UTBlaðið - 20.01.2006, Page 46
Viðskiptavinir Og Vodafone geta
notfært símtæki sín til fleiri hluta
en áður svo sem til þess að sækja
myndskeið, tölvuleiki, hringitóna,
fréttir, upplýsingar og ýmiss kon-
ar afþreyingu. Þá eru ýmsar útgáf-
ur farsíma sem gera notendum
mögulegt að fá tölvupóstinn beint
í símtækið.
Meðal spennandi nýjunga sem
eru nú þegar í boði má þar nefna
efnisveituna Vodafone live! Árni
Pétur Jónsson, forstjóri Og Voda-
fone, segir að hún tryggi við-
skiptavinum fyrirtækisins nýjan af-
þreyingarheim í GSM símann
óháð stað og stund:
„Vodafone live! er aðgengilegt
með sérstökum Vodafone live!
símtækjum og því virkar þjónust-
an ekki í hvaða GSM síma sem er.
Þjónustan er hins vegar uppsett í
öllum Vodafone live! símtækjum.
Þess vegna þurfa notendur ein-
ungis að smella á einn hnapp á
símtækinu til þess að komast inn í
síbreytilegan efnisheim.“
Vodafone live! er afurð Voda-
fone Group Plc sem er stærsta
farsímafyrirtæki heims og leiðandi
í framsetningu aðgengilegrar og
spennandi afþreyingu og upplýs-
inga fyrir farsíma. Og Vodafone
hefur aðlagað Vodafone live! að
íslenskum aðstæðum sem gerir
viðskiptavinum mögulegt að upp-
lifa spennandi og áður óþekkta
afþreyingarmöguleika í farsíma.
Samningur við leiðandi
íslenska efnisveitu
„Einn meginkostur Vodafone live!
er ríkulegt efni sem þar er að
finna, svo sem frá fjölmiðlafyrir-
tækinu 365, sem rekur meðal
annars visir.is, Fréttablaðið, NFS-
fréttastöðina og Sýn. Ennfremur
má nefna efni frá D3, sem er leið-
andi efnisveita hér á landi fyrir
stafræna miðla. D3 dreifir og selur
tónlist, myndefni, tölvuleiki og
hringitóna í gegnum Netið, ljós-
leiðara, farsíma og gagnvirkt sjón-
varp,“ segir Árni Pétur. Samningur
Og Vodafone við D3 er einstakur
að því leyti að efnisveitan ýr yfir
miklum fjölda íslenskra hringtóna
fyrir farsíma og er í raun með yfir-
burðastöðu á markaði hér á landi.
Þá hefur Og Vodafone gert samn-
ing við arvato mobile, sem er al-
þjóðlegt fyrirtæki á sviði afþrey-
ingar, um dreifingu á afþreyingar-
efni í Vodafone live! fyrir notend-
ur hér á landi. Arvato mobile er
afþreyingarfyrirtæki fyrir farsíma
og fleiri miðla. Það er dótturfyrir-
tæki arvato Bertelsmann AG og
þróar lausnir fyrir fjarskiptafyrir-
tæki, fjölmiðla og netgáttir.
„Það má því segja að fjar-
skipta- og fjölmiðlamarkaður sé
að færast inn á ný svið en við hjá
Og Vodafone spáum frekari sam-
runa miðla þar sem hver og einn
getur valið það efni sem hann
kýs, hvort sem það er í gegnum
farsíma, tölvu eða sjónvarp,“ segir
Árni Pétur.
