Morgunblaðið - 20.03.2015, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARS 2015
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Nýlegar skoðanakannanir benda til
þess að Verkamannaflokkurinn tapi
langflestum þingsætum sínum í
Skotlandi í bresku kosningunum 7.
maí og geti ekki myndað ríkisstjórn
án stuðnings Skoska þjóðarflokksins
(SNP) sem berst fyrir sjálfstæði
Skotlands.
Ed Miliband, leiðtogi Verka-
mannaflokksins, sagði í ræðu í vik-
unni að ekki kæmi til greina að
mynda samsteypustjórn með aðild
Skoska þjóðarflokksins. Hins vegar
útilokaði hann ekki þann möguleika
að Verkamannaflokkurinn myndaði
minnihlutastjórn með stuðningi
skosku þjóðernissinnanna.
Forystumenn Íhaldsflokksins
höfðu skorað á leiðtoga Verka-
mannaflokksins að útiloka hvers
konar stjórnarsamstarf við SNP ef
enginn flokkur fær meirihluta á
þinginu eins og kannanir benda til.
David Cameron, forsætisráðherra
og leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði eft-
ir yfirlýsingu Milibands að það væri
„auvirðilegt“ af Verkamannaflokkn-
um að hafna ekki þeim möguleika að
mynda ríkisstjórn með stuðningi
Skoska þjóðarflokksins á breska
þinginu. „Verkamannaflokkurinn er
í raun að segja að hann sé að reyna
að komast til valda með stuðningi
flokks sem vill leysa landið okkar
upp. Þetta er flokkur sem er þeirrar
skoðunar að Bretland, landið okkar,
eigi ekki að vera til.“
Skoski þjóðarflokkurinn barðist
fyrir því að Skotar samþykktu sjálf-
stæði frá Bretlandi í þjóðaratkvæði
18. september. Sjálfstæði var þá
hafnað með 55% atkvæða gegn 45%.
Áður höfðu bresk stjórnvöld lofað að
auka völd skoska þingsins.
Alex Salmond sagði af sér sem for-
sætisráðherra skosku heima-
stjórnarinnar og leiðtogi Skoska
þjóðarflokksins en er í framboði fyr-
ir flokkinn í bresku þingkosningun-
um.
Vill ekki vera í stjórninni
Nicola Sturgeon, nýr leiðtogi
Skoska þjóðarflokksins, segir að
yfirlýsing Milibands breyti í raun
engu. Hún hafi alltaf sagt að það sé
„mjög ólíklegt“ að flokkurinn eigi að-
ild að breskri ríkisstjórn eftir kosn-
ingarnar. „Það var mikið skrum að
útiloka eitthvað sem enginn hefur
lagt til,“ hefur The Daily Telegraph
eftir Sturgeon. „Við höfum alls ekk-
ert við þessa yfirlýsingu Milibands
að athuga vegna þess að við höfum
hvort sem er aldrei viljað formlegt
samstarf með sæti í bresku ríkis-
stjórninni.“
Sturgeon sagði að Skoski þjóðar-
flokkurinn léði máls á „lauslegu“
samstarfi við hugsanlega minni-
hlutastjórn Verkamannaflokksins til
að hindra að Íhaldsflokkurinn héldi
völdunum. Ef Miliband hafnaði slíku
samstarfi myndi hann færa David
Cameron völdin á silfurfati og það
yrði „síðasti naglinn í líkkistu Verka-
mannaflokksins í Skotlandi“.
Varar við glundroða
Skoski þjóðarflokkurinn leggur
meðal annars áherslu á að útgjöldin
til velferðarmála í Bretlandi verði
aukin. Sturgeon hefur sagt að
flokkurinn hafi fallið frá því skilyrði
fyrir stuðningi við minnihlutastjórn
Verkamannaflokksins að hætt verði
við endurnýjun Trident-kjarnorku-
eldflauga.
Forystumenn Íhaldsflokksins
höfðu vikum saman lagt að Verka-
mannaflokknum að hafna samstarfi
við skosku þjóðernissinnana og sagt
að Miliband væri „í vasanum á Alex
Salmond“. Talsmaður Íhaldsflokks-
ins sagði eftir yfirlýsingu Milibands
að samstarf, sem byggðist á því að
skoskir þjóðernissinnar tækju af-
stöðu til hvers frumvarps fyrir sig,
myndi leiða til „glundroða“, aukinna
ríkisútgjalda, skuldasöfnunar og
hærri skatta.
Miliband segir þetta hræðsluáróð-
ur af hálfu Íhaldsflokksins sem hafi
verið í minnihluta á breska þinginu í
20 ár og gefið upp alla von um að ná
meirihluta. David Cameron fari fyrir
Íhaldsflokki sem hafi „gefið Skot-
land upp á bátinn og þykist jafnvel
ekki lengur geta komið fram fyrir
hönd alls landsins“.
Hafnar samsteypustjórn með SNP
Leiðtogi Verkamannaflokksins útilokar ekki þann möguleika að mynda minnihlutastjórn með stuðn-
ingi skoskra þjóðernissinna á breska þinginu Stefnir í að Skoski þjóðarflokkurinn komist í oddastöðu
AFP
Með Miliband í vasanum Veggspjald frá Íhaldsflokknum með mynd af Ed
Miliband, leiðtoga Verkamannaflokksins, í vasa Skotans Alex Salmonds.
Mjótt á munum
» Síðustu kannanir benda til
þess að lítill munur sé á fylgi
tveggja stærstu flokkanna og
þeir séu langt frá því að ná
meirihluta á breska þinginu.
» Verkamannaflokknum er nú
spáð 280 þingsætum og
Íhaldsflokknum 279. Til að ná
meirihluta þurfa þeir að fá
minnst 326 sæti.
» Kannanirnar benda til þess
að Skoski þjóðarflokkurinn
verði þriðji stærstur, með 52 af
alls 59 þingsætum Skotlands.
Útlit er fyrir að Verkamanna-
flokkurinn missi um 35 af 41
skosku þingsæti sínu.
» Frjálslyndum demókrötum
er spáð 14 sætum og Breska
sjálfstæðisflokknum (UKIP)
tveimur.
Vélar og framdrifsbúnaður frá Marás
Nýsmíði Samherja, Útgerðarfélag Akureyringa og FISK Seafood
Útgerðir þessara skipa völdu búnað frá
Marás ehf. og Friðrik A Jónsson ehf.
Friðrik A Jónsson ehf.
Miðhraun 13 - 210 Garðabær
Sími: 552 2111 - Fax: 552 2115
www.faj.is
Bjóðum aðeins viðurkenndan búnað
Marás ehf.
Miðhraun 13 - 210 Garðabær
Sími: 555 6444 - Fax: 565 7230
www.maras.is
TOIMIL
generationpower
STAMFORD
SU90 Lágtíðnisónar
ES70 Dýptarmælir
Lágtíðnisónar
Dýptarmælir
Sjálfstýring
GPS áttaviti
Hliðarskrúfustýring
AIS sendir
Fjölnota tölva
Breiðbands radar
Útvarpstæki
Þrívíddarplotter
Talstöðvar
Myndavélar
Hraðalog
Veðurstöð