UTBlaðið - 20.01.2006, Page 44
44 | UTBLAÐIÐ
Hvernig ætli stjórnendum fyrir-
tækja liði ef þeir vissu að 90%
upplýsinga innan þeirra fyrirtækja
væri ekki stjórnað?
• Um 12 billjón tölvuskeyti eru
send daglega í Bandaríkjunum.
Frá 1999 hefur fjöldi þeirra þre-
faldast og þá er ruslpóstur
(Spam) undanskilin. (ECM
technology - what you need to
know 2 - Wall Street Journal,
26. ágúst 2004).
Hver starfsmaður í nútímafyrir-
tæki ver um það bil 2 klukkutím-
um á hverjum degi í að lesa,
skipuleggja og leita í tölvupóstin-
um sínum.
Í fyrirtækjum nútímans verður
til ógrynni gagna. Flest eru þau
stafræn og því geymd í tölvukerf-
um fyrirtækisins. Hér er um að
ræða innlesin föx, samningar,
tölvupóstur, markaðsefni, auglýs-
ingar, samskipti við hið opinbera,
talnalíkön, kynningarefni og vef-
síður. Þessi gögn hlaðast upp án
skilvirkrar stjórnunar.
• Hvar er nýjasta útgáfan af
markaðsefninu ?
• Hver skrifaði leiðbeiningarnar
með .... ?
• Var búið að eyða upplýsingun-
um sem ... ?
ECM eða Enterprise Content
Management, sem hægt væri að
kalla „víðtæka efnisstjórnun“ (hér
með er lýst eftir þjálara nafni!) er
safn samtengdra verkfæra sem
gera starfsmönnum og stjórnend-
um fyrirtækja kleift að stjórna
ómótuðum gögnum fyrirtækisins.
Mótuð gögn eru í dag vistuð og
þeim stjórnað í ERP (Enterprise
Resource Planning) kerfum. Í
sinni einföldustu mynd er hér um
að ræða bókhaldskerfi. Flest fyrir-
tæki eru með slík kerfi í einhverri
mynd og hafa náð tökum á rekstri
þeirra og stjórnun.
Ómótuð gögn eru hins vegar í
ýmsum kerfum eða jafnvel ekki í
neinu kerfi. Gögnin eru bara á
sameiginlega drifinu eða í verstu
tilfellunum á hörðum diski einka-
tölvunnar. Engin leið er að
samnýta efni á milli deilda, erfitt
að fylgjast með útgáfu skjala.
Hópvinna með gögn og upplýs-
ingar er erfið. Þekking starfs-
manna fyrirtækisins endurspeglast
ekki í tölvukerfum fyrirtækisins.
Þekkingastjórnun er erfið.
Upplýsingatækni í
þágu starfsfólks
ECM er nýtt skref í þróun upplýs-
ingatækninnar þar sem leitast er
við að sjá gögn og samstarf starfs-
manna í nýju ljósi, þar sem horft
er á upplýsingar og kerfi út frá
þörfum starfsmanna, fyrirtækja og
samfélagsins í stað þess að sjá
þau út frá þörfum tölvunnar. Lyk-
ilatriði í högun góðra ECM lausna
er að samtenging og samnýting
upplýsinga sé þjál. Að ECM kerfið
sé í raun eitt kerfi þó einstakir
hlutar þess virki sjálfstæðir.
Á undanförnum árum hefur
fjöldi laga og reglna um meðferð,
geymslu og eyðingu gagna marg-
faldast. Okkur er ekki sama hvar
og hvernig upplýsingar um borg-
arana eru geymdar. Það skiptir
okkur máli hvernig farið er með
upplýsingar og hvernig þær eru
notaðar. Í þessu umhverfi er
nauðsynlegt að geta haldið utan
um upplýsingar á öruggan hátt og
hægt sé að fylgjast með því og
sanna að upplýsingum hafi verið
eytt. Að ekki sé verið að geyma
óþarfa upplýsingar, að hægt sé að
ná í og finna réttu upplýsingarnar
á réttum tíma. Þetta er bæði
spurning um að uppfylla settar
reglur og ekki síður er þetta
spurning um að geta tekið réttar
ákvarðanir á réttum tíma út frá
réttum upplýsingum. Með réttri
innleiðingu á réttri tækni fyrir
hvert fyrirtæki er hægt að nálgast
þau markmið að hafa alltaf réttar
upplýsingar á réttum tíma, hvorki
minna né meira.
Víðtæk efnisstjórnun - ECM
– eftir Sverri Geirdal, framkvæmdastjóra ECM á Íslandi
Háskólasetur Vestfjarða var sett á
stofn þann 12. mars 2005 en
raunveruleg starfsemi hófst nú um
áramótin. Því er ætlað að efla
rannsóknir og þróun á Vestfjörð-
um og vera miðstöð háskólanáms
á Vestfjörðum. Til að byrja með
þjónar setrið fjarnemum og hefur
umsjón með fjarkennslu frá há-
skólum landsins en vonir standa
til þess að það muni þróast hratt,
sem rannsóknarsetur og ekki síst
að þar muni á endanum fara fram
staðbundin kennsla á háskólastigi.
