Morgunblaðið - 20.03.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2015
VIÐTAL
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
„Ég held að viðurkenning Íslendinga
og nú Svía á Palestínuríki hafi slæm
áhrif þótt hún sé kannski vel meint,“
segir nýr sendiherra Ísraels á Ís-
landi, Raphael Schutz. „En leiðin til
heljar er vörðuð góðum ásetningi.
Menn verða að spyrja sig hvort þessi
viðurkenning færi Palestínumenn
nær því marki að fá sitt eigið ríki og
jafnframt hvort þetta ýti undir frið.
Sjálfur vildi ég gjarnan að samið
yrði um frið og palestínskt ríki yrði að
veruleika. Og eina leiðin til að koma á
traustum friði er að hann náist í
samningum við Ísrael. Þegar önnur
ríki viðurkenna Palestínuríki eru þau
að viðurkenna ríki sem er ekki til og
þau beinlínis torvelda frið. Þau eru að
skapa þá ímyndun meðal Palestínu-
manna að þeir geti fengið eigið ríki án
þess að semja við Ísrael og án þess að
viðurkenna Ísrael sem ríki gyðinga.“
Hryðjuverkamenn hafa hótað gyð-
ingum í Evrópulöndum, þeir sæta
vaxandi ofsóknum í mörgum löndum
og nokkrir hafa verið myrtir. Er
gamall draugur aftur kominn á kreik?
„Á vissan hátt hefur hann aldrei
horfið, hann hefur þó stundum verið
eins og sofandi. Því miður en hann
enn til. Liðsmenn hans eru kannski
dálítið breyttir, áherslurnar aðrar.
Hugtakið gyðingahatur, anti-
semítismi, er tiltölulega nýtt en gyð-
ingar hafa verið ofsóttir miklu lengur.
Upphaflega vegna trúarinnar, seinna
vegna þess að gyðingar voru allir
sagðir hafa sömu ógeðfelldu eigin-
leikana og loks urðu þeir skotspænir
vegna þjóðernisuppruna síns. Eftir
Helförina varð hefðbundið gyðinga-
hatur mjög sjaldgæft en það merkir
þó ekki að það hafi horfið. Rótgróin
viðhorf af þessu tagi eru enn fyrir
hendi.
Ofstæki og evrópskir íslamistar
Sjálfur held ég að ofstækisfyllsta
gyðingahatrið í Evrópu sé núna rækt-
að af „nýju Evrópumönnunum“, rót-
tækum íslamistum í álfunni. En þetta
er snúið mál, einnig er til gyðinga-
hatur sem er dulbúið sem andúð á
Ísrael eða síonisma. Menn ættu að
spyrja sig hvað valdi því að gagnrýni
á stefnu og gerðir stjórnvalda í Ísrael,
sem getur vel verið eðlileg og rök-
studd, umbreytist oft í hatursáróður
og lýsingar á Ísrael sem uppsprettu
alls ills í Miðausturlöndum, jafnvel
heiminum.
Hvatt er til að hundsa Ísrael, hætta
öllum viðskiptum við landið og svo
framvegis. Þarna er um að ræða
meira en lítinn skammt af gyðinga-
hatri sem er tjáð eins og andúð á Ísr-
ael.
Í gamla daga var fullyrt að gyð-
ingar eitruðu brunna í Evrópu; nú er
sagt að Ísraelar steli neysluvatni frá
Palestínumönnum og valdi þannig
heilbrigðisvanda hjá þeim. Áður var
fullyrt að gyðingar myrtu börn krist-
inna og notuðu blóðið í páskabrauðið;
nú er gefið í skyn að Ísraelar drepi af
ásettu ráði börn Palestínumanna í
loftárásum.
Mér finnst augljóst að þessi sígildu
þemu gamla gyðingahatursins eru
endurnýtt þegar fjallað er um Ísraela
og Palestínumenn. Gagnrýnin á okk-
ur getur verið fullkomlega lögmæt en
þessar ásakanir sem ég nefndi eru
það alls ekki. Þetta eru einfaldlega
gróf ósannindi, gamla hatrið í nýjum
klæðum.“
Hamas vitnar í Spámanninn
Schutz segir að Hamas á Gaza, sem
staðfastlega neitar að viðurkenna til-
verurétt Ísraels, hiki ekki við að nota
gyðingahatur í áróðri sínum. Þannig
sé í stefnuskrá samtakanna bein til-
vitnun í orð Múhameðs (reyndar um-
deilt hvort rétt er eftir haft) þar sem
segir að menn verði að drepa gyð-
inga. Sendiherrann segist ekki hafa
neitt á móti íslamstrú en grannþjóðir
Ísraela verði eins og annað fólk að
átta sig á muninum, annars vegar
andúð á stefnu Ísraels og hins vegar
hreinræktuðu gyðingahatri.
– Deila Ísraela og Palestínumanna
fer ekki eingöngu fram með vígtólum
heldur áróðri. Margir Íslendingar líta
ekki á Ísrael sem Davíð í baráttu við
risann Golíat, arabaríkin, heldur séu
Ísraelar nú sjálfir í stöðu Golíats. Þeir
eigi svo miklu fleiri og skæðari vopn
og traðki á Palestínumönnum. Ísrael
er að tapa áróðurstríðinu, segja
margir. Ertu sammála?
