Morgunblaðið - 20.03.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.03.2015, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2015 þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú fyllist andúð í garð einhvers og finnst að gerðar séu meiri kröfur til þín en annarra. Að hitta nýtt fólk laðar það besta fram í þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú getur átt von á skyndilegum deil- um í dag. Skoðaðu málin frá fleiri en einni hlið því verkin tala sínu máli. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Sláðu á þær raddir innan fjölskyld- unnar sem segja þig yfirdrifinn og óútreikn- anlegan. Hvíldu þig og endurnærðu líkama og sál. Sennilega langar þig til að kaupa eitthvað. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert eitthvað líflaus þessa dagana og þarft að leggja af mörkum til að koma þér í gang. Taktu áhættu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Velkomin/n á fætur á degi mótsagn- anna. Aukin bjartsýni gerir árið svo enn betra. Einhver vandræðagangur er á sam- skiptum þínum við aðra. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarft ekki að hafa neitt sam- viskubit yfir því þótt þú viljir ekki segja vin- um og vandamönnum allt sem þér liggur á hjarta. Vinna þín er þúsund sinnum betri núna en þegar þú byrjaðir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú verslar mikið þessa dagana og stendur í alls kyns braski. Bæld sjálfstjáning kveikir eld sköpunarinnar innra með þér. Sýndu fjölskyldu þinni þolinmæði. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft að snúa þér að þeim verkefnum sem þú hefur látið dragast. Með því að gaumgæfa það tekur þú jafnframt af- stöðu til lífsskoðana þinna. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur ekkert velt peningamál- unum fyrir þér í langan tíma og eitt og ann- að hefur þar farið úrskeiðis. Byrjaðu á heim- ilinu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Vertu viss um að þær miklu væntingar sem þú gerir til ástarinnar séu góðar fyrir þá sem þú elskar en ekki bara þig. Einbeittu þér að pípulögnum, úrgangi og geymslusvæðum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ekki láta aðra þagga niður í þér þegar þú vilt tjá tilfinningar þínar í orðum. Haltu þínu striki og þá mun allt fara vel. 19. feb. - 20. mars Fiskar Að þurfa að hafa rétt fyrir sér er hættulegt í versta falli og leiðigjarnt í því versta. Farðu varlega í að samþykkja nokk- uð. Þessi limruleikur byrjaði laustfyrir klukkan átta á þriðju- dagskvöld, þegar Sigrún Haralds- dóttir skrifaði í Leirinn: Oft var hann Alfreður rásandi og einhverju úr nösinni blásandi en sæi hann Binnu þá svarthærðu kvinnu þá varð hann fljótt móður og másandi. Ekki leið á löngu áður en Friðrik Steingrímsson lét til sín heyra: Á söngmótum sætir hann lagi, og syngur þó hald’ann vart lagi. Fattur sig reigir og rogginn sig teygir, hann er bara alls ekk’í lagi. Og upp úr tíu getur Sigrún þess að Sólimann hafi víst verið á þess- ari samkomu: Á tónleikum Sólimann Svásan, söng bæði og æpti sig hásan, en Einhildur Jó, að honum hló, óhræsis leiðinda pjásan. Næsta morgun bættist Sigurlín Hermannsdóttir í hópinn og sagði: „Og gott ef Áslákur var ekki þarna líka.