Hver hefði haldið að fjarnám
yrði svona öflugt og kæmi til með
að bjóða upp á svo mikla mögu-
leika fyrir fólk í dreifðum byggð-
um landsins? Upplýsingatæknin
hefur gert það að verkum að nú
þarf fólk ekki lengur að flytjast frá
heimaslóðum sínum á lands-
byggðinni til að verða sér úti um
háskólamenntun. Að vísu eru
möguleikarnir enn takmarkaðir
þar sem enn er ekki boðið upp á
mikið úrval af námsleiðum á há-
skólastigi í fjarnámi. En kostunum
fjölgar ár frá ári og þegar horft er
til framtíðar eru möguleikarnir
óteljandi.
Háskólaárið 2005-2006 verður
fjarkennsla á Ísafirði í gegnum
fjarfundarbúnað frá Háskólanum
á Akureyri og Háskóla Íslands. Að
auki stunda háskólanemar á Vest-
fjörðum fjarnám við Kennarahá-
skóla Íslands, Háskólann í Reykja-
vík og Viðskiptaháskólann á Bif-
röst. Í þessum skólum fer námið
eingöngu fram á Netinu þar sem
nemendur sækja sína fyrirlestra
og verkefni heima í stofu þegar
þeim hentar, ásamt því að sækja
staðbundnar kennslulotur í skól-
ana sjálfa.
Sífellt fleiri nýta sér það að
geta menntað sig í gegnum Netið
og með auknu námsframboði
verður fjarnám raunhæfur kostur
til háskólanáms, ekki bara til að
verða sér úti um grunnháskóla-
gráðu heldur eykst einnig sífellt
framboð fjarnáms á meistarastigi.
155 nemendur á Vestfjörðum
stunduðu fjarnám á háskólastigi á
haustönn 2005. Hlutfallslega verð-
ur þetta að teljast mjög gott en
betur má ef duga skal. Samkvæmt
nýlegri skýrslu starfshóps mennta-
málaráðuneytisins, um opinberan
stuðning við skipulag og upp-
byggingu á aðstöðu til fjarnáms
utan höfuðborgarsvæðisins, er
menntunarstig á landsbyggðinni
lægra en á höfuðborgarsvæðinu
og hlutfall háskólamenntaðra
lægst Vestfjörðum, Suðurlandi,
Norðurlandi eystra og Austur-
landi. Ef við viljum efla atvinnulíf
og lífsgæði á Vestfjörðum verður
að minnka þetta bil. Það gerum
við í fyrsta lagi með því að fjölga
fólki með stúdentspróf og
Menntaskólinn á Ísafirði er einmitt
öflugur og metnaðarfullur skóli
þar sem nemendum fjölgar
stöðugt. Í öðru lagi verðum við
að halda áfram að auka framboð
fjarnáms við háskóla landsins og
við verðum að efla þjónustu við
fjarnemendur.
Auka ber framboð
háskólafjarnáms
Háskólasetur Vestfjarða ætlar að
byggja upp öflugt háskólasamfé-
lag með fjarnámi, rannsóknum og
síðast en ekki síst staðbundnu há-
skólanámi í einhverri mynd.
Framboð á fjarnámi á háskólastigi
á að vera tryggt frá ári til árs
þannig að um sé að ræða raun-
verulegan, fjölbreyttan og örugg-
an kost þegar háskólanám er val-
ið. Þar er hægt að hugsa sér ýms-
ar aðferðir:
• „Staðbundið fjarnám“ þar sem
hluti af námsefninu er kenndur
á staðnum í gegnum fjarfundar-
búnað til annarra staða á land-
inu,
• „Fjarnámsstutt staðnám“ þar
sem kennsla er blanda stað-
bundinnar kennslu og fjar-
kennslu (að einhverju leyti
hliðstæð uppbygging og í
Kennaraháskóla Íslands, Há-
skólanum í Reykjavík og Við-
skiptaháskólanum á Bifröst).
• „Klæðskerasaumað fjarnám“
sem sett er saman fyrir nem-
anda á því áhugasviði hans. Þar
mætti velja námskeið af ýmsum
námsbrautum og jafnvel frá
fleirum en einum háskóla.
Netið gerir landsbyggðarfólki
kleift að sækja háskólanám úr
heimabyggð. Háskólanám í
heimabyggð er gífurlega mikil-
vægur kostur og uppbygging fjar-
náms á háskólastigi hlýtur að
þurfa að vera hluti af stefnu ríkis-
stjórnar í byggðamálum.
Um Háskólasetur Vestfjarða
og fjarnám á háskólastigi
– eftir Mörthu Lilju Marthensd. Olsen, þjónustu- og kennslustjóra Háskólaseturs Vestfjarða
Aðsetur Háskólaseturs Vestfjarða.