Morgunblaðið - 20.03.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.03.2015, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2015 ✝ Ester HuldaTyrfingsdóttir fæddist í Reykjavík 13. desember 1932. Ester lést á Land- spítalanum 11. mars 2015. Ester var dóttir hjónanna Karólínu Maríu Karlsdóttur húsmóður, f. 1909, d. 1988, og Tyrf- ings Magnússonar sjómanns, f. 1905, d. 1934. Syst- ur Esterar eru: Ester Hulda, f. 1930, d. 1931, Ásdís Minný, f. 1941, Sigríður Helga, f. 1950. Hinn 1.10. 1960 giftist Ester Hrafni Sæmundssyni prentara og síðar starfsmanni Félags- málastofnunar Kópavogs, f. 12.6. 1933, d. 10.12.2009. Dætur 1995; c) Fjölnir Þór, f. 2000. 3. Berglind Hrönn Hrafnsdóttir félagsráðgjafi, f. 1966. Maki hennar er Ólafur Vignir Björnsson verkfræðingur, f. 1965. Börn þeirra eru a) Sindri Freyr, verkfræðingur, f. 1988. Maki hans er Kristbjörg Helga táknmálstúlkur. Börn þeirra eru Daníel Aron og ónefnd Sindradóttir; b) Hrafnhildur nemi, f. 1994; c) Ester Hulda, f. 2000. Ester ólst upp í Keflavík en flutti ung til Reykjavíkur og síðar í Kópavoginn þar sem hún bjó til æviloka. Ester var sjúkraliði að mennt og vann um tíma við aðhlynningu. Auk þess vann hún ýmis önnur störf en lengst af á Bókasafni Kópa- vogs. Eftir starfslok vann hún sjálfboðaliðastarf hjá Rauða krossinum. Ester var virk í fé- lagsstarfi og var lengi félagi í Sam-frímúrarareglunni. Útför Esterar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 20. mars 2015, og hefst athöfnin kl. 11. þeirra eru: 1. Agnes Huld sál- fræðingur, f. 1961. Maki hennar er Páll Breiðfjörð Pálsson verkfræð- ingur, f. 1958. Börn þeirra eru a) Eva María, lyfja- fræðingur, f. 1983. Maki hennar er Hjalti lyfjafræð- ingur. Börn þeirra eru Alma Júlía og Agnes Ísa- bella; b) Páll Elvar Pálsson við- skiptafræðingur. Dóttir Páls Breiðfjörð er Sandra Dögg við- skiptafræðingur, f. 1978. 2. Hulda María, f. 1962, d. 2013. Synir hennar eru a) Viktor Hrafn viðskipafræðingur, f. 1988; b) Zophanías nemi, f. Mamma hefur kvatt okkur en hún átti stefnumót í Sumarland- inu. Vafalaust hafa móttökurnar verið góðar. Mamma hefur alltaf trúað á lífið í stærra samhengi þar sem ævin okkar hér er hluti af stærri heild. Trú mömmu var eins og hún sjálf, án öfga og yf- irgangs. Borin var virðing fyrir öllum sjónarmiðum. Mamma mun alltaf eiga stór- an sess í hjörtum okkar. Fjöl- skyldan var henni afar kær og hún tók virkan þátt í lífi okkar allra. Það verður skrítið að koma ekki reglulega við í Gullsmár- anum og eiga notalega stund yfir kaffibolla og spjalli. Rætt var um málefni líðandi stundar, fortíð og framtíð. Allt var undir og einhvern veginn skorti aldrei umræðuefni. Fjörugar umræður með barna- börnunum um allt mögulegt voru skemmtun ein þó að gjarn- an væri gripið tækifærið og komið að góðum gildum og leið- um til farsæls lífs. Hver á að strjúka okkur um vangann og segja, viltu nokkuð vera að þessu eða hinu, sagði eitt barna- barnanna og horfði á okkur í for- undran þegar við buðumst til að taka við hlutverkinu. Þetta gerir nefnilega bara amma. Mömmu þótti gaman að kíkja út í kaffi og var kaffistofa IKEA í miklu uppáhaldi. Þangað fór hún gjarnan með okkur og þótti öll- um gaman að fara með. Stund- um var fjölmennt. Djass og sving mun alltaf minna mig á mömmu. Hún hlust- aði á þessa gömlu góðu og stund- um þurfti að lækka í græjunum þegar við mættum á svæðið. Gott lag eins og „In the mood“ með