Morgunblaðið - 20.03.2015, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2015
Illugi Gunnarsson, mennta- og
menningarmálaráðherra, fer í dag í
vinnuferð til Kína ásamt nokkrum
starfsmönnum ráðuneytisins og
fleirum. Einnig verða í för aðilar frá
Marel og Orku Energy. Ráðherrann
mun halda fundi með ráðherrum
menntamála, menningarmála, vís-
inda- og rannsókna og undirrita
viljayfirlýsingu um samstarf
ríkjanna á sviði vísinda- og rann-
sókna með þeim síðast nefnda, að því
er fram kemur í fréttatilkynningu.
Auk þess mun hann eiga fundi
með framkvæmdastjóra íþróttamála
kínverska ríkisins og framkvæmda-
stjóra náttúruvísindastofnunar Kína
og verður við það tilefni undirrit-
aður samningur um samstarf milli
þeirrar stofnunar og Rannís. Þá mun
ráðherrann og sendinefndin hitta
forsvarsmenn heimskautarann-
sóknastofnunar Kína og stofnunar
sem fer með málefni hafsins.
Ráðherrann heimsækir Hebei og
Tsinghua háskólana í Peking ásamt
rektorum Háskóla Íslands, Háskól-
ans í Reykjavík og Listaháskóla Ís-
lands, forstöðumanni Rannís og
fleirum. Þá verður heimsókn á jarð-
hitasvæði í nágrenni Peking og fund-
ur með borgarstjóra.
Ráðherra
í vinnuferð
til Kína
Samstarf í vísind-
um og rannsóknum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Til Kína Illugi Gunnarsson heim-
sækir m.a. háskóla í Peking.
Í dag, föstudaginn 20. mars nk. frá
kl. 14-17, fer fram háskólakynn-
ingin „College Day Scandinavia –
Reykjavík“ í Háskólanum í Reykja-
vík. Fulltrúar 18 bandarískra há-
skóla verða á staðnum til að kynna
háskólana og svara spurningum
sem snúa að vali á erlendum háskól-
um, inntökuskilyrðum og mögu-
legri fjárhagsaðstoð. Kynningin er
bæði ætluð framhaldsskólanemum
sem vilja kynna sér grunnhá-
skólanám og einnig þeim sem farnir
eru að huga að meistara- eða dokt-
orsnámi. Kynningin er ekki síður
mikilvægt tækifæri fyrir íslenska
framhaldsskóla og háskóla að koma
á framtíðarsamstarfi við banda-
ríska skóla, segir í tilkynningu. Að-
gangur er ókeypis en nauðsynlegt
er að skrá þátttöku fyrirfram.
Skráningin fer fram á heimasíðu
http://collegedayscandinavia.org.
Háskólanám í
Bandaríkjunum
kynnt Íslendingum
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Þrjú stærstu félögin innan BSRB
sem semja við ríkið hafa tekið
höndum saman og leggja fram
sameiginlega kröfugerð í komandi
kjarasamningsviðræðum, sam-
kvæmt því sem fram kom í frétt á
heimasíðu BSRB í gær.
Þetta eru SFR, stéttarfélag í al-
mannaþjónustu, sem semur fyrir
um 3.500 starfsmenn, Landssam-
band lögreglumanna, með rúmlega
600 starfsmenn, og Sjúkraliðafélag
Íslands, með um 1.100 starfsmenn
hjá ríkinu.
Samstarf
Árni Stefán Jónsson, formaður
SFR, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær, þegar hann var
spurður hvers vegna þessi þrjú fé-
lög innan BSRB tækju sig út úr
heildarsamtökunum, að nánast allt-
af frá því að stéttarfélög innan
BSRB fengu samningsréttinn
hefðu félögin hvert og eitt samið
fyrir sig.
„Það sem er óvenjulegt er að
þrjú stærstu félög ríkisstarfs-
manna innan BSRB taki sig saman
og standi sameiginlega að kröfu-
gerð gagnvart ríkinu,“ sagði Árni
Stefán.
Hann segir að ástæður þessa
samstarfs félaganna þriggja séu
þær að forsvarsmenn félaganna
eigi von á því að erfitt verði að
sækja þær kjarabætur sem þeir
telji að þurfi að sækja í kjarasamn-
ingunum. „Þess vegna erum við að
reyna að mynda stærri og öflugri
einingu ríkisstarfsmanna í kjara-
viðræðunum,“ sagði Árni Stefán.
Fagnar samstarfi
Elín Björg Jónsdóttir, formaður
BSRB, kvaðst í samtali við Morg-
unblaðið í gær fagna því samstarfi
sem félögin þrjú hefðu ákveðið að
eiga í kjarasamningunum. „Við höf-
um verið að vinna að því hér hjá
BSRB að aðildarfélögin okkar sam-
einist í viðræðum gagnvart við-
semjendum okkar, ríkinu. Þetta
eru þrjú stærstu félögin okkar,
sem sameinast í viðræðum við fjár-
málaráðuneytið. Það er mjög gott
og ég vona að þetta gerist í aukn-
um mæli hjá aðildarfélögum okkar,
að þau sameinist í viðræðum gagn-
vart ríki, sveitarfélögum og
Reykjavíkurborg,“ sagði Elín
Björg.
Þrjú félög innan BSRB semja saman við ríkið
Hafa áður gert samninga hvert í sínu lagi Samtals yfir 5.000 félagar í félögunum þremur