Morgunblaðið - 23.03.2015, Síða 18

Morgunblaðið - 23.03.2015, Síða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2015 Gylfaflöt 16-18 |112 Reykjavik | Sími 553 5200 | solo.is ARÍA Eldhúsborð Borðin eru fáanleg í mismunandi stærðum og útfærslun. ARÍA skrifborð Stærð 70x120cm fáanlegt í fleiri litum Tilboðsverð 135.000,- Tilvalin fermingargjöf Íslensk hönnun og framleiðsla Aría borðlínan fékk Hönnunarverðlaun FHI 2013 í húsgagnaflokki. Hönnuður: Sturla Már Jónsson SESTA stólar Fást einnig í svörtu, hvítu og glæru. Ekki hafa farið framhjá neinum þær miklu umræður og órói, sem verið hefur að undanförnu, hvort efna eigi til þjóðar- atkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við ESB. Skýrt hefur komið fram, að meiri- hluti þjóðarinnar vill að þeim verði haldið áfram til að fá fram, hvað sé í boði og hverjir séu kostir þess og gall- ar að ganga í ESB eða vera utan þess. Fyrr en það liggur fyrir get- ur enginn tekið upplýsta ákvörðun um það, hvað viðkomandi ein- staklingi og þjóðinni, þ.m.t. sjávar- útvegi og landbúnaði, sé fyrir bestu að gert verði.Vera aðilar að ESB í framtíðinni eða vera áfram utan þess. Um það yrði kosið síð- ar. Fyrir liggur að talsmenn sjávar- útvegs og landbúnaðar mega ekki til þess hugsa að fáfróður almenn- ingur að þeirra mati fái að taka svo afdrifaríka ákvörðun. Þeir telja greinilega að sérhagsmunir þeirra í sjávarútvegi og landbún- aði séu slíkir, að þeir einir séu bærir að hafa vit fyrir þjóðinni. Almenningur megi þar hvergi ná- lægt koma. Hagsmunir þessara at- vinnugreina séu um leið hags- munir þjóðarinnar, hagsmunir sem ekki komi til greina að taka áhætt- una af að hróflað verði við á einn eða annan hátt með hugsanlegri aðild að ESB. Þess vegna eigi ekki að hleypa almenningi að til að kjósa um framhald viðræðnanna. Almenningur megi kjósa um hvað sem er, bara ekki þetta, þótt þetta sé eitt mesta hagsmunamál þjóð- arinnar. Þessir sérhagsmunaaðilar hafa ekki getað á heilum sér tekið af ótta við að almenningur tæki upp á þeim ósóma að samþykkja eitthvað, sem hugsanlega gengi gegn þessum sérhagsmunum þeirra. Þess vegna hafa þeir beitt sér fyrir því af krafti, að viðræðunum verði slitið sem allra fyrst svo þeir fái loks svefnfrið og hags- munir þeirra verði ekki settir í hættu. Tilraun utanríkis- ráðherra til að reyna að slátra þessu máli í eitt skipti fyrir öll með einu óskiljanlegu ráðherrabréfi var algert klúður, eins og fram hefur komið á Alþingi og í fjölmiðlum að undanförnu. Sýnir þetta berlega þann ótta sem þessir sérhagsmunaaðilar hafa, að sauðsvartur almúginn fái að tjá sig um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem meirihlutinn ráði í anda lýðræðis, sem stundum gildir hér á Íslandi, þ.e.a.s þegar það skarast ekki of mikið við sérhagsmunina hér eða þar á Íslandi. Það er krist- altært, að meirihluti þjóðarinnar vill fá að kjósa um framhald við- ræðna til að fá fram, hverjir verða kostir og gallar þess ef aðild yrði samþykkt. Í framhaldinu fengi þjóðin að kjósa um það, hvort sækja eigi um aðild eða ekki. Það hlýtur að vera hægt að treysta al- menningi til þess í stað þess að láta fámenna