„Algerlega. Og ég er sammála því
að Ísraelar eru hernaðarlega miklu
sterkari en Palestínumenn. En fólk
verður að horfa á veruleikann, að-
stæður í Miðausturlöndum og stöðu
Ísraela þar. Hvað myndi gerast ef
Ísraelar drægju úr vígbúnaði sínum?
Svarið er augljóst: ríkinu yrði eytt.
Grannríki okkar eru ekki Noregur,
Svíþjóð og Danmörk, grannar okkar
eru ISIS [Ríki íslams], Hizbollah, Ír-
an og Hamas. Þessir grannar leita
stöðugt að vísbendingu um veikleika
hjá okkur, þeir vilja drepa okkur öll
og segja það opinskátt.
Samfélag Palestínumanna er klofið
í tvennt. Annars vegar er Fatah, fólk
sem er tiltölulega hófsamt og vill
íhuga friðsamlega sambúð við Ísrael,
hinn hlutinn, Hamas, vill ekki neina
samninga. Palestínumenn verða að
gera upp við sig hvora leiðina þeir
Hatrið læðist um í dularklæðum
Nýr sendiherra Ísraels ómyrkur í máli um þá sem líkja árásum á Gaza við Helförina
Segir að viðurkenning Íslands á Palestínuríki sé kannski vel meint en tefji fyrir lausn
Morgunblaðið/Eggert
Deilan endalausa Raphael Schutz, sendiherra Ísraels: „Menn ættu að spyrja sig hvað valdi því að gagnrýni á stefnu
og gerðir stjórnvalda í Ísrael, sem getur vel verið eðlileg og rökstudd, umbreytist oft í hatursáróður og lýsingar á
Ísrael sem uppsprettu alls ills í Miðausturlöndum.“
vilji fara. En herveldi okkar snýst
ekki um baráttu við Palestínumenn,
það er mjög einfeldningslegt og yfir-
borðskennt að lýsa stöðu mála í Mið-
austurlöndum þannig. Við erum lítill
minnihlutahópur, gyðingar og búum
á svæði sem byggt er margfalt fleira
fólki. Umtalsverður hluti þessara
þjóða vill ekki að við fáum að lifa á
svæðinu. Og ég minni á að fleiri
minnihlutahópar eru í hættu.
Kristnir, drúsar, baha’ai-fólk, líka
Kúrdar, Jasídar og önnur þjóðarbrot,
allt er þetta fólk nú ofsótt.“
Sjónvarpsmyndir og
ímynd Ísraels
Hann segir ljóst að sjónvarps-
myndir og frásagnir af mannfalli í
röðum óbreyttra borgara á Gaza
valdi andúð á Ísraelum. Almenningur
á Vesturlöndum sjái hryllinginn, viti
kannski af eldflaugaárásum Hamas á
Ísrael en finnist lítið til um að Ísr-
aelsher reyni eftir mætti að hlífa
óbreyttum borgurum. Áróður
Hamas um að börnin séu drepin af
ásettu ráði nái eyrum furðu margra.
Tilfinningar ráði en stundum
tilfinningasemi, gervisamúð, lituð
hlutdrægni og annarlegum sjónar-
miðum.
„Fólk deyr í loftárásum sem er
hræðilegt. En hver er bakgrunnur
átakanna? Miklu fleiri óbreyttir
borgarar féllu í loftásrásum í Þýska-
landi Hitlers en í Bretlandi; var mál-
staður Þjóðverja þess vegna betri en
Breta í stríðinu?
Könnun sem var gerð fyrir nokkr-
um árum í Noregi sýndi að 38% fólks
álitu að meðferð Ísraela á Palestínu-
mönnum væri sambærileg við
þjóðarmorð nasista á gyðingum.
Þetta er auðvitað fáránlegt, þetta er
alls ekki sambærilegt. En oft er það í
þágu hagsmunaafla að ala á svona
áróðri, sverta Ísrael og koma sér
þannig í mjúkinn hjá öðrum. Það get-
ur jafnvel þýtt ábatasöm viðskipti við
rík arabaríki.
Síðustu árin hafa brot á mannrétt-
indum Palestínumanna verið notuð
með makalaust ósvífnum hætti til að
ráðast á Ísrael. Human Rights
Watch, [Mannréttindavaktin], sem
nýtur mikillar virðingar, gerði
skýrslu sem var mjög óvinveitt Ísrael
og hvar heldurðu að samtökin hafi
fengið styrk til þess? Hjá Sádi-
Aröbum! Fólk getur reynt að bera
saman mannréttindi í Ísrael og Sádi-
Arabíu,“ segir Raphael Schutz,
sendiherra Ísraels á Íslandi.
Hvern ætlar þú að gleðja í dag?
Karl Ágúst Úlfsson tekur
sjálfan sig til kostanna
í skemmtilegum þætti
sem gerir upp vikuna á
líflegan hátt.
HELGIN
við miðlum af reynslu
www.hringbraut.is