Morgunblaðið - 23.03.2015, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 23.03.2015, Qupperneq 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MARS 2015 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Gríski heimspekingurinn og stærð- fræðingurinn Plató, sem var uppi um 400 árum fyrir Krist, lýsti tón- listinni sem siðferðislegu lögmáli. Lögmáli sem gæfi alheiminum sál, huganum vængi og lyfti ímyndunar- aflinu til flugs með sjarma og gleði til alls. Laufey Sigurðardóttir fiðlu- leikari er fyrir löngu orðin samofin tónlistinni og hefur verið virkur þátttakandi í að færa töfra hennar til almennings á Íslandi í meira en 40 ár. „Tónlistin hefur alltaf fylgt mér en ég get ekki sagt að það hafi nokkurn tímann verið ákvörðun hjá mér að leggja hana fyrir mig, það bara gerðist.“ Laufey segist ekki leyfa sér að meta áhrif tónlistar á annað fólk. „Hún er dýrmæt fyrir mig, án hennar væri líf mitt tómlegt og ég vildi að hún væri aðgengileg fyrir alla.“ Músík í Mývatnssveit Hverjum þykir sinn fugl fagur en fáir geta neitað því að Mývatns- sveitin er einstök en þar hefur Lauf- ey haft annan fótinn frá barnæsku og þykir sveitin sín ein sú fegursta á landinu. „Mér líður vel fyrir norðan og hef gaman af því að skipta um umhverfi og komast úr borginni. Ég hef gaman af að umgangast sveita- fólk og þekki til á flestum bæjum í sveitinni en læt bústörf alveg eiga sig. Það er náttúran og fólkið sem kallar mig heim í sveitina.“ Árlega heldur Laufey tónleika fyrir norðan, Músík í Mývatnssveit, og eru þeir sennilega með glæsilegri tónleikum sem haldnir eru á svæð- inu yfir páskana. „Mývatnssveitin er þétt setin ferðamönnum á sumrin og mikið menningarstarf fer þar fram en á þessum árstíma sækja hana færri heim og tónleikarnir eru því hugsaðir sem aukin afþreying.“ Þar að auki fylgir tónleikunum mikil gleði og ánægja fyrir Laufeyju, sem segist þakklát fyrir að geta farið ár- lega með framúrskarandi tónlist- arfólk norður til að spila. Píanóleikari í heimsklassa Laufey er hvort tveggja upphafs- maður tónleikanna og hefur verið í forystu þeirra frá upphafi. Henni er því mikið kappsmál að fá gott fólk með sér og segir að sér hafi æv- inlega tekist það, og sannarlega í ár. „Fyrst skal frægan telja hinn ítalska píanóleikara Domenico Codispoti, sem hefur á undanförnum árum ver- ið duglegur að koma til Íslands að spila og mér hefur hlotnast sá heið- ur að spila með honum einu sinni áð- ur. Hann er vel þekktur og er eft- irsóttur út um allan heim og ég er því augljóslega þakklát og glöð og roggin að hann skuli leggja það á sig að koma norður að heimskautsbaug í fámennið til að spila. Það sýnir kannski best hversu skemmtilegur maður hann er,“ segir Laufey og tekur sérstaklega fram að Domenico hafið fallið fyrir íslenska hálendinu síðastliðið sumar. „Hann hefur tekið ástfóstri við landið en hinn erlendi tónlistarmaðurinn er Ellen Bridger bandarískur sellóleikari. Hún er gömul vinkona mín frá námsárum í Boston .Núna er hún leiðari í Ballet West hljómsveitinni í Utah. Hún var stjörnunemandi á sínum tíma. Mér finnst hún dásamleg listakona og þykir vænt um að hún getur komið. Við höfum ekki sést í fjölda ára og ég hlakka til að hitta hana aftur. Hún hefur unnið náið og spilað kammermúsík með mörgum orð- lögðum tónlistarmönnum þar vestra, svo sem fiðluleikurunum Charles Libove og Joseph Silver- stein. Fyrir fjölda ára kom hún til landsins og spilaði á tónleikum með Pólýfónkórnum undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar og fór í framhald- inu í ferðalag til Spánar með kórn- um, þá vorum við bara stelpur. Fyr- ir utan erlendu tónlistarmennina kemur engin önnur en Diddú og hana þarf varla að kynna. Hún er fyrir löngu orðin þjóð- arlistamaður. Í fáeinum lögum syng- ur gestalistamaðurinn okkar í ár, bassinn og læknirinn Ásgeir Böðv- arsson frá Gautlöndum í Mývatns- sveit, en Diddú bað sérstaklega um að læknirinn með fallegu röddina syngi með sér.