Morgunblaðið - 20.03.2015, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2015
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Miklu meira, en bara ódýrt
frá 2.995
frá 795
Hjólkoppar
12” 13” 14” 15” 16”
Jeppa/fólksbíla
tjakkur 2,25T
lyftihæð 52 cm
Sonax vörur
í úrvali á
frábæru
verði
12V fjöltengi
m/USB
Straumbreytar
12V í 230V,
margar gerðir
4.995
Bílabónvél
Hjólastandur
f/bíl
Tjaldstæðatengi
Viðgerðarkollur, hækkanlegur
frá 4.995
8.995
Loftdæla
12V 35L
2.995
Loftmælir
Bíla- og glugga-
þvottakústar
frá 6.995
Þjöppumælar
Mössunarvél 1200W,
hraðastýrð með púðum
Avo mælar
frá 1.695
7.999
1.995
19.995
„Birgir [Sigurðsson] skrifar góðar
rullur fyrir leikara,“ segir Krist-
björg Kjeld sem fer með hlutverk
ekkjunnar í Er ekki nóg að elska?
„Þegar ég las leikritið fyrst hugs-
aði ég með mér: „Hvernig á nú að
túlka þessa konu?“ Mér fannst hún
svolítið erfið, enda er þetta býsna
sérstök kona. En svo þegar maður
fer að vinna verkið þá smám sam-
an kemur í ljós manneskja sem
maður fer sjálfur að trúa á.“
Þrátt fyrir að vera af sömu kyn-
slóð og hafa lengi starfað innan
leiklistargeirans hafa Kristbjörg
og Birgir aldrei unnið saman áður,
en Kristbjörg fór með hlutverk
mömmunnar í Degi vonar í sjón-
varpsupptökum á leikritinu sem
Birgir kom ekkert nálægt. „Ég var
mest í Þjóðleikhúsinu og Birgir
mest í Iðnó með sín verk. Sökum
þessa hafa leiðir okkar ekki legið
saman áður,“ segir Kristbjörg og
fagnar því að fá tækifæri til að
leika í verki eftir Birgi. „Mér finnst
alltaf ánægjulegt að leika í verkum
eftir íslenska höfunda. Það skiptir
svo miklu máli að íslensk verk
komist á fjalirnar og því gaman að
taka þátt í því ferli.“
Aðspurð ber Kristbjörg
leikstjóranum Hilmi Snæ Guðna-
syni afar vel söguna. „Hann hefur
aldrei leikstýrt mér áður, en við
unnum saman í kvikmyndinni
Mömmu Gógó þar sem hann lék
son minn. Hilmir Snær er bæði
góður leikari og leikstjóri, og ekki
síst yndisleg manneskja – eins
fólkið allt í leikhúsinu. Þess vegna
er maður nú enn.“
Í október sl. bárust af því fregnir
að Ólafía Hrönn Jónsdóttir hefði
vegna forfalla stokkið inn í hlut-
verk fyrir Kristbjörgu í uppfærslu
Þjóðleikhússins á Karitas með
litlum sem engum fyrirvara. „Ég
var ekki ánægð með að veikjast á
þessum tímapunkti og missa fyrir
vikið af fyrstu fimm sýningunum
af Karitas, en það var ekkert við
því að gera. Raunar var þetta í
fyrsta skiptið sem ég lenti í því að
geta ekki staðið mína plikt á leik-
sviðinu og mikil guðs gjöf að hafa
verið svona heppin á ferlinum,“
segir Kristbjörg og tekur fram að
hún sé aftur orðin heil heilsu.
„Sem betur fer var þetta ekkert al-
varlegt.“
„Þetta er býsna sérstök kona“
MIKLU MÁLI SKIPTIR AÐ ÍSLENSK VERK KOMIST Á FJALIRNAR
Átök Unnur Ösp og Sveinn Ólafur.
