Morgunblaðið - 20.03.2015, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2015
✝ Halldór Run-ólfur Halldórs-
son fæddist í
Reykjavík 15. októ-
ber 1946 og lést á
Landspítalanum 9.
mars 2015.
Foreldrar hans
voru Halldóra
Kristín Þórðardótt-
ir frá Hvalsnesi, f.
14.11. 1911, d. 27.3.
1979, og Jónatan
Halldór Runólfsson frá Naustum
í Eyrarsveit, f. 14.2. 1904, d. 23.3.
1951. Systkini Halldórs voru Páll
Guðfinnur, f. 26.10. 1933, d. 25.1.
2009, Pálína Jóna Halldóra, f.
8.1. 1937, d. 3.11. 1982, Lilja
Hrafndís, f. 21.10. 1940, d. 31.3.
Bjarki og Ingunn María. 3. Birna
Margrét, 14.5. 1985, skrifstofu-
kona.
Halldór starfaði hjá Glóbus hf.
og lærði síðar bifvélavirkjun og
starfaði við það hjá Sambandi ís-
lenskra samvinnufélaga. Gerðist
síðar bifreiðaeftirlitsmaður og
starfaði hjá Bifreiðaeftirliti ríkis-
ins og síðar hjá Bifreiðaskoðun
Íslands, Frumherja og Athugun.
Hann tók ökukennarapróf og
starfaði með hléum við öku-
kennslu og var einn af stofnend-
um Nýja ökuskólans. Þá var
hann félagi í Lionsklúbbnum Víð-
ari til dauðadags.
Útför Halldórs fer fram frá
Árbæjarkirkju í dag, 20. mars
2015, kl. 13.
1977, og Þórlaug
Sigrún, f. 20.1. 1944,
d. 18.11. 2012.
Halldór kvæntist
Bryndísi Eiríks-
dóttur, f. 31.10.
1951, hinn 17.6.
1972. Börn þeirra
eru 1. Sigríður
Gyða, f. 27.2. 1972,
leikskólakennari,
gift Marteini S.
Sigurðssyni, þeirra
sonur er Sigurður. Fyrir átti Sig-
ríður Hjálmar Arnar með fyrri
manni sínum Hjálmari Diego
Haðarsyni. 2. Kristín Halldóra, f.
29.3. 1975, endurskoðandi, gift
Brynjari Helga Ingólfssyni, börn
þeirra eru Agnes Dís, Halldór
Ekki óraði okkur fyrir því,
elsku pabbi, að þú myndir fara
svona fljótt og þú gerðir heldur
ekki ráð fyrir því. Við vissum þó
að þessi örlög væru óumflýjan-
leg, fyrr heldur en seinna, eftir að
þú greindist með MND rétt fyrir
jólin síðustu. Það getur ekki hafa
verið auðvelt að fá þessa grein-
ingu, enda um grimman sjúkdóm
að ræða en þú tókst á við verk-
efnið með æðruleysi. Engu að
síður gekk sjúkdómurinn hart
fram og við huggum okkur við að
þú þurfir ekki að þjást lengur og
fékkst að sofna svefninum langa í
friði. Þú ert farinn en eftir standa
minningarnar.
Það gekk á með skini og skúr-
um í lífi þínu en alltaf stendur
upp úr að þú gerðir alltaf allt sem
þú gast fyrir fjölskyldu og vini og
þú varst til staðar þegar eitthvað
bjátaði á. Þú hafðir alltaf þann
góða vana að hringja til að at-
huga hvort það væri ekki allt í
góðu hjá okkur. Barnabörnin
áttu líka sinn sérstaka sess hjá
þér. Sex eru þau orðin þó eitt
þeirra hafi aldrei komist upp en
það er huggun að þú átt eftir að
hvíla við hlið Bryndísar Auðar.