Tölvupóstur óháð stað og stund
Farsíminn varð sú bylting að fólk
þurfti ekki lengur að sitja við sím-
tækið til að geta notað það og nú
er komið að tölvupóstinum. Fólk
þarf ekki lengur að sitja við tölvu
til að taka á móti og senda gögn,
þess í stað er nú hægt að fá upp-
lýsingarnar í GSM síma. „Þessi
nýja og þægilega lausn gefur
fólki, sem notar tölvupóst í mikl-
um mæli, aukið frelsi og hagræði
til að nýta tímann betur og verja
deginum eftir því sem því hentar.“
Árni Pétur segir að Vodafone
BlackBerry sé meðal þeirra nýju
lausna sem gera fólki kleift að
sækja tölvupóstinn óháð stað og
stund. Vodafone BlackBerry er án
vafa fremsta þráðlausa samskipta-
tækið í dag en það gerir notend-
um mögulegt að vera í stöðugum
tengslum við viðskiptavini og
samstarfsmenn. „BlackBerry er
GSM sími sem veitir notendum
einnig aðgang að dagbók,
tengiliðalista og Vefnum, án þess
að þeir þurfi að bíða eftir póstin-
um. BlackBerry hefur vakið mikla
athygli hjá notendum Og Vodafo-
ne enda býr tækið yfir áður
óþekktum möguleikum. Það eyk-
ur skilvirkni og sparar tíma eins
rannsóknir hafa sýnt.“
BlackBerry tækni í Nokia farsíma
Kanadíska fyrirtækið RIM Rese-
arch in Motion, framleiðandi
BlackBerry tækjanna og -tækninn-
ar, hefur unnið ötullega að því að
fjölga notendum, meðal annars
með BlackBerry Connect, sem
gefur öðrum farsímanotendum
möguleika á því að notfæra sér
kosti BlackBerry. „Með Black-
Berry Connect, sem verður tekið í
notkun hjá Og Vodafone á næst-
unni, verður hægt að nota þá
möguleika sem eru til staðar í
BlackBerry í fjölda annarra tækja,
svo sem í Nokia símtækjum. Nú
þegar eru um fjórar milljónir sem
nota BlackBerry en gera má ráð
fyrir að þeim fjölgi ört til viðbótar
þegar BlackBerry Connect nær
flugi.“Árni Pétur segir að Vodafo-
ne leggi mesta áherslu á að gera
nýja tækni ætíð þannig úr garði
að hún sé aðgengileg og einföld í
notkun. „Það þarf enga sérhæfða
tækniþekkingu til að nýta sér þær
lausnir sem Vodafone býður.
Hvort sem um er að ræða Voda-
fone live!, BlackBerry eða aðrar
nýjungar er starfsfólk Og Vodafo-
ne þjálfað til að veita ráðgjöf og
aðstoða viðskiptavini svo að þeir
geti valið það sem þeim hentar.
46 | UTBLAÐIÐ
Fjölmiðlar og fjarskipti
renna saman
Árni Pétur Jónsson.
Nordica hótel hefur frá opnun, í
apríl 2003, verið leiðandi í ráð-
stefnulausnum á Íslandi. Það er
hannað með þarfir ráðstefnugesta
í huga og allur aðbúnaður er
fyrsta flokks. Búið er að endur-
nýja öll herbergi og ekkert í hús-
inu minnir forverann á sama stað,
Hótel Esju. Stærsti fundarsalur
Nordica tekur 650 manns í sæti
og þar eru meðal annars fjórir
stórir skjávarpar.
„Við erum með einn öflugasta
skjávarpa landsins hjá okkur, sér-
smíðaðan breiðtjaldsvarpa af
SANYO gerð“ segir Stefán V. Stef-
ánsson, tæknimaður á Nordica.
Hann er einn 15 starfsmanna ráð-
stefnudeildar hótelsins. Að sögn
Brynhildar Guðmundsdóttur ráð-
stefnustjóra er deildin skipuð
starfsfólki sem fer reglulega á
námskeið og fylgist vel með því
hvað er að gerast í ráðstefnumál-
um erlendis enda keppi hótelið
fyrst og fremst við erlend ráð-
stefnuhótel.
Á Nordica Hotel er þráðlaust
net í öllum ráðstefnusölum, gesta-
móttöku og á bar hótelsins.
„Hér notum við Netið mjög
mikið til að ná okkur í upplýsing-
ar af öllu tagi,“ segir Stefán V.
Stefánsson.
Fullkomnasta ráðstefnuhótel landsins