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Það er hernaðarleyndarmál,“ segir
Birgi Sigurðsson þegar hann er
spurður um kveikjuna að leikriti sínu
Er ekki nóg að elska? sem Borgar-
leikhúsið frumsýnir í kvöld kl. 20 á
Nýja sviðinu í leikstjórn Hilmis Snæs
Guðnasonar. „Ég er búinn að ganga
með þessa hugmynd mjög lengi í
maganum, eða hátt í 30 ár. Ég reyndi
tvisvar að skrifa leikrit byggt á sömu
hugmynd, en náði ekki utan um það
og varð að gefast upp,“ segir Birgir
og tekur fram að hann hafi þó aldrei
getað losað sig við hugmyndina. „Ég
varð að skrifa þetta verk og fann á
endanum leið að því sem gekk upp,“
segir Birgir og tekur fram að sköp-
unarferlið sé afskaplega dularfullt
ferli. „Þetta er eins og að fá gest í sál-
ina sem þú getur ekki losnað við fyrr
en hann er búinn að éta allt innan úr
þér.“
Í fréttatilkynningu frá Borgarleik-
húsinu er leikritinu lýst sem raunsæ-
islegri og kraftmikilli fjölskyldusögu
sem lýsi fjölskylduátökum um leynd-
armál sem ekki mega koma upp á
yfirborðið því þau sverta þar með
minningu mektarmanns. Jarðarför
hans stendur fyrir dyrum og ekkjan
berst hetjulega fyrir sóma hússins og
minningu mikils stjórnmálamanns og
hreinskiptins eiginmanns sem hefur
gert afar óvenjulega kröfu í erfða-
skránni.
Vill losna við raunsæismiðann
„Ég vil segja eins lítið um innihald
verksins og hægt er, því leikritið á að
segja þetta sjálft – og gerir það. Það
er klassískt að lýsa verki sem átaka-
verki og fjölskylduverki, en það má í
raun ekki segja um þetta verk því það
er fjölskylduverk að hálfu og eitthvað
annað að öðru leyti,“ segir Birgir.
Spurður hvort raunsæisstíllinn höfði
vel til hans sem leikskálds segir Birg-
ir erfitt að segja hvort nýjasta leikrit
hans sé raunsæisverk í strangasta
skilningi. „Þegar verk eru þannig
byggð að þau gerast á einhverjum há-
punkti og allt er samþjappað í þess-
um punkti þá er, að mínu mati, ekki
lengur hægt að kalla þetta raunsæis-
verk. Þetta er merkimiði sem menn
setja á leikhúsið í fljótheitum. Ég get
nefnt dæmi af Anton Tsjekov. Sumir
kalla leikrit hans raunsæisverk, en
þau eru það bara alls ekki. Til þess
eru þau einfaldlega of tilfinningaleg.
Er ekki nóg að elska? er líkt og öll
mín verk tilfinningaverk. Árni Ibsen
heitinn sem var nú ansi góður leik-
húsmaður og hafði góðan skilning á
leikhúsverkum, skrifaði eitt sinn
grein um mín leikrit og sagði að þessi
verk væru raunverulega ekki
raunsæisverk þó að ég veldi mér
þetta form og ég held að þetta sé rétt
skilgreining. Þá getum við bara losn-
að við þennan andskotans raunsæi-
smiða fyrir fullt og allt.“
Að sögn Birgis stefnir hann í verk-
um sínum inn á mið þar sem rekast
má að átaka- eða hættustundir í lífi
manna sem breyta miklu. „Í þessu
verki verða allar persónur verksins
fyrir breytingum. Hver um sig verð-
ur fyrir straumhvörfum í lífi sínu og
það gerist allt á eðlilegan hátt,“ segir
Birgir og bætir við: „Segja má að í
þessu leikriti séu engin aukahlutverk.
