Morgunblaðið - 11.04.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.04.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2015 Hver á skilið að fá náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2015? Auglýst er eftir tilnefningum til náttúru- og umhverfis- verðlauna Norðurlandaráðs. Öllum er frjálst að skila inn tilnefningum fyrir 13. apríl 2015. Verðlaunin verða veitt fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem stuðlað hefur að minnkandi losun gróðurhúsalofttegunda á Norðurlöndum. Nánari upplýsingar á norden.org Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is É g hlakka til að koma heim í sumar og kynna verkefnið fyrir bæjar- yfirvöldum í Eyjum. Auðvitað væri það al- gjör draumur ef þetta yrði að veru- leika, sérstaklega þar sem verkefnið er hannað inn í landslagið í Eyjum og ófáar klukkustundir liggja á bak við verkefnið,“ segir Anna Kristín Magnúsdóttir um lokaverkefni sitt í arkitektúr við Háskólann í Álaborg en hún hannaði samliggjandi leik- skóla og íbúðir fyrir eldri borgara. Ástæðan fyrir því að Anna Kristín kynnir hugmyndina fyrir bæjaryfirvöldum í Vestmannaeyjum er sú að í febrúarmánuði sl. var lögð fram bókun í fjölskyldu- og tóm- stundaráði Vestmannaeyja þar sem hún lagði til að bæjaryfirvöld kynntu sér hönnun Önnu Kristínar. Samliggjandi leikskóli og íbúðir fyrir eldri borgara Við val á lokaverkefni hafði Anna Kristín tvennt í huga; annað var að byggja leikskóla og hitt að byggingin skyldi vera á Íslandi. Ástæðan fyrir því að hún vildi hanna byggingu á Íslandi var m.a. sú að reikna þarf með jarðskjálftum við bygginguna en það er tækniatriði sem alla jafna ekki þarf að hafa í huga í hönnun á dönskum húsum. Leikskólann vildi Anna Kristín þó ekki hafa hefðbundinn. Hug- myndin tók á sig fasta mynd þegar Hönnun sem vinnur gegn æskudýrkun Eyjamærin Anna Kristín Magnúsdóttir hannaði samliggjandi leikskóla og íbúðir fyrir eldri borgara í Vestmannaeyjum í útskriftarverkefni sínu í arkitektúr frá Há- skólanum í Álaborg. Hún hlakkar til að koma til landsins í sumar og kynna bæjaryfirvöldum hönnunina. Strax eftir útskrift í maí sl. fékk hún starf hjá arki- tektastofunni Danielsen Architecture í Kaupmannahöfn. Hún nýtur sín í vinnunni og er ekki á leiðinni heim – ekki í bráð að minnsta kosti. Útskriftarverkefni kynnt Anna Kristín við líkanið af byggingunni. Par Anna Kristín og Toke Ploug Henriksen. Á morgun sunnudag kl. 14 mun Inga Lára Baldvinsdóttir fara með gesti í leiðsögn um greiningarsýninguna Hvar, hver, hvað? í Myndasal Þjóð- minjasafnsins. Nýjum myndum var komið fyrir í lok mars en sýningin hefur staðið yfir frá því í janúar. Tilgangur með slíkum sýningum er að sýna óþekkt myndefni og leitað er eftir upplýs- ingum frá almenningi. Sýningarnar hafa skilað góðum árangri í gegnum tíðina en þó aldrei jafn góðum og nú. Yfir 90% ljósmynda sýningar- innar voru greindar, flestar mjög ítarlega. Því var nýjum ljósmyndum komið fyrir og vonir standa til að safninu berist jafn góðar upplýs- ingar um nýju myndirnar og þær sem voru fjarlægðar. Þjóðminjasafn Íslands er þakklátt fyrir alla aðstoð við að greina myndirnar en sýningin stendur til 17. maí og aðgangur er ókeypis. Myndirnar á sýningunni eru úr ljósmyndasöfnum Guðna Þórðar- sonar blaðaljósmyndara, Halldórs E. Arnórssonar ljósmyndara og Tryggva Samúelssonar áhugaljósmyndara. Auk þess eru myndir úr filmusafni Jóhannesar Nielsen sýndar en hluti myndanna var tekinn af Karli Chr. Nielsen ljósmyndara. Vefsíðan www.thjodminjasafn.is Hver? Þekkir einhver þessi börn? Ein af þeim myndum sem eru á sýningunni. Almenningur aðstoði við að bera kennsl á gamlar myndir Jú, það er notalegt að skreppa á kaffihús, einn með sjálfum sér eða í félgsskap annarra, setjast niður með rjúkandi bolla og láta hugann reika eða spjalla um alla heima og geima. Og það er gaman að kanna kaffihús sem ekki hafa áður verið könnuð, og nú er lag, því nýlega var opnað nýtt og betra kaffihús í Menningarhúsinu Gerðubergi í Breiðholti. Heitir það Kaffi 111 og þar er boðið upp á heitan mat í hádeginu alla virka daga og dýrindis kökur og kaffi. Miklar breyt- ingar voru gerðar á veitingaaðstöðu á efri hæð Gerðubergs á árinu 2014 og um að gera að líta inn og njóta. Endilega … …kíkið á nýja kaffihúsið Morgunblaðið/Ásdís Súpt á kakói Þessar stúlkur njóta þess að sitja saman á kaffihúsi. Myndlistarsýning Katrínar Matthías- dóttur, Hvert liggur leiðin? verður opnuð í Menningarhúsinu Grófinni í Borgarbókasafninu í Tryggvagötu í dag kl. 14. Inntak sýningarinnar er ásjóna barnsins í viðsjárverðum heimi. Verkin eru áleitin og til þess fallin að vekja áhorfandann til um- hugsunar um sameiginlega ábyrgð okkar allra á framtíðinni. Sýningin samanstendur af olíu- málverkum, púsli, gvassi og vatns- litamyndum, lágmyndum auk skúlp- túrs. Myndefnið er tvískipt, annars vegar portrettmyndir af þremur drengjum Katrínar, sem eru fulltrúar þess góða og fallega í lífi listamanns- ins, og hins vegar myndir af börnum og samsettar lágmyndir sem vísa til heimsvár eins og ófriðar, misskipt- ingar, mengunar og loftslagsbreyt- inga. Hvaða hugsanir búa með barni? Hver er ásjóna barnsins í viðsjár- verðum heimi? Hvernig styrkjum við hið sammannlega og breytum rétt? Velferð okkar er órjúfanlega tengd velferð annarra, við berum öll sameig- inlega ábyrgð á framtíðinni. Ófriður, misskipting, hungursneyð, mengun og loftslagsbreytingar er staðreynd. Vandi sem lífsnauðsynlegt er að leysa til að tryggja framtíð barna okkar. Allra barna. Við eigum völina – flest – og frelsi til þess að leggja skerf af mörkum. Katrín málar syni sína í þeim til- gangi að tjá ást, festa hana á mynd- flöt og varðveita til framtíðar. Synirnir Katrín Matthíasdóttir málar syni sína í þeim tilgangi að tjá ást Ásjóna barnsins í viðsjárverðum heimi Börn Hér eru þrjár myndir frá sýningu Katrínar þar sem hún vinnur út frá spurningunni: Hvert liggur leiðin? Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Börnin færa þeim eldri orku og þá geta þau eldri miðlað visku sinni og kunnáttu til barnanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.