En hin sem eftir eru, Arnar,
Siggi, Agnes, Halldór Bjarki og
Ingunn María eiga eftir að sakna
þín. Þú varst stoltur af þeim og
þau vissu að þau áttu alltaf stað
hjá þér. Þeim fannst nú heldur
ekki slæmt hversu auðvelt var að
plata þig til að gauka að þeim ein-
hverju sem var ekki endilega allt-
af í samráði við foreldrana.
Þú hafðir létta lund og alltaf
var stutt í hláturinn. Þessi létta
lund hjálpaði þér að kynnast
ógrynni af fólki úti um allan bæ.
Þú varst kannski ekki endilega
allra, stundum aðeins of hrein-
skilinn og talaðir tæpitungulaust
en þeir sem kynntust þér sáu að
þú varst góður maður og vildir
vel og allir vissu hvar þeir höfðu
þig. Þú fórst ekki í manngrein-
arálit eftir stétt eða stöðu heldur
hvernig fólk kom fram við aðra.
Það skipti þig máli. Heimili ykk-
ar mömmu var alltaf opið hvort
sem það voru ættingjar sem
þurftu að eiga vetursetu vegna
skóla eða skiptinemarnir sem þú
skemmtir þér svo vel með og
hugsaðir um af hlýju. Og allir
krakkarnir sem þú hjálpaðir að
ná bílprófi. Þú gast verið harður
við þau en þú vildir vel, vildir að
þau næðu prófinu.
Þú sást líka meira en við hin og
undir það síðasta var kominn
heill her af fólki til að fylgja þér
yfir. Nú ertu kominn í góðan hóp
og við vitum að þar líður þér vel.
Við vitum líka að þú átt alltaf eft-
ir að halda yfir okkur verndar-
hendi eins og þú gerðir í lifanda
lífi.
Við sáum þegar við kvöddum
þig í síðasta skiptið að þér líður
betur núna. Ekki meira af verkj-
um og að vera fastur í eigin fjötr-
um. Góða ferð, elsku pabbi, og
hvíl í friði.
Með englum Guðs nú leikur þú og lítur
okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það
ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skína inn
þá gleður okkur minning þín, elsku
pabbi minn.
(Guðrún Sigurbjörnsdóttir.)
Þínar dætur
Sigríður Gyða, Kristín og
Birna Margrét.
Í dag fylgi ég elskulegum
tengdapabba til grafar.
Árið var 1992 þegar ég hitti
tengdapabba í fyrsta skipti. Lík-
lega leist honum ekkert betur á
mig en mér á hann. En ætli það
eigi ekki við um flesta tengdafeð-
ur og tengdasyni. Dóri var gull af
manni sem vildi allt fyrir sitt fólk
gera og þreyttist seint á því að
bjóða fram aðstoð.
Ein skemmtileg saga um
hjálpsemi Dóra er þegar við
Stína höfðum keypt okkar fyrsta
bíl. Bremsurnar höfðu bilað og
Dóri bauðst til að laga þær með
mér, enda maðurinn bifvéla-
virkjameistari (og ég með 10
þumalputta). Birtist Dóri með
risa sleggju og lamdi bílinn minn
sundur og saman. Hafði hann
gaman að sjá mig svitna yfir
þessum aðförum en að sjálfsögðu
vissi hann nákvæmlega hvað
hann var að gera. Líklega hefði
hann getað gert þetta allt með
litlum hamri, en það hefði hins
vegar ekki verið eins skemmti-
legt fyrir hann, því hann hló óg-
urlega að mér haldandi á þessari
stóru sleggju og ég í svitakasti. Í
þessari stuttu sögu má sjá grall-
araskapinn og þennan skemmti-
lega húmor sem einkenndi Dóra
alla tíð.
Tengdó hefði líklegast verið
greindur með athyglisbrest og
hvað þetta heitir allt saman, væri
hann barn í dag. Því var það
extra sárt að fylgjast með þeim
gamla verða MND-sjúkdómnum
að bráð. Fullorðinn mann, sem
vanur var að vera í símanum eða
sífellt á ferðinni, fastan í hjólastól
og upp á aðstoð annarra kominn.
