Morgunblaðið - 20.03.2015, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2015
Valgarður Egilsson læknir var staddur á Landspítalanum þeg-ar blaðamaður náði tali af honum „Ég er með annan fótinnhérna ennþá, hef lengst af unnið við krabbameinsrann-
sóknir. Núorðið hef ég leyft mér að sinna meir skrifum og farar-
stjórn. Nýjasta bókin kom út fyrir síðustu jól, og heitir Steinaldar-
veislan, minningabók með ívafi náttúruheimspeki. Núna vinn ég að
smáverki sem á að heita: Gömul tíðindi af vatnasviði Ölfusár. Svo er
ég með ævintýr í anda Bakkabræðra. En mig langar til að snúa mér
að leikhúsinu aftur.
Ég er fæddur á Grenivík. Fæddist á vorjafndægri, þá er dagsbirta
jafnlöng hjá öllum jarðarbúum, 12 klukkustundir. Birtunni er mis-
skipt í dag – út af sólmyrkvanum. Í tilefni dagsins ætla ég að hafa
svolitla samkomu fyrir nánustu ættingja heima hjá mér.“
Eiginkona Valgarðs er Katrín Fjeldsted læknir og forseti evr-
ópsku læknasamtakanna. Börn þeirra eru Jórunn Viðar, Vésteinn
og Einar Steinn; Einar Véstein misstu þau 5 ára gamlan í umferðar-
slysi. Fyrir átti Valgarður dóttur, Arnhildi.
Valgarður hefur verið leiðsögumaður undanfarin ár fyrir Félag
eldri borgara og farið þá fjögurra daga ferð yfir Sprengisand, Flat-
eyjardal og út í Fjörður. Á heimleiðinni er komið við á Siglufirði.
Valgarður annast einnig fararstjórn fyrir Ferðafélag Íslands og fer
í sumar í Náttfaravíkur og á Flateyjardal.
Valgarður Egilsson er 75 ára í dag
Rithöfundur Valgarður er ekki hættur læknisstörfum en sinnir meira
skrifum í dag, sem eru af ýmsum toga, frá ljóðum til sagnfræði.
Á afmæli á jafn-
dægri að vori
Morgunblaðið/Ómar
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Reykjavík Ewa Rós Olafsdóttir Duda fæddist 25. september 2014. Hún vó 2.780
g og var 45 cm löng. Foreldrar hennar eru Natalia Klaudia Duda og Olaf Örn
Jónsson.
G
uðrún Ólafía Jónsdóttir
fæddist 20. mars 1935 á
Kvennaskólanum á
Blönduósi en ólst upp á
Þingeyrum í Húnaþingi
til 7 ára aldurs er hún flutti til
Reykjavíkur. „Fram á unglingsár
dvaldi ég þó alltaf í sveitinni á sumr-
in, frá miðjum maí og fram yfir rétt-
ir, í yndislegri sambúð við náttúr-
una, ketti, hunda og hesta. Á
Þingeyrum skynjaði ég einnig hinn
stóra menningarheim sem fólst í því
að ganga um á klausturjörðinni með
öllum sínum menningarminjum,
kirkjunni og öllum hinu merku grip-
um utan úr heimi sem hana prýddu.
Þarna vaknaði áhugi minni á gildi
menningarminja og gamalla húsa.“
Starfsferill
Eftir stúdentspróf frá MR 1955
hélt Guðrún til Kaupmannahafnar
og hóf nám í arkitektúr árið 1958,
eftir að hafa lagt stund á nám í jarð-
fræði um skeið. Frá arkitektaskól-
anum útskrifaðist hún 1963 og í
framhaldinu vann hún á teiknistofu
prófessors Viggo Möller Jensen og
Tyge Arnfred til ársins 1966, jafn-
hliða kennslu við arkitektaskólann á
sama tíma. „Svo flutti ég til Íslands
og rak ásamt Stefáni Jónssyni og
Knúti Jeppesen teiknistofuna Höfða
til ársins 1979. Það ár tók ég við
stöðu forstöðumanns Þróunarstofn-
unar Reykjavíkur í eitt ár en varð
síðan forstöðumaður Borgar-
skipulags Reykjavíkur til ársins
1984. Frá þeim tíma hef ég rekið eig-
in teiknistofu sem hefur, í gegnum
tíðina, unnið að mjög mörgum og
áhugaverðum verkefnum bæði í
Reykjavík og á landsbyggðinni. Í
þeim efnum hefur Djúpavogs-
hreppur sérstöðu, því þar hef ég
Guðrún Jónsdóttir arkitekt – 80 ára
Guðrún og börn Guðrún, Stefán, Anna Salka, Hulda og Páll í garðinum á Bergstaðastræti hjá Guðrúnu.
Áhugi á gömlum húsum
vaknaði á Þingeyrum
Í Borgarfirði Guðrún stödd á Grjót-
eyri en þar á hún sumarbústað.
Reykjavík Laura Amelia Waszczuk fæddist 20. september 2014. Hún vó 3.605 g
og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Barbara Wiktoria Duda og Tomasz
Adam Waszczuk.
Nýir borgarar
Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Faxafeni) - Sími 553 3450 - Vefverslun: www.spilavinir.is - sendumumallt land!
afsláttur
Spil er frábær gjöf
Sendum
um allt land
spilavinir.is
Nýtt spurningaspil á íslensku.
Við aðstoðum þig við að velja spilin
og pökkum þeim inn í gjafapappír fyrir þig.