Morgunblaðið - 11.04.2015, Side 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2015
✝ Þórhallur J.Benediktsson
fæddist á Austari-
Hóli, Flókadal í
Fljótum 23. apríl
1955. Hann lést á
hjartadeild Land-
spítalans 29. mars
2015.
Foreldrar hans
eru Regína Frí-
mannsdóttir, f. 16.
júlí 1936, og Bene-
dikt Sigurjónsson, f. 17. sept-
ember 1934, d. 15. apríl 2002 á
Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar.
Systkini Þórhalls eru: Ingibjörg
Jósefína, Hanna Þóra, Berglind
Svala og Kristján Dúi.
Þórhallur var áður giftur
Þormóðsgötu 23 á Siglufirði. Á
unglingsárunum starfaði hann í
nokkrum hljómsveitum, s.s.
Hendrix og Lísu. Þá fluttist Þór-
hallur til Reykjavíkur til að
stunda nám við Loftskeytaskól-
ann og nema klassískan gítar-
leik hjá Eyþóri Þorlákssyni. Þór-
hallur starfaði sem loftskeyta-
maður hjá Pósti og síma á
árunum 1979-2000 og skrif-
stofumaður hjá skattstofunni
2000-2009. Samhliða vinnu spil-
aði Þórhallur í hljómsveitunum
Miðaldamönnum og Gautum.
Auk tónlistar hafði Þórhallur
mikinn áhuga á veiðiskap og úti-
veru. Stangveiði og fluguhnýt-
ingar voru þar efst á lista en
einnig hafði hann mikinn áhuga
á skotveiði, skíðagöngu og
gönguferðum um fjöll og firn-
indi.
Þórhallur verður jarðsunginn
frá Siglufjarðarkirkju í dag, 11.
apríl 2015, og hefst athöfnin kl.
14.
Völu Lárusdóttur
og eru börn þeirra
þrjú: 1) Andri Ísak,
f. 18. júní 1980,
maki hans er Ragn-
heiður Guðmunds-
dóttir og börn
þeirra eru a) Guð-
finna Diljá og b)
Gunnar Steinn. 2)
Lárus, f. 14. maí
1983. 3) Eva María,
f. 9. nóvember 1985,
maki hennar er Benedikt Magn-
ússon og dóttir þeirra Brynja.
Þórhallur bjó á Austari-Hóli í
Flókadal fyrstu fjögur ár ævi
sinnar. Þá fluttist hann með fjöl-
skyldu sinni til Siglufjarðar.
Flest uppvaxtarár sín bjó hann á
Elsku pabbi, síðustu dagarn-
ir voru þér og aðstandendum
erfiðir. Við vorum þó alltaf
bjartsýn á að þú gætir staðið
þennan ólgusjó af þér líkt og þú
hafðir gert síðustu árin. Andlát
þitt var því mikið áfall fyrir
okkur því vonin verður oft yf-
irsterkari en væntingarnar í
svona aðstæðum. Síðustu dag-
ana höfðu læknar og hjúkrunar-
fræðingar oft á orði hversu
stórt hjarta þitt væri, hjá þeim
merkti það stórt líffæri en það
fyrsta sem kom upp í huga
þeirra sem þekktu þig var
hversu hjartagóður þú varst.
Tíðar heimsóknir ættingja og
vina síðustu dagana þína bera
einnig vitni um ríkidæmi þitt og
hversu mikilvægur þú varst í
lífi okkar. Þú varst góður mað-
ur sem sýndir í verki hversu
vænt þér þótti um ættingja og
vini og aldrei hallmæltirðu
nokkrum manni. Þú hafðir mik-
inn áhuga á veiði, útiveru, tón-
list og hinum ýmsum málefnum
sem þér tókst auðveldlega að
smita frá þér með áhuga þínum
og þolinmæði.
Í vikunni fórum við systkinin
í íbúðina þína á Siglufirði þar
sem þú varst vanur að taka á
móti okkur með opinn faðm og
bros á vör. Í þetta skiptið
stóðstu ekki í dyragættinni
þegar við komum, íbúðin var
mannlaus en troðfull af góðum
minningum. Við flettum í gegn-
um myndaalbúmin þín og
minntumst góðra tíma með þér
og skemmtilegu veiðiferðanna.