En sú staða varði ekki lengi og ég
trúi því að Dóri sé nú kominn á
betri stað, farinn að skreppa og
líklega hringjandi út um allt.
Læt hér fylgja með fallegt ljóð
eftir Árna Grétar Finnsson.
Það þarf meiri kjark til að segja satt en
ljúga,
sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa,
djörfung til að mæla gegn múgsins
boðun,
manndóm til að hafa eigin skoðun.
Það þarf viljastyrk til að lifa eigin ævi,
einurð til að forðast heimsins lævi,
vizku til að kunna að velja og hafna,
velvild, ef að andinn á að dafna.
Þörf er á varúð víðar en margur skeytir.
Víxlspor eitt oft öllu lífi breytir.
Þá áhættu samt allir verða að taka
og enginn tekur mistök sín til baka.
Því þarf magnað þor til að vera sannur
maður,
meta sinn vilja fremur en fjöldans
daður,
fylgja í verki sannfæringu sinni,
sigurviss, þó freistingarnar ginni.
Takk fyrir samfylgdina Dóri
minn, takk …
Brynjar Helgi Ingólfsson.
Komið að leiðarlokum, svo
hratt sem tíminn líður. Það var
fyrir ansi mörgum árum sem þú
komst með Bryndísi í sveitina og
við fengum að kynnast þér. Við
vorum alveg úr sitt hvorri menn-
ingunni, við úr sveitinni en þú úr
borginni. Ég vissi varla hvar
Hverfisgata var og þú þekktir
ekki hólana heima sem eðlilegt
var, en það kom ekki að sök, við
gátum talað saman um alla heima
og geima. Svo byrjaði ég í skóla í
bænum og auðvitað sátuð þið
uppi með mig, í einn vetur og
þakka ég þér kærlega fyrir það.
Það er ómetanlegt að geta verið
öruggur hjá fjölskyldunni þegar
maður er sendur svona einn út í
heiminn. Tíminn leið og ég mátti
taka bílprófið og þá fékkst þú það
embætti að reyna að kenna mér
allar þessar reglur og að reyna að
rata um stræti Reykjavíkur, og
það tókst vel. Tíminn leið, við
héldum jólaboðin og þorrablótin
og alltaf var gaman að hittast.
Börnin fæddust og svo bættust
tengdabörnin við og svo barna-
börnin og um síðustu jól hittumst
við öll í Þverásnum, og allir
skemmtu sér vel og nutu sam-
vistanna. Að leiðarlokum þökk-
um við Hjalti og fjölskylda fyrir
allar samverustundirnar og
sendum innilegar samúðarkveðj-
ur til fjölskyldunnar.
Ólafía Jóna.
Halldór R. HalldórssonElsku amma, ég á tvö hjarta-gull og önnur þeirra heitir Ing-
unn Anna, okkur Jóni þótti vænt
um að fá að skíra hana í höfuðið á
þér.
Elsku amma hvíl þú í friði.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn.)
Guðrún Indriðadóttir.
Í dag, á fallegum föstudegi,
kveð ég frænku mína, Ingunni
Hoffmann. Hún var búin að vera
samferðamanneskja mín allt mitt
líf en ég aðeins hluta af hennar
lífi er hún lést tæplega 99 ára.