“ Lási var lastanna gripur og lostugur á honum svipur. Á fýsnanna svelli hann féll oft með skelli því syndin er lævís og lipur. Og upp úr hádeginu var röðin enn komin að Friðriki: Og Jóhann sem jafnan er hljóður hann jóðlaði þar eins og óður. En miðað við hann þann hávaða mann, ja, þá er nú Guðmundur góður. Undir klukkan þrjú kom Sigrún með athugasemd: „þetta voru nú meiri tónleikarnir“: Sívert var sérlegur bassi og sá var nú alls enginn trassi, hann söngsins var þjónn og hans sætasti tónn kom úr hans kúnstuga rassi. Undir kvöldmat heyrðist í Frið- riki norðan úr Mývatnssveit: Svo var það tenórinn Tommi tútinn af ofdrykkju á rommi, með öskur svo skræk, sem ískur í „mæk“. Hann er víst hommi og kommi. Klukkustund síðar sagði Sigrún: Þarna var það söngkonan Salka, sem bjó með Tómasi alka, á Tekíla dreypti og tönnurnar gleypti, tileygð og farin að kalka. Áfram hélt limruleikurinn og verður því lýst í Vísnahorni á mánudag. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Limra kviknar af limru Í klípu „ÞETTA VAR ÖRLÍTIL SNYRTING. AFGANGURINN VAR BARA DÓMÍNÓ- ÁHRIFIN.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ ÞÚ HEFÐIR GRÓÐURSETT ÞAÐ OF NÁLÆGT HÚSINU.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera með stjörnur í augunum... á þína eigin ábyrgð! HVAÐ ER KLUKKAN? HVAÐ SEGIRÐU UM SMÁ HAMARS- HÚMOR? ÞETTA VAR SMÁ KLUKKU-HÚMOR FYRIRGEFÐU, ÉG ER EKKI MEÐ ARMBANDSÚR Á MÉR. NÚ ER NÓG KOMIÐ, AÐKOMUMAÐUR!! AF HVERJU VERÐ ÉG ALLTAF HRÆDDUR ÞEGAR ÉG TALA VIÐ FRANSMENN? MÉR ÞÆTTI ÞAÐ BETRA EF ÞÚ MYNDIR SLEPPA ÞVÍ, GAMLI VIN... ÉG ÆTLA AÐ LEMJA ÞIG, SKERA ÞIG, SPARKA Í ÞIG OG KASTA ÞÉR Í ÁNA!! Víkverji heyrir ýmsar kenningarum ólíkustu mál, eins og gengur, og ein sú besta sem hann hefur heyrt að undanförnu fjallar um hvers vegna borgarstjóri hefur eins mikinn áhuga á því að fá mosku í borgina og raun ber vitni. x x x Varla hefur farið framhjá nokkr-um manni að borgarstjóri vinn- ur markvisst að því að útrýma bílum úr Reykjavíkurborg. Í þeim tilgangi hefur hann látið setja púða á götur um alla borg, fækkað akreinum og sett upp fuglahús í staðinn, þrengt götur og látið koma fyrir hjólastíg- um, þar sem bílum var áður ekið eða þeim lagt. Hann hefur hætt að þrífa göturnar, væntanlega til þess að svifrykið fái þrifist, ekki látið gera við þær og tekið fyrir nýfram- kvæmdir. Þar sem veitt hefur verið leyfi fyrir því að reisa fjölbýli og hót- el hefur fylgt sú kvöð að bílastæði verði helst ekki á viðkomandi lóðum auk þess sem bílastæðum hefur markvisst verið fækkað. x x x Þrátt fyrir hetjulega framgönguborgarstjóra á móti bílum í borginni hefur bílasala tekið kipp og er gert ráð fyrir því að hún aukist um 15% á líðandi ári. Sala á fólks- bílum var 25% meiri í janúar en á sama tíma í fyrra og salan var 69% meiri en hún var í desember. Það stefnir í óefni og hver heilvita maður sér að ef fram heldur sem horfir verða bílar á öllum götum borg-arinnar áður en langt um líður. En borgarstjóri á ráð undir rifi hverju. Og þá kemur að kenningunni góðu. x x x Þar sem aðeins ein leið er inn íborgina er tilvalið að setja þar upp mosku og með því að fá fjár- magn frá Sádi-Arabíu til þess að standa undir kostnaði er áréttað hvaða reglur gilda í umferðinni. Að sjálfsögðu þær reglur sem gilda í Saudi-Arabíu, þar sem konum er bannað að sitja undir stýri. Með einu pennastriki getur borgarstjóri því fækkað ökumönnum, og þar með bíl- um, um 50% í borginni. víkverji@mbl.is Víkverji En mín gæði eru það að vera nálægt Guði, ég gerði Drottin að athvarfi mínu og segi frá öllum verkum þín- um. (Sálmarnir 73:28)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.