Morgunblaðið - 20.03.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.03.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sjálfsagt eru einhverjar vikur í að knattspyrnumenn fari að keppa á grænum grasvöllum og þangað til kemur gervigrasið í góðar þarfir. Fyrstu útileikirnir minna þó á að vorið er vonandi innan seilingar, en í dag er jafn- dægur á vori. Strákarnir í Val og Fjölni drógu hvergi af sér á Hllíðarenda í gær og fóru lipurlega með boltann. Liprir boltakappar á Hlíðarenda Morgunblaðið/Kristinn Æskan tekur á sprett í góðviðrinu Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Það er nokkuð ljóst að það er bæði mjög góð þátttaka og skýr vilji sem kemur þarna fram. Þessu verður þannig háttað að það verði tekið eftir þessu,“ segir Páll Halldórsson, formaður Banda- lags háskóla- manna, en sautján aðildar- félög BHM með lausa kjarasamn- inga samþykktu að boða til verk- falla eftir páska með afgerandi hætti í atkvæða- greiðslu sem lauk í gær. „Þetta mun ganga yfir á mismun- andi stöðum og á mismunandi tímum og fyrstu verkföllin byrja 7. apríl. Sum eru tímabundin, önnur ekki,“ segir hann. Heildarþátttaka í atkvæðagreiðsl- unum var um 80% og samþykktu flest félögin aðgerðir með í kringum 90% atkvæða samkvæmt frétta- tilkynningu frá BHM. Verkföllin munu taka til fimm ríkisstofnana og hefjast 7. og 20. apríl. Auk þess munu allir félagsmenn BHM hjá ríkinu fara í hálfs dags verkfall hinn 9. apríl. Funda á þriðjudag með ríkinu „Ég tel að þessi úrslit segi okkur einfaldlega að félagsmenn standa á bak við okkar kröfur; að menntun sé metin til launa. Þetta undirstrikar vinnu okkar við samningaborðið og ég vonast til þess að þetta hjálpi okk- ur að komast að niðurstöðu án þess að til átaka komi,“ segir Páll. „Þetta eru fyrst og fremst þau fé- lög sem voru með lausa samninga. Í BHM eru líka einstök félög sem eru ekki með neina ríkisstarfsmenn. Ég legg þó megináherslu á það að þetta séu öll félögin því þau taka öll þátt í því að greiða kostnað við verkfallið,“ segir hann og bætir við að fundur með ríkinu sé fyrirhugaður á þriðju- daginn kemur. Meðal þeirra sem hefja verkföll hinn sjöunda eru ljós- mæður, geislafræðingar og lífeinda- fræðingar. Vilja að menntun sé metin til launa  BHM boðar til víðtækra verkfalla í apríl Páll Halldórsson Dökkblár (e. Marine/Rouge) Vínrauður (e. Cedre/Aubergine) Svartur (e. Noir) Náttúrulegt gúmmí Stærðir 36–41 Austurveri, Háaleitisbraut 68 • sími 568 4240 Opið: mán.–fös. 10–18, lau. 10–16 Flottir frá Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Það er stundum talað um sýndar- samráð. Þessi fundur var meira og minna sýning úr því að menn gátu ekki hinkrað og skoðað þetta í sam- ráði við íbúa,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, um opinn íbúafund sem haldinn var í Breiðagerðisskóla 12. mars vegna framkvæmda á Grensásvegi og Háaleitisbraut. Nýtt skipulag fyrir Grensásveg var samþykkt í borgarráði í gær, en umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti framkvæmdaáætlunina á miðviku- dag. Borgarráðsfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins bókuðu um málið í borgarráði í gær. „Á fundinum var það oftar en einu sinni sagt að það væri ennþá tími til stefnu og það væri ekki búið að ganga frá einu né neinu. Dagskrá fyrir umhverfis- og skipulagsráðs- fundinn á miðvikudaginn var síðan send út á mánudaginn upp úr há- degi og þá er ákvörðun um þreng- ingu Grensásvegar á dagskrá. Það sem vekur furðu er að það er verið að segja fólki að það sé ennþá tími til stefnu og svo líður raunverulega bara einn virkur dagur, föstudagur- inn, áður en málið er sett í ferli í borgarkerfinu,“ segir hann. „Ég spyr bara hvað ætli fólkinu sem var á fundinum finnist sjálfu? Hvaða ályktun getur það dregið af svona vinnubrögðum?