Fram á það síðasta hélt hún sín-
um andlega þrótti, skýrleika og
velvilja til mín. Æska mín og ung-
lingsár voru oftast þyrnum stráð
og erfið en höfuð baklandsins
míns voru þremenningarnir,
amma mín Guðrún Hoffmann,
dóttir hennar Ingunn og hennar
maður Indriði Níelsson en hann
lést 2000. Inga frænka og Indriði
á Flókagötunni voru gott fólk
sem kveikti frið og ró í hjarta lít-
ils drengs sem hlaut afar misjafnt
og miður gott uppeldi. Ég man
jólin öll. Ég man sterka sam-
henta og vel gerða fjölskyldu þar
sem allir höfðu hlutverk undir
leiðsögn þeirra hjóna Ingu og
Indriða. Minningin er svo sterk
að ég get, í huganum, gengið um
stofur og önnur húsakynni á
Flókagötunni, fundið lykt, séð
birtu, skoðað smáhluti, húsgögn
og myndir, sest í stól, hlustað á
útvarpsleikrit eða tónlist, sest við
matarborðið, hlustað á raddir
allra sem voru þátttakendur,
hlegið með og notið síðan sólar-
innar í fallegum garði fyrir utan.
Þar er reyndar eini bresturinn í
minningunni sem segir að á
Flókagötunni, í fortíð, hafi alltaf
verið sól. Inga og Indriði áttu
fimm stráka og eina stúlku.
Ragnheiði, Hans, Indriða, Níels,
Gunnar og svo Hallgrím, vin
minn og næstum jafnaldra, er
lést af slysförum 1975. Ég vil
þakka frænku minni fyrir sam-
fylgdina öll þessi ár, fyrir að vera
heil og sjálfri sér samkvæm og
fyrir að hafa gert mig að betri
manni en ég hefði orðið án henn-
ar og ekki síst fyrir láta mér líða
vel í hjartanu og vera stoltur yfir
því að hafa verið henni tengdur.
Hvíl í friði góða manneskja.
Megi allt fallegt fylgja Ingunni
Hoffmann.
Kristján Hoffmann.
Þegar kemur að kveðjustund
hvarflar hugurinn til baka og þá
er gott að eiga góðar minningar
um fólkið sitt en þær erum við
svo heppin að eiga um Konna.
Hann tók alltaf á móti okkur
systkinunum með mikilli hlýju,
og brosið sem lék um varir hans
var í takt við fjörið í brúnu aug-
unum því alltaf var stutt í
gleðina.
Magga, föðursystir okkar, var
svo lánsöm að kynnast honum
Konna og nutum við góðs af því.
Konni hafði einlægan áhuga á
öðru fólki og fylgdist hann alltaf
vel með því sem við systkinin
tókum okkur fyrir hendur, hvort
sem það varðaði skólagönguna,
hestamennskuna, barnauppeldi
eða allt þar á milli.
Alltaf var framkoman sú sama
á hvaða aldri sem við vorum,
börn eða fullorðin.
Konni var mikill fjölskyldu-
maður og það var gaman að
fylgjast með því hversu gott
samband hann átti bæði við
börnin sín og barnabörnin.
Að leiðarlokum erum við í
senn sorgmædd og þakklát fyrir
góð kynni og góðar minningar.
Elsku Magga okkar, börn og
barnabörn, takk fyrir allar sam-
verustundirnar í gegnum árin.
Auðunn, Svava,
Ragnheiður og
Þórunn Kristjánsbörn.
✝ Sigurlaug Guð-rún Níelsína
Halldórsdóttir
fæddist 18. apríl
1920 á Akureyri.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Seljahlíð í Reykja-
vík 3. mars 2015.
Hún var yngsta
barn hjónanna
Jónínu Vilborgar
Pálsdóttur og Hall-
dórs Jóhannessonar. Systkini
hennar voru: Magnús, Sig-
urlaug, sem lést á barnsaldri,
Ingibjörg, Páll Valdimar og Jó-
hannes. Hálfsystur hennar voru
Anna Kristinsdóttir og Hall-
dóra Súsanna Halldórsdóttir.
Hún giftist 1950 Helga Kaj
Rasmussen bakarameistara, d.
Sveini Sigurðssyni. Dætur
hennar eru: Ása Sigurlaug,
Harpa Rut, Elísabet og Svan-
dís. Anna Kristín Helgadóttir,
gift Andreasi Landås, fyrri
maki Símon Wiium. Börn henn-
ar eru: Linda Ósk, Símon
Helgi, Konstanse Katrín og Kaj
Ragnar. Barnabarnabörn
Sigurlaugar eru 19.
