægt sé að nýta upplýsinga- tækni til að ná til allra samfélags- hópa um allt land. Fjölmenningarsetrið er í sam- starfi við sveitarfélög á norðan- verðum Vestfjörðum og allar helstu stofnanir, fyrirtæki og fé- lagasamtök á svæðinu við að þróa leiðir til að veita innflytjendum heildstæðar upplýsingar um stöðu sína í samfélaginu og þá þjónustu sem er í boði. Verkefnið hefur verið styrkt af ráðuneytum dóms-, félags-, heilbrigðis- og mennta- mála. Það er afar mikilvægt að fólk viti hvaða þjónusta býðst í hverju sveitarfélagi og hvar þjónustu sé að finna ef hún ekki er til staðar. Starfsfólk í opinberri þjónustu á oft í vandræðum með að veita innflytjendum sömu þjónustu og öðrum landsmönnum, meðal ann- ars vegna tungumálaörðugleika. Megintilgangurinn er að þróa þjónustuvef sem gerir einstakling- um og fjölskyldum, er flytjast er- lendis frá, kleift að afla sér upp- lýsinga, helst fyrir komuna til landsins. Vinnan er hafin og má nefna sem dæmi að sýslumannsembætt- ið á Ísafirði hefur útbúið orðalista á þremur tungumálum sem teng- ist þjónustu og hlutverki embætt- isins. Annað dæmi er að nú er hægt að panta tíma á Vefnum hjá lækni á Heilbrigðisstofnun Ísa- fjarðarbæjar, bæði á íslensku og pólsku. Til að auðvelda samskiptin birtast upplýsingar á Vefnum alltaf á tveimur tungumálum, þ.e. íslensku og t.d. pólsku eða taí- lensku. Með þessu móti verður samhliða til hagnýtt námsefni ís- lenskunáms. Þessi nálgun er hvati til að læra tungumálið og eykur möguleika fólks til að bjarga sér sem mest sjálft. Til að sjálfsbjörgin verði möguleg þarf fólk að hafa aðgang að upplýsingum um ís- lenskt samfélag, gerð þess og uppbyggingu, réttindi sín og skyldur. Þýðing húsaleigusamn- ingsins á tvö tungumál er dæmi um samstarf sem hefur gefið góða raun og tryggir sameiginlegan skilning á réttindum og skyldum. Fjarðabyggð, Grundarfjarðarbær, Ísafjarðarbær og Fjölmenningar- setrið stóðu í sameiningu að því að gera húsaleigusamninginn að- gengilegan pólskumælandi fólki. Viðmót vefsins er í þróun en ætlunin er m.a.að kalla öll sveitar- félög landsins til samstarfs um að móta það enn frekar. Með verk- efninu skapast möguleikar til að þróa upplýsingatækni og í fram- tíðinni er gert ráð fyrir að fólk geti sett inn ákveðnar upplýsing- ar, svo sem aldur, búsetu, fjöl- skyldugerð, tekjur, þjóðerni, tungumál og kallað fram upplýs- ingar og fróðleik út frá eigin hög- um og aðstæðum. Í framhaldi ætti að verða hægt að prenta út bæk- ling, sniðinn að þörfum hvers og eins, sem veitir allar mikilvægustu upplýsingarnar um réttindi og skyldur og aðgengi að þjónustu. Fjölmenningarsetrið og fjölskyldu- vefur félagsmálaráðuneytisins hafa lagt drög að samstarfi til að nýta sem best þá þekkingu og þann upplýsingagrunn sem nú þegar er til staðar. Upplýsingarnar verða nýttar til að þróa nýja, þjón- ustuveitu ríkis- og sveitarfélaga fyrir almenning. Ísland hefur sérstöðu miðað við nágrannalöndin. Hátt hlutfall innflytjenda er búsett í dreifbýli og þörfin á því að þróa leiðir til þess að virkja þessa nýju þegna til þátttöku er bæði brýn og mikil- væg fyrir samfélagið í heild. Með verkefninu um miðlun upplýsinga í fjölmenningarsamfélagi er verið að nýta þau tækifæri sem felast í upplýsingatækninni til að stuðla að jafnrétti og efla lýðræði.  Frá Sonkran; nýárshátíð Taílendinga á Vestfjörðum. Miðlun upplýsinga í fjölmenningarsamfélagi – eftir Elsu Arnardóttur, framkvæmdastjóra Fjölmenningarseturs, verkefnis á vegum félagsmálaráðuneytis Notkun tölvu og Internets er afar útbreidd hér á landi. Þannig sýna mælingar Hagstofu Íslands að nærri níu af tíu heimilum hér á landi hafa tölvu og 84% heimila eru tengd Interneti, þar af eru þrjú af hverjum fjórum með hrað- virka tengingu. Nærri níu af hverj- um tíu Íslendingum á aldrinum 16-74 ára nota tölvu og Internet og er notkunin hvergi svo algeng í öðrum löndum Evrópu. En standa allir jöfnum fæti í upplýs- ingasamfélaginu? Hugtakið staf- ræn aðgreining (Digital Divide) tekur til þeirrar misskiptingar sem myndast milli hópa í samfélaginu eftir aðgengi þeirra að upplýs- ingatækni og þar með því ógrynni upplýsinga og tækifæra sem Inter- netið býr yfir. Ástæður þess að fólk hefur ekki aðgang að upplýs- ingatækni geta meðal annars ver- ið búseta, kostnaður við