sérhagsmunahópa ráða því alfarið, eins og þeir hinir sömu vilja gera og hafa vit fyrir hinum hvað sé þjóðinni fyrir bestu. Eitt annað að lokum. Annar stjórnmálaflokkurinn í ríkisstjórn í dag er Framsóknarflokkurinn. Í langan tíma hefur stöðugt verið gert grín að þessum flokki, fylg- ismönnum hans og þingmönnum bæði í máli og skopmyndum, enda- lausum bröndurum manna í milli og jafnvel gert út á það hjá svo- kölluðum uppistöndurum á skemmtunum. Það má vel vera að flokkurinn láti þetta endalaust yfir sig ganga, en það sem maður verð- ur núna meira og meira var við úti í þjóðfélaginu er, að hláturinn er farinn að breytast í fyrirlitningu á flokknum og því sem hann stendur fyrir. Það hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir stjórnendur og stuðningsmenn Framsóknarflokks- ins, þótt ég gráti það ekki sjálfur. ESB og þjóðar- atkvæðagreiðsla Eftir Jónas Haraldsson » Tilraun utanríkis- ráðherra til að reyna slátra þessu máli í eitt skipti fyrir öll með einu óskiljanlegu ráðherrabréfi var algert klúður. Jónas Haraldsson Höfundur er lögfræðingur. Með orðinu jafndægur er átt við þá stund þegar sól er beint yfir mið- baug jarðar. Notuð eru orðin og orðasamböndin vorjafndægur, vor- jafndægri, jafndægur á vori og jafndægri á vori og eru þau á tíma- bilinu frá 19.-21. mars. Vorið er handan við hornið og veit ég að margir bíða spenntir eftir því eftir erfiðan vetur. Borgarbúi. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Vor Vor í lofti Notalegt er að ganga um í Laugardalnum þegar vorið lætur á sér kræla. Morgunblaðið/Kristinn Búnast fuglum verr og verr, varga eflist standið. Hafa stjórnvöld hugsað sér hvorir erfi landið? ( IA - ALV) Ágæti umhverfisráðherra, Sigrún Magnúsdóttir. Velkomin til starfa og vonandi lætur þú gott af þér leiða í þessu mikilvæga embætti. En þar sem þú ert ættuð frá Bakka í Svarfaðardal þykir mér líklegt að þér finnist mál til komið að fleiri geri þann garð frægan, en Gísli, Ei- ríkur og Helgi. Og nú er tækifærið. Undanfarið hef ég hér í Mbl. fjallað um bágt ástand rjúpnastofnsins, en velferð þessa ágæta fugls er nú í þínum höndum. Ég vænti því þess að þú hafir lesið mín skrif og skal hér eftir megni sneiða hjá end- urtekningum. Sorgarsaga Frá því land byggðist hafa for- feður okkar goldið varhug við refn- um og það ekki að ófyrirsynju, enda mikill skaðvaldur í sauðfé og nytja- fuglastofnum. Fljótlega eftir að fyrsti og eini veiðistjórinn sem bar það nafn með rentu, Sveinn Ein- arsson frá Miðdal, hafði safnast til feðra sinna, var lögum breytt í þá veru að líffræðingur ætti að sitja í þessum stól og gengið var ítrekað fram hjá reyndum og fyrirtaks hæf- um veiðimönnum. Embættið breyttist í veiðikorta- útgáfu og að sjá til þess að kjör grenjaskyttna hjá sveitarfélögum yrðu sem hraklegust. Jafnframt var sá áróður rekinn, bæði varðandi ref og mink, að því fleiri dýr af þessu tagi sem drepin væru, því meir stækkuðu stofnar þeirra. Að þessu gerðu varð veiðistjóraembættið sjálfdautt, og það engum harmsefni. Samtímis því að veiðistjórarnir sukku dýpra og dýpra í veru- leikafirringuna, höfnuðu reynslu kynslóðanna af varginum og