Glenn Miller kom bliki í augun og gjarnan fylgdu létt dansspor. Hún var trú tónlist- arsmekk sínum en þó opin fyrir nýjungum eins og hljómsveitinni Sigur Rós. Mamma var virk í áhugamál- um sínum og var lengi félagi í Sam-frímúrarareglunni. Hún var traustur vinur og verður sárt saknað. Ég er þakklát fyrir allt það sem mamma hefur kennt mér og sannfærð um að leiðsögn hennar hefur gert mig að betri manneskju. Í anda mömmu kveð ég að sinni. Við sjáumst síðar. Berglind Hrönn Hrafnsdóttir Elsku amma mín. Ég sakna þín. Það er skrýtið að hafa þig ekki símtal í burtu eins og alltaf áður og ég sakna þess að fá að heyra góðu röddina þína aftur. Ég er sorgmædd yfir að þú fórst svona fljótt og þrátt fyrir það að við sjáumst ekki meira á þessari jörð er ég glöð að þú þjáist ekki og ert komin í sumarlandið. Það er gott að hugsa til tím- ans í Bræðró þar sem við vorum mest. Þaðan á ég svo margar góðar barnaminningar. Þú varst sú sem komst mér á sporið með jóga og við lágum hlið við hlið á stofuteppinu með fæturna upp í loft að gera æfingar. Talandi um að vera á undan samtímanum. Það voru svo góðir tímar og ég á margar góðar minningar frá Bræðratungu með þér og afa. Sunnudagslærið í hádeginu, hversdagsísinn í frystikistunni og smákökurnar sem þú reyndir að fela fyrir okkur inni í búri. Þú hefur komið tvisvar að heimsækja mig og Hjalta til Sví- þjóðar síðan við fluttum hingað fyrir fjórum árum, það er ómet- anlegt. Það var svo skemmtilegt að fá að stjana við þig í útlönd- um og leyfa þér að kynnast Ölmu og Agnesi betur í sænska umhverfinu sínu. Við fórum fínt út að borða í Stokkhólmi, ég sýndi þér höllina og þú gekkst um borgina eins og hver annar þrítugur túristi, þú varst svo hraust alla tíð. Eins og mamma sagði að þrátt fyrir að þú hefðir fengið berkla tvisvar fyrir tvítugt, þá fékkstu nánast aldrei kvef og svafst betur en unga fólkið. Þér var líka umhug- að um heilsuna og ég var alltaf stolt af því hvað þú varst dugleg að stunda íhugun og hugsa vel um þig. Einmitt svoleiðis eldri kona ætla ég að verða – sem stundar íhugun og jóga. Spurðir alltaf hvort við tækjum ekki lýs- ið og bættir við að þú hefðir heyrt að það væri svo hollt fyrir augun. Út frá þessu ræddum við oft um alla heima og geima lyfja og læknisfræði, þú varst alltaf svo áhugasöm og gaman að spjalla við þig, elsku amma. Annars röbbuðum við líklega mest um daginn og veginn, fjöl- skylduna. Þú sagðir alltaf hvað þú værir stolt af okkur barna- börnunum og þér fannst ótrúlegt að þú værir orðin langamma og nú áttu fjögur langömmubörn. Ég er svo glöð að stelpurnar mínar fengu að kynnast þér, elsku amma, og að við eigum myndir og minningar. Þú verður alltaf til staðar í hjarta mínu, ég hlakka til að hitta þig næst. Þín Eva María. Kveðja frá St. Ósíris Í dag kveðjum við systur okk- ar Ester Huldu Tyrfingsdóttur með þakklæti og virðingu, en hún lést 11. mars sl. Ester Hulda vígðist inn í Sam-frímúrararegluna árið 1984 og hafði því verið í reglunni í yfir 30 ár. Hún gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir stúku sína Ósíris og sinnti þeim öllum af einstakri alúð og trúmennsku. Ester var ákaflega hæglát kona í allri framkomu og frá henni geislaði hógværð og hlýja. Áföllum í lífinu tók hún af ein- stöku æðruleysi sem var svo ein- kennandi fyrir hana. Hún var virk í reglustarfinu allt til loka síðasta árs en þá varð hún að draga sig í hlé sökum veikinda. Þrátt fyrir veikindi fylgdist hún vel með starfinu og sendi reglu- lega kveðjur til systkina. Við stúkusystkin í St. Ósiris, sendum ástvinum Esterar Huldu hugheilar samúðarkveðjur. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Jóhannes úr Kötlum.) Blessuð sé minning Esterar Huldu Tyrfingsdóttur. Fyrir hönd St. Ósiris Sigurbjörg Vilmundardóttir. Ester Hulda Tyrfingsdóttir ✝ BryndísÁgústa Sig- urðardóttir fædd- ist í Reykjavík 28. október 1929. Bryndís lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Reykjavík 10. mars 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ágústa Hildi- brandsdóttir og Sigurðar Árnason. Systkini Bryndísar voru Að- alsteinn Sigurðsson, Árni Sig- urðsson og Hjördís Þorbjörg Sigurðardóttir en þau eru öll látin. Bryndís giftist Finni Eyj- ólfssyni, f. 6.9. 1930, d. 6.8. 2014, 5. desember 1959. Börn þeirra eru 1) Áslaug Finnsdóttir, sonur hennar Finnur Matthew Johnsson. 2) Sigrún Finns- dóttir, maki Hauk- ur Harðarson, dóttir Sigrúnar, Elín K. Linnet, maki Hafsteinn Steinsson, börn þeirra Kári Haf- steinsson, Tinna Hafsteinsdóttir, Tumi Hafsteinsson og Örri Hafsteins- son. 3) Eyjólfur Ágúst Finnsson. Bryndís starfaði á yngri ár- um hjá Sælgætisgerðinni Freyju, en flutti svo um tíma til Bandaríkjanna 1956 þar sem hún bjó og starfaði. Á árunum 1982-1998 starf- aði hún á Hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum við Snorra- braut. Útför hennar fór fram frá Fossvogskirkju í gær, 19. mars 2015. Bryndís Ágústa Sigurðar- dóttir var einhver sú yndisleg- asta manneskja sem ég hef á ævi minni hitt. Ég bjó hjá henni um tíma þegar ég var í sambúð með Sigrúnu dóttur hennar og átti þar góða tíma. Hjá henni og Finni bjuggum við við afskap- lega gott atlæti ásamt Ellu dóttur okkar. Sjaldan sá ég hana öðruvísi en brosandi og létta í lund. Hún var jákvæð og bjartsýn að eðlisfari og með af- skaplega þægilega nærveru. Það var eiginlega ekki hægt annað en láta sér líða vel þegar maður var nálægt henni. Hún var umhyggjusöm og vildi öllum vel. Í þau fáu skipti sem ég sá hana leiða eða skipta eilítið skapi var þegar einhverjir voru að rífast eða með einhver leið- indi. Slíkt átti hún erfitt með að þola. Eftir að við Sigrún slitum samvistum hittumst við reglu- lega í afmælum dóttur okkar og svo barnabarnanna og voru það ávallt ánægjulegir endurfundir. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast svona fallegri sál og óska henni velfarnaðar í sumarlandinu. Öllum aðstand- endum votta ég mína dýpstu samúð. Kristján K. Linnet. Ég veit ekki hvort þú hefur, huga þinn við það fest. Að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem varla sést. Ástúð í andartaki, augað sem glaðlega hlær, hlýja í handartaki, hjarta sem örar slær. (Úlfur Ragnarsson.) Elskuleg föðursystir okkar, Bryndís eða Didda eins og við kölluðum hana, er látin. Þetta ljóð minnir okkur á hana og ást- úð hennar til okkar systranna. Hún gaf okkur þá stóru gjöf að láta okkur alltaf finna að henni þótti vænt um okkur. Didda var yngst systkina pabba, aðeins 17 ára þegar sú elsta okkar fæddist, en Ágústa var fyrsta barnabarn afa og ömmu. Enda þótt foreldrar okk- ar hafi skilið eftir stutt hjóna- band entist vinátta mömmu og Diddu ævilangt. Alla tíð sýndi hún henni og okkur stelpunum einstaka ræktarsemi og fylgdist með okkur og okkar fólki af lif- andi áhuga. Vinátta hennar við mömmu var til þess að hún kall- aði okkur oft „stelpurnar henn- ar