Sigurlaug ólst upp í for-
eldrahúsum á Akureyri. Eftir
skyldunám vann hún í fiski, við
iðnað og í verslun. Rak um
tíma brauðgerð með manni sín-
um, Eyrarbakarí á Akureyri.
Þau fluttu 1956 í Voga á
Vatnsleysuströnd. Sigurlaug og
Kaj slitu samvistum 1970.
Flutti hún þá til Reykjavíkur,
keypti sér íbúð í Sólheimum 24
og síðar í Hátúni 8. Hún vann í
borðstofu starfsmanna Borgar-
spítalans allt til starfsloka. Síð-
asta áratuginn bjó hún í Selja-
hlíð.
Útför hennar fer fram frá
Áskirkju í dag, 20. mars 2015,
og hefst athöfnin klukkan 13.
1984. Börn Sigur-
laugar eru Birgir
Finnsson, f. 1939,
kona hans er Sess-
elja Guðmunds-
dóttir, börn þeirra
eru: Guðmundur
Arnar, Finnur Þór
og Þórunn Benný.
Ásta Sigurðar-
dóttir, f. 1943,
hennar maður var
Ingimar Eydal, lát-
inn 1993. Börn þeirra eru:
Guðný Björk, Inga Dagný,
Ingimar og Ásdís Eyrún. Ásta
ólst upp hjá Ingibjörgu móður-
systur sinni og Ingólfi manni
hennar á Akureyri. Inger
Helgadóttir, f. 1951, var gift
Herði Birgi Vigfússyni, d. 2002,
þau skildu. Var í sambúð með
Elsku besta amma mín. Mikið
sem ég á eftir að sakna þín.
Það er nú ekki hægt að segja
annað um hana ömmu en að hún
hafi verið alveg einstök. Þrátt
fyrir að vera orðin nánast alveg
blind var maður alltaf svo fínn
og fallegur. Hún hafði ómælda
trú á dugnaðinum og betri
„snyrtifræðing“ hafði hún aldrei
hitt. Ég fór oft út frá ömmu
gjörsamlega full sjálfstrausts
því hún hrósaði manni fram og
til baka og ekki gat maður eyði-
lagt hrósið svo maður samsinnti
öllu sem hún sagði.
Ég er ekki fræg fyrir söng-
hæfileika en fyrir svona tveimur
árum bað amma mig að syngja
eitthvað fyrir sig úr sálmabók-
inni sinni. Í blúgri bæn er einn
af mínum uppáhaldssálmum svo
ég söng hann fyrir ömmu. Hún
hafði sjaldan heyrt nokkuð jafn-
fallegt. Ó elsku amma.
Guð geymi þig.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér.
Því veit mér feta veginn þinn
og verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson)
Þín
Elísabet.
Ég þekkti einu sinni konu
sem sveiflaði höndunum allt of
mikið fram og til baka þegar
hún gekk, hún átti mjög erfitt
með að ná sér í mann. Amma
þekkti sko margar vitrar konur.
Þær hrannast upp minningarnar
í huganum þegar ég sest hérna
niður að skrifa þessar línur,
dýrmætar dýrmætar minningar.
Ég er rík sem get hugsað til
baka með gleði til óteljandi
stunda sem ég hef átt með
henni ömmu minni, veit varla
hvar ég á að byrja, langar að
segja svo margt, á svo margar,
margar sögur. Er svo óendan-
lega glöð yfir að stelpuskottin
mín fengu að kynnast þér vel,
enda nefndir þú það í hvert
skipti sem við ruddumst inn um
dyrnar, hvort ég væri ekki með
góðan garð fyrir stelpurnar
mínar sem hoppuðu í rúminu
þínu, rifu og tættu út úr öllum
skápum og skemmtu sér kon-
unglega í heimsóknum til þín.