tæki og tengingu sem og vankunnátta til að nota tæknina1. Niðurstöður könnunar Hagstof- unnar í mars 2005 sýna að lítill munur er á aðgengi heimila að Interneti eftir búsetu hér á landi. Mun meiri munur er hins vegar ef heimilum er skipt eftir tekjum. Þá er ríflega helmingur tekjulægstu heimilanna með Internettengingu á móti 97% heimila sem hæstar höfðu tekjurnar. Í þessari sömu könnun kom í ljós að á helmingi þeirra heimila hér á landi, sem ekki eru nettengd, telst Internetið vera óæskilegt. Á fimmtungi heimila, sem ekki hafa Internettengingu, telst Internetið vera of flókið og á einu af hverjum tíu heimilum, sem ekki hafa Internettengingu, er kostnaður við tengingu eða tækjabúnað talinn vera of hár. Ástæða þess að íslensk heimili eru ekki nettengd virðist því helst vera sú að fólk vill ekki Internet inn á heimilið. Niðurstöður úr könnunum fjórtán Evrópulanda árið 2004 sýndu hins vegar að í þeim löndum setti fólk helst fyrir sig tækja- og tengikostnað og hversu flókinn miðillinn væri2. Kyn, aldur og menntun afgerandi þættir Rannsóknir hafa sýnt að kyn, ald- ur og menntun eru nokkuð afger- andi þættir þegar einstaklingar eru spurðir um notkun þeirra á upplýsingatækni og Interneti1. Að meðaltali var Internetnotkun nokkuð algengari meðal karla (55%) en kvenna (47%) í aðildar- löndum Evrópusambandsins árið 20053. Þessi kynbundni munur er hins vegar ekki til staðar hér á landi en árið 2005 notuðu 87% ís- lenskra karla og 85% íslenskra kvenna Internet. Það er líkt með Íslendingum og öðrum Evrópubúum að notk- un Internets er algengust meðal yngra fólks. Þannig notuðu meira en níu af hverjum tíu Íslendingum yngri en 55 ára Internet árið 2005. Internetnotendum á aldrinum 55- 74 ára fer þó ört fjölgandi. Árið 2003 notuðu 46% Íslendinga á þessum aldri Internet en tveimur árum síðar var hlutfallið komið í 59% sem er það hæsta í Evrópu meðal einstaklinga á þessum aldri. Það vekur einnig athygli hversu almenn Internetnotkun er meðal Íslendinga sem hafa að baki stystu skólagönguna. Reynd- ar er Internetnotkun algengust á meðal háskólamenntaðra eða 97% og á meðal einstaklinga með stúdentspróf eða iðnnám að baki er hún 87%. En í reynd er það svo að hvergi í Evrópu er notkun Internets jafn útbreidd meðal ein- staklinga með stystu skólagöng- una eins og hér á landi, en árið 2005 notuðu 79% Íslendinga í þessum hópi Internet á meðan hlutfallið var 29% að meðaltali í aðildarlöndum Evrópusambands- ins. Minni munur vegna aldurs og menntunar en í ESB Í ritinu Statistics in focus 38/2005, sem gefið er út af Eurostat, er at- hygli vakin á því að þrátt fyrir fjölgun netnotenda í Evrópu á síð- astliðnum árum hafi þeir hópar sem sterkastir voru fyrir styrkt enn frekar stöðu sína og því sé enn töluverður munur milli einstak- linga eftir aldri og menntun. Hvað Íslendinga varðar er notkunin hins vegar orðin það algeng með- al yngra fólks og fólks, með lengstu skólagönguna, að fjölgun nýrra netnotenda mælist nær ein- göngu í þeim hópum sem veik- astir voru fyrir. Notkun Internets hér á landi var ríflega tvisvar sinnum algeng- ari meðal einstaklinga í yngsta aldurshópnum heldur en þeim elsta árið 2005 en í Evrópusam- bandinu var tæplega sjö sinnum algengara að einstaklingar í yngsta aldurshópnum notuðu Internet heldur en þeir sem elstir voru. Það sama á við þegar Inter- netnotkun er skoðuð með tilliti til menntunar en árið 2005 munaði 18 prósentustigum á Internetnotk- un háskólamenntaðra einstaklinga og einstaklinga með stystu skóla- gönguna hér á landi en í Evrópu- sambandinu var munurinn 52 prósentustig (mynd 1). Stafræn aðgreining meðal einstaklinga með tilliti til aldurs og menntunar er því minni hér á landi heldur en í Evrópusambandinu. Heimildir: 1. Compaine, Benjamin M. (ritstj.) (2001). The Digital Divide. Facing a Crisis or Creating a Myth? The MIT Press: Cambridge. 2. Demunter, Christophe (2005). Statistics in focus 38/2005, útg. af Eurostat 12. október 2005. 3. Gagnabanki Eurostat: http://europa.eu.int/comm/eurostat, janú- ar 2006. 4. Hagstofa Íslands: www.hagstofa.is. Standa allir jöfnum fæti í upplýsingasamfélaginu? – eftir Guðfinnu Harðardóttur, sérfræðing á Hagstofu Íslands  Guðfinna Harðardóttir.

x

UTBlaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.