Möggu mágkonu“. Okkur þótti afskaplega vænt um það. Enda þótt samband okkar við föðurfjölskylduna hafi ekki ver- ið mikið voru tengslin þó góð. Það getum við ekki síst þakkað Diddu. Didda og Finnur áttu mörg erfið ár vegna veikinda hans. Í baráttunni með honum stóð hún sig eins og hetja og hann var efst í huga hennar í hverju sam- tali. Þó var okkur ljóst að hún var sjálf ekki góð til heilsunnar. Löng og skemmtileg símtöl átt- um við og þá var hún kát og lét sem ekkert amaði að sér, greip jafnvel stundum í svartan húm- or þegar það átti við. Við kveðjum föðursystur okk- ar með þakklæti í huga. Elsku Áslaug, Sigrún og Eyjólfur, mamma ykkar var afskaplega heil og góð manneskja sem við munum sakna. Ykkur og fólkinu ykkar sendum við innilegar samúðarkveðjur. Ágústa, Anna Þóra, Sigrún og Margrét Árnadætur. Bryndís Ágústa Sigurðardóttir Smáauglýsingar Gisting Svefnpokagisting Salarleiga www.arthostel.is Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Námskeið Skráning í Polar Beer deildina fyrir sumarið 2015 er hafin. Þau lið sem hafa áhuga eru vin- samlega beðin um að hafa sam- band í síma 697 8526 eða e-mail runarstefansson@gmail.com Stjórn Polar Beer deildarinnar í knattspyrnu. Til sölu Rafmagnsreiðhjól, eldri árgerð seld með allt að 50% afslætti, verð nú frá 75.000, takmarkað magn. www.el-bike.is Hvaleyrarbraut 39, 220 Hafnarfirði, opið virka daga 8–16, sími 864 9264. Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Ýmislegt TILBOÐ - TILBOÐ - TILBOÐ Einstaklega mjúkir og þægilegir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. TILBOÐSVERÐ: 3.500 kr. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Elsku Steini frændi/bróðir. Við Nadía Líf kveðjum þig með tárum og sorg í hjarta en við vitum að þú ert kominn á stað þar sem þján- ing og sorgir hverfa og líkn tekur við. Þú varst einstakur maður, með einstaka nærveru og gafst þeim sem stóðu þér næst ávallt umhyggju og ómældan tíma. Að kvöldi andláts þíns lét systir þín og móðir mín mig vita að tíminn væri kominn og á meðan ég kveikti á kerti með tár á hvarmi gekk litla Nadía Líf dóttir mín fram og horfði á mig og um leið hvíslaði hún: „Steini bróðir.“ Samband litlu dóttur minnar og þín var einstakt en dóttir mín hefur verið svo einstaklega lán- söm að vera mikið í kringum móðurömmu sína frá fæðingu og varðst þú svo stór hluti af hennar lífi í kringum ömmu hennar. Hún kallaði þig Steina bróður frá því hún lærði að tala og þótti fólki Bergsteinn Ragnar Magnússon ✝ BergsteinnRagnar Magn- ússon fæddist 1. mars 1941. Hann lést 20. febrúar 2015. Útför Berg- steins fór fram 5. mars 2015. alltaf gaman að því hversu glöð hún varð í hvert skipti sem hún fékk að heyra að þú værir að koma til Íslands. Þið áttuð ófá sam- tölin á netspjallinu og varðveitir hún ávallt fallega bangs- ann sinn, Skunk, sem þú gafst henni í einni ferðinni. Elsku Steini frændi, við kveðj- um þig með þakklæti og ást fyrir þá gjöf að hafa fengið að þekkja þig. Við vitum að amma Elín, afi Maggi og Malla frænka breiða faðminn á móti þér og hjálpa þér að takast á við nýtt hlutverk á himnum. Við kveðjum þig með bæninni sem Elín amma, móðir þín, kenndi öllum barnabörnum sín- um. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Við sendum þínum allra nán- ustu innilegar samúðarkveðjur en um leið sendum við þeim birtu, ást og hlýhug. Lilja og Nadia Líf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.