fyr- irlitu skoðanir leikmanna sem alið höfðu allan sinn aldur á vettvangi, reis á legg umhverfisráðuneyti, sem strax við fæðingu virtist telja það sína helgustu skyldu að slá skjaldborg um varginn, bæði ferfættan og fleygan. Rebbi var friðaður á miðhálendinu, Horn- ströndum, Skaftafelli, Jökulsárgljúfrum, Snæfellsnesi að hluta og miklu víðar. Bannað var að herja á minka með áður góð- um og áhrifaríkum aðferðum og nú má ekki lengur taka þennan morð- óða djöful upp á skottinu. Hrafnar voru settir á válista og þvælst er fyrir eftir bestu getu gegn því að álftastofninn, sem veld- ur bændum gífurlegu tjóni, sé grisj- aður. Ríkið fékk, óáreitt af þínum forverum, að fella niður hlutdeild sína í kostnaði við varnarstríð sveit- arfélaga, og þau, mörg fjárvana, fóru að trassa að sinna þessum mik- ilvæga náttúruverndarþætti. Refnum fjölgaði því úr 1.300, 1978, í tæp 8.000, 2003. Páll Her- steinsson segir í Mbl. 2009 „Refa- stofninn hefur tífaldast á 30 árum“. Öllum sjáandi á vettvangi er ljóst að sú uppsveifla er enn í gangi. Rjúpa er aðalfæða refa allan ársins hring og þegar þeir eru búnir með síðustu rjúpurnar er sauðfé nærtækast, sel- kópar, eins og hér við Djúp í sumar eða matvæli sem sumarbústaðafólk hefur úti á veröndinni yfir nótt. Minkurinn sneri sér einnig að rjúp- unni þegar hann var búinn að ger- eyða öllu lífi í smærri ám og lækjum. Eftir að lokað var fyrir að- gengi máva að frysti- húsaúrgangi og frá- veitum, eru þeir á varptímanum fram um dali og heiðar að ræna hreiður mó- og vað- fugla og rífa í sig ung- ana. Árið 1927 voru fluttar út 252.650 rjúpur. Þjóðþekktur náttúrufræðingur seg- ir 1985 að rjúpnaparastofninn sé 600.000 pör. Síðan er rebbi leiddur til öndvegis með þeim afleiðingum að friða þurfti rjúpuna 2003-2004 en það dugði skammt. Það er alveg ljóst að refa„fræðingar“ þínir munu seint viðurkenna að tófa geri usla í rjúpu. Sama á við um rjúpna„fræð- ingana“ enda ekki til siðs að nefna snöru í hengds manns húsi. Af því spratt veiðleyfahneykslið í haust og síðan var uppdiktuðu hreti kennt um rjúpnaþurrðina. Aðgerðir Þú hefur, Sigrún, öruggan stuðn- ing til góðra verka á þessu sviði frá þorra þjóðarinnar. Ekki má svæfa þessi mál í nefnd, heldur hefjast handa strax. Ráða hæfan veiði- stjóra, heimila aftur grenjavinnslu í öllum þjóðgörðum og friðlöndum og ríkið standi undir helmingi af vargaeyðingarkostnaði sveitarfé- laga. Jafnframt verður að alfriða rjúpuna meðan verið er að lág- marka refastofninn. Kostnaðar- aukningu ríkisins er sjálfsagt að mæta með því að þú segir upp vargaverndarfólkinu þínu, öllu með tölu. Fullgild ástæða er gróf van- ræksla á þeirri starfsskyldu að vernda lífríkið fyrir offjölgun vargs og ganga þannig freklega gegn hagsmunum og lífsgæðum þjóð- arinnar. Með baráttukveðju. Vargar í véum – opið bréf til umhverfisráðherra Eftir Indriða Aðalsteinsson Indriði Aðalsteinsson » Frá því land byggð- ist hafa forfeður okkar goldið varhug við refnum og það ekki að ófyrirsynju, enda mikill skaðvaldur í sauðfé og nytjafuglastofnum. Höfundur er sauðfjárbóndi á Skjaldfönn v/Djúp.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.