Öll hlutverkin eru stór og skipta öll
miklu máli í verkinu. Ég vona að hver
einasta persóna sé gerð þannig að
hún komi fram sem einstaklingur
með öll þau einkenni sem ein-
staklingar hafa. Það er blekking þeg-
ar menn halda að einhver sé venju-
legur. Það er engin venjuleg
mannvera til. Þær eru allar sér-
stæðar og stakar.“
Sem fyrr segir er Hilmir Snær
leikstjóri uppfærslunnar, en þeir
Birgir unnu fyrst saman þegar Hilm-
ir Snær lék þýska heimspekinginn
Friedrich Nietzsche í Dínamít, leik-
riti Birgis sem sýnt var í Þjóðleikhús-
inu árið 2005. Tveimur árum seinna
leikstýrði Hilmir Snær síðan Degi
vonar í Borgarleikhúsinu. „Við unn-
um mjög þétt saman við uppsetningu
Borgarleikhússins á Degi vonar. Við
ræddum allt sem við kom leikritinu,
bæði á æfingum og þess utan,“ segir
Birgir og tekur fram að Er ekki nóg
að elska? hafi verið fullklárað þegar
það var lagt fram. „En þá er ekki all-
ur galdurinn búinn. Ég verð að segja
það að við Hilmir Snær höfðum strax
mjög svipaðan skilning á verkinu og
það er ekkert sem hefur breyst í því
sambandi. Hann hefur sínar
áherslur. En í grunninum erum við
sammála um það hvernig sjálft verkið
á að koma fram. Leikmyndin er ekki
eins og ég sá hana fyrir mér, en hún
þjónar leikritinu mjög vel og er sjálf-
stætt listaverk sem þjónar leikritinu.
Meira er ekki hægt að biðja um,“ seg-
ir Birgir, en Vytautas Narbutas
hannaði hana. Með hlutverk ekkj-
unnar fer Kristbjörg Kjeld, en þó að
þau Birgir séu af sömu kynslóð hafa
þau aldrei áður starfað saman í leik-
húsinu. „Það kom að því að við Krist-
björg fengjum að vinna saman í leik-
húsinu. Ég þekkti manninn hennar
heitinn, Guðmund Steinsson leik-
skáld. Við vorum góðkunningjar.
Þannig að við höfum alltaf vitað hvort
af öðru í leiklistarbransanum,“ segir
Birgir og rifjar upp að Kristbjörg
hafi farið með hlutverk mömmunnar í
sjónvarpsupptökum á Degi vonar.
„En ég skipti mér ekkert af sjón-
varpsupptökunum á nokkurn hátt.
Kristbjörg er tilvalin í hlutverk ekkj-
unnar nú enda mikil og góð leik-
kona.“
Slíkt væri mjög heimskulegt
Spurður hvort hann skrifi leik-
persónur sínar með tiltekna leikara í
huga svarar Birgir því neitandi. „Það
hefur komið fyrir þegar liðið hefur á
skrifin að sú hugsun hafi flögrað að
mér að tiltekinn leikari yrði góður í
hlutverkinu, en ég hef aldrei skrifað
með það í huga. Ekkert hlutverk hjá
mér er skrifað nema fyrir leikritið.
Ég hef sem betur fer aldrei orðið fyr-
ir því að leikstjóri eða leikhúsið hafi
skipað einhvern í hlutverk sem ég var
á móti. Enda væri slíkt mjög
heimskulegt.“
Aðspurður viðurkennir Birgir fús-
lega að það fylgi því bæði léttir og
viss tómleiki þegar fullbúið leikrit fari
á fjalirnar og úr hans höndum. „Í
raun má segja að starfi mínu sé að
mestu leyti lokið þegar ég er búinn að
skila af mér leikritinu. Samt fylgir því
ákveðin spenna að sjá hvernig leikrit
verður að leiksýningu, en það er
öðruvísi spenna. Þegar ég skrifa er
verkið á kafi inni í mér, en þegar
verkið hefur ratað á svið er ég að
horfa á það utan frá.“
Að lokum er ekki hægt að sleppa
Birgi án þess að forvitnast um hvort
hann sé farinn að leggja drög að
næsta verki. „Það er líka hernaðar-
leyndarmál,“ segir Birgir. Þar með
erum við komin á upphafsreit og
hringnum lokað að sinni.
„Öll mín verk tilfinningaverk“
Er ekki nóg að elska? er nýtt leikrit eftir Birgi Sigurðsson sem Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld
30 ár síðan hugmyndin kviknaði en höfundi tókst ekki að skrifa verkið fyrr en í þriðju tilraun
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Listamenn Birgir Sigurðsson leikskáld fylgdist í vikunni með æfingum á lokasprettinum og skellti sér inn á svið
með Kristbjörgu Kjeld leikkonu sem var tilbúin í hlutverki ekkjunnar og beið eftir því að rennslið byrjaði.