“ Baráttan um fjármagnið Dagskrá tónleikanna verður í anda helgidaganna en samkvæmt venju geta tónlistargestir gengið í kringum Mývatn að morgni föstu- dagsins langa, borðað góðan mat og mætt klukkan níu um kvöld á tón- leika í Reykjahlíðarkirkju. „Föstu- dagurinn langi er tekinn alvarlega hér og tónlistin er því með ákveðn- um helgiblæ. Fyrri tónleikarnir, sem fara fram klukkan 20 á skírdag, eru með öllu léttara yfirbragði en þeir fara fram í Skjólbrekku og þar verður spiluð hefðbundin kammer- tónlist.“ Tónlistahátíð sem þessir er ekki ókeypis og baráttan um fjármagnið hefur alltaf verið strembin. Steininn tók þó úr þegar ákveðið var að við- burðir af þessu tagi skyldu teknir af fjárlögum Alþingis að sögn Lauf- eyjar „Frá því að tekin var ákvörðun um að taka tónlistarhátíðina af fjár- lögum hefur róðurinn orðið erfiðari Hótel Reynihlíð er að venju helsti bakhjarl tónleikanna. Sveitarfélagið og ýmsir þjónustuaðilar leggja einn- ig sitt af mörkum, til dæmis koma konur úr Vogafjósi með matar- smakk á tónleikana í Skjólbrekku. Með hjálp góðra manna hefur ætíð á seinustu metrunum tekist að koma verkefninu í höfn. Fyrir allan stuðn- inginn er ég mjög þakklát, án hans væri þetta ekki hægt, en reyndar hef ég aldrei getað greitt tónlistar- fólkinu sem vert væri. Það er hóf- söm krafa að ætlast til að fólk fái mannsæmandi laun fyrir vinnu sína, þar á meðal tónlistarmenn, sem langflestir vinna langan vinnudag fyrir niðurlægjandi laun.“ Hljómsveitin okkar Í meira en 40 ár hefur Laufey ver- ið viðloðandi Sinfóníuhljómsveit Ís- lands og hefur séð hana taka breyt- ingum og þróast. „Sinfóníuhljómsveitin er fyrst og fremst spilararnir sem eru í henni. Án þeirra er engin hljómsveit. Þró- un hljómsveitarinnar fer því mikið eftir fólkinu sem er í henni á hverj- um tíma. Ég hef séð hana taka mikl- um framförum og þróast og ég hef séð tímabil þar sem hún gerir það ekki.“ Fluttningurinn í Hörpu er þó eflaust stærsta breytingin sem hef- ur orðið í starfi hljómsveitarinnar síðan Laufey byrjaði að spila með henni. „Þetta var bylting. Í Há- skólabíói var erfiður hljómburður okkar versti óvinur. Bíóhús getur aldrei gengt hlutverki tónleikahúss svo vel sé. Aðstaðan í Hörpu er til fyrirmyndar. Okkur sem þarna störfum finnst við eiga þarna heima, þarna er gert ráð fyrir fólki sem starfar á þessum vettvangi.“ Harpa hefur gert meira en að bæta aðstöðu Sinfóníuhljómsveitar- innar að mati Laufeyjar, það hefur orðið hugarfarsbreyting. „Ég þóttist finna fyrir mun meiri áhuga almenn- ings á starfi hljómsveitarinnar eftir flutninginn, og sá áhugi skilar sér augljóslega í góðri tónleikasókn. Eftir flutninginn er hljómsveitin mun aðgengilegri en áður, og ósk- andi væri að tónlistarlífi um land allt verði gert kleift að auðgast og dafna í framtíðinni.“ Tómlegt líf án tónlistar  Tónlistarhátíðin Músík í Mývatnssveit haldin í 18. sinn af Laufeyju Sigurðardóttur fiðluleikara Morgunblaðið/Kristinn » Frá því að tekin varákvörðun um að taka tónlistarhátíðina af fjár- lögum hefur róðurinn orðið erfiðari. Fiðluleikari Laufey Sigurðardóttir heldur árlega tónleika um páskana í sveitinni sinni, Mývatnssveitinni. Á skírdag hefst dagskráin klukkan 20 í Skjólbrekku og verða leikin íslensk sönglög og tríó í H-dúr op. 8 eftir Brahms. Eftir hlé taka svo við ítalskar antikaríur, tríó eftir Piazzolla, óperuaríur og dú- ettar. Á föstudaginn langa fara tónleikarnir fram í Reykjahlíð- arkirkju og hefjast klukkan 21:00. Þar fær að hljóma tríó í C-dúr kv.548 eftir Mozart og fjöldi sönglaga eftir íslensk og erlend tónskáld, Pál Ísólfs- son, Sigvalda Kaldalóns, J.S.Bach, Handel og fleiri. Dagskrá tónleikanna MÚSÍK Í MÝVATNSSVEIT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.