Þær muna vel eftir langömmu
sinni sem er núna komin upp til
Guðs. „Ertu alltaf að yrkja
Harpa mín?“ Þú baðst mig oft,
elsku amma, um að syngja fal-
lega sálminn sem ég orti í jarð-
arförinni þinni. Takk fyrir að
hafa trú á mér, það er stórt.
Sálmurinn um hana Jónínu
frænku verður ekki sunginn í
jarðarförinni þinni, ég veit þú
skilur það. Ég geymi minning-
arnar um þig elsku amma mín í
hjartanu, segi líka stelpunum
mínum sögur. Ég bið vel að
heilsa elsku amma, guð geymi
þig.
Eftirfarandi kveðjuorð eru
frá Birgittu:
„Amma, nú ertu farin frá
mér, ég elska þig amma. Það
var svo gaman þegar ég gat
komið í heimsókn. Það væri
gaman ef við gætum komið í
jarðarförina, en það getum við
ekki. Mér þykir svo vænt um
þig amma, ég elska þig, af
hverju þurftirðu að fara frá
mér? Guð passaðu upp á ömmu.
Amma ég elska þig, englarnir
passa þig. Ég er alltaf nógu
dugleg að greiða mér. Ég vona
að guð passi þig vel, ég vona að
þú hafir það gott uppi hjá guði.
Mér þykir svo vænt um þig.
Birgitta.“
Eftirfarandi kveðjuorð eru
frá Sölku:
„Elsku amma, þú ert búin að
fljúga upp til guðs. Ég vona að
þér líði vel, ég elska þig og ég
sakna þín ótrúlega, ég er leið út
af því að þú ert dáin. Ég vildi að
þú værir lifandi en það ertu
ekki. Ég vona að þú hafir það
flott hjá guði. Ég elska þig,
amma Sigurlaug. Ég vona að
guð passi að þú dettir ekki nið-
ur, ég vona að þú dettir ekki
niður og ef þú dettur þá vona ég
að guð sjái það. Ég elska þig
amma. Þín Salka.“
Harpa Rut Harðardóttir.
Fyrstu minningar okkar um
Sigurlaugu ömmu okkar eru frá
íbúðinni hennar í Sólheimum.
Þar geymdi hún lítið skrín eða
öskju með svonefndum manna-
kornum, litlum miðum þar sem
á voru skrifaðar tilvitnanir úr
Biblíunni. Amma var aldrei rík
af efnislegum gæðum en í þessu
litla skríni geymdi hún fjársjóð
sem henni þótti meira meira til
koma en allra heimsins auðæfa.
Amma lagði aldrei illt til nokk-
urs manns og brýndi fyrir okkur
að sjá hið góða í sérhverri
manneskju. Fá ritningarorð tók
hún jafnalvarlega og þá tilvitn-
un sem höfð er eftir Kristi í
Postulasögunni, að sælla sé að
gefa en þiggja.
Á langri ævi var lífsbarátta
ömmu ekki alltaf auðveld. Oftar
en einu sinni stóð hún uppi með
tvær hendur tómar og þurfti að
koma undir sig fótunum að
nýju. Með æðruleysi og vilja-
styrk tókst hún á við hverja
þraut með dugnaði og krafti.
Hjarta hennar var bæði stórt og
sterkt.
Lúinn anda ég legg nú af,
lífinu ráði sá, sem gaf,
í sárum Jesú mig sætt innvef,
sálu mína ég Guði gef.
Láttu mig, Drottinn, lofa þig,
með lofi þínu hvíla mig,
ljósið í þínu ljósi sjá,
lofa þig strax sem vakna má.
(Hallgrímur Pétursson)
Guð geymi hana ömmu okkar.
Finnur Þór og Þórunn
Benný Birgisbörn.
Sigurlaug Níelsína
Halldórsdóttir