“ Júlíus Vífill setur einnig spurn- ingarmerki við skipulag fundarins. „Það er spurning hversu lýðræð- isleg uppsetning á fundinum er þegar þeir fimm frummælendur sem eru settir fram tala allir fyrir hugmyndinni þegar ljóst er að um hana eru mjög skiptar skoðanir. Þarna talar t.d. formaður hverfis- ráðs, sem er varaborgarfulltrúi Samfylkingar og formaður um- hverfis- og skipulagsráðs,“ segir hann. Segir fundinn sýndarsamráð  Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks lýsa yfir óánægju með vinnubrögð meirihlutans vegna þrenginga við Grensásveg Júlíus Vífill Ingvarsson Landsfundur Samfylkingarinnar hefst í dag á Hótel Sögu og byrjar setningarhátíð klukkan 16.30 með ræðu formanns. Kosning formanns hefst klukkan 17.30 og verða niður- stöður kynntar kl. 19. Árni Páll Árnason var kosinn for- maður Samfylkingarinnar í febrúar 2013 og tók við af Jóhönnu Sigurðar- dóttur, en mikil endurnýjun varð þá í forystu flokksins. Árni Páll hlaut 61,8% atkvæða, en mótframbjóðandi hans, Guðbjartur Hannesson, hlaut 37,6% gildra atkvæða. Katrín Júlíus- dóttir var kjörin varaformaður eftir kosningu á milli hennar og Oddnýjar G. Harðardóttur Á heimasíðu Samfylkingarinnar kemur fram að Margrét Sverris- dóttir gefur ekki kost á sér á nýjan leik sem formaður framkvæmda- stjórnar. Þá býður ritari Samfylk- ingarinnar síðustu tvö ár, Arnar Guðmundsson, sig ekki fram. Formannsslagur í Samfylkingunni  Úrslitin ljós klukkan 19 í kvöld Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segir að flokkurinn hafi ekki náð sér á strik eftir síðustu kosningar og geti auðveldlega náð í fylgi – það hafi sannast í borgarstjórnarkosning- unum. „Ég ákvað framboðið klukkan fimm (í gær). En ákvörðunin á sér töluverðan aðdraganda því fólk hefur verið að hafa samband við mig og símtölunum hefur fjölgað undanfarna daga. Þetta er lítill fyr- irvari en nægur,“ segir Sigríður. Hún segir að þeim sem hafi haft samband við sig finnist doði yfir Samfylkingunni. „Það er eðlilegt að í stjórnmálaflokki sem er lýðræðis- leg stofnun sé notast við leikreglur lýðræðisins. Ég vil að við skerpum á þessum klassísku mál- um eins og kjara- og hús- næðismálum. En líka að við opnum svolítið faðminn sem nútímalegur jafnaðar- flokkur.“ Hún telur að flokkurinn hafi ekki náð sér á strik eftir kosningar. „Ég tel að við eig- um ekki að vera hrædd við að gera breytingar ef við teljum að það geti aukið fylgi okkar þannig að jafn- aðarstefnan verði sterkari og við komumst í aðstöðu til að móta framtíðina.“ benedikt@mbl.is Hræðumst ekki breytingar SIGRÍÐUR INGIBJÖRG INGADÓTTIR Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Árni Páll Árnason, formaður Sam- fylkingarinnar, segir að í sinni for- mannstíð hafi Samfylkingin haldið þeirri breidd sem hún var stofnuð utan um og að hún sé heimkynni fólks með ólík viðhorf. „Ég held að það sé lykillinn að því að Samfylk- ingin haldi stöðu sinni sem burðar- flokkur í íslenskum stjórnmálum. Síðan er það landsfundarfulltrúa að meta hvernig þeir vilja ráðstafa atkvæði sínu.“ Árni Páll segir að Samfylkingin hafi verið að sækja í sig veðrið. „Við fengum ágætis niðurstöðu í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Við höfum gegnumsneitt verið að mælast með 50% meira fylgi en við fengum í síðustu þingkosn- ingum og ég held að menn megi nú ekki fara á taugum þótt það komi ein könnun sem sýnir Pírata sem stærsta flokk landsins. Sú könnun sýn- ir ákveðna gerj- un í stjórnmál- unum sem snertir alla flokka og lykilatriðið fyrir Samfylkinguna er að halda sinni sýn á leiðina áfram og missa ekki sjónar á því að þetta er lang- tímaverkefni. Traust sem glatast verður ekki endurheimt í einu vet- fangi. Það tekur tíma og við erum á góðri leið,“ segir Árni Páll. hjortur@mbl.is Lykilatriði að halda sinni sýn ÁRNI PÁLL ÁRNASON Árni Páll Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.