Þótt sorgin sé mikil núna þá er
alltaf stutt í hláturinn og
gleðina þegar við hugsum um
þig pabbi minn. Á stofuveggn-
um hjá þér er drungalegt mál-
verk af íhugulli manneskju sem
virðist föst í einhvers konar
fjötrum. Við ræddum aldrei
þetta málverk við þig en við
systkinin sáum strax að þú sást
sjálfan þig í málverkinu þótt þú
kvartaðir aldrei undan veikind-
um þínum sem fylgdu þér
drjúgan hluta ævinnar. Í póst-
kassanum var skotveiðikortið
frá Umhverfisstofnun. Þú varst
greinilega ekki búinn að af-
skrifa skotveiðina né göngu-
ferðirnar á síðustu ævidögunum
því í forstofunni voru einnig ný-
ir gönguskór sem þú ætlaðir
þér að nota. Dúi frændi nefndi
við mig að þú værir búinn að
panta veiðileyfi í Flókadalsá í
sumar þar sem þú ætlaðir að
eiga góðan dag með börnum og
barnabörnum. Þú ætlaðir ekki
að gefa áhugamálin upp á bát-
inn þótt þol þitt færi þverrandi
síðustu mánuðina. Ó já, alltaf
sama seiglan og þrautseigjan
hjá karlinum.
Elsku pabbi, hér á jörðu
niðri er hópur fólks sem saknar
þín mikið og syrgir fráfall þitt
mjög. Þú varst góður maður og
ég lærði margt af þér. Ég
þakka guði fyrir að hafa fengið
tíma með þér áður en þú fórst
frá okkur þótt aðstæðurnar
hefðu mátt vera aðrar. Nú líður
þér vel og færð loksins þá hvíld
sem þú þurftir. Ég verð alltaf
mjög þakklátur fyrir að hafa
átt þig sem pabba, ég sakna þín
mikið og mun alltaf hugsa mik-
ið um þig og minnast á þig við
fjölskylduna mína eins lengi og
tíminn leyfir.
Andri Ísak Þórhallsson.
Nú er komið að leiðarlokum
hjá elskulega tengdaföður mín-
um, Þórhalli eða Tóta eins og
hann var kallaður. Það eru
margar frábærar minningar
sem koma upp í huga mínum
þegar ég hugsa til Tóta. Ég og
börnin mín vorum svo lánsöm
að hafa fengið tækifæri til að
kynnast Tóta og fengið þann
tíma með honum sem Guð gaf
okkur. Fyrir það erum við
þakklát. Hann var baráttumað-
ur sem gafst ekki upp þótt á
móti blési. Hann kenndi okkur
æðruleysi. Með því að sýna
okkur hversu mikilvægt það er
að sætta sig við hluti sem mað-
ur getur ekki breytt. Mér leið
alltaf mjög vel í návist hans
enda traustur, rólegur og yf-
irvegaður að eðlisfari. Hann var
alltaf til í að spjalla um heims-
ins mál og höfðingi heim að
sækja. Það vantaði ekki mót-
tökurnar jafnvel þótt fjölskyld-
una bæri að eftir miðnætti. Tóti
var alltaf snyrtilegur til fara og
mikið náttúrubarn enda naut
hann þess að fara með okkur
fjölskylduna í gönguferðir í
skógræktinni eða út að Hóli.
Hann vildi ávallt fara með fjöl-
skylduna í veiðiferðir inn í
Flókadal en þar leið honum vel.
Hann naut þess að halda á afa-
börnunum við eldhúsgluggann
og sýna þeim fuglana, fjörðinn
fagra eða spila á gítarinn. Eitt
er víst að það verður aldrei eins
að koma á Siglufjörð eftir frá-
fall hans. Tóta er sárt saknað
og minningin um einstakan
mann mun lifa.
Svo viðkvæmt er lífið sem
vordagsins blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann
allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson)
Takk fyrir samfylgdina elsku
Tóti, hvíl þú í friði.
Ragnheiður.
Pabbi var hetja. Eftir ýmis
áföll í gegnum árin stóð hann
aftur í lappirnar og hélt ótrauð-
ur áfram á sömu braut eða með
breyttu lífsmynstri. Pabbi ætl-
aði sér að sigra þessa síðustu
orrustu en líkaminn hans þráði
hvíldina.
Eftir sitja minningar um
yndislegan pabba og allar góðu
stundirnar sem við áttum sam-
an meðan hann lifði.
Ég hef alltaf verið mikil
pabbastelpa. Þegar pabbi las
sögu fyrir svefninn var best að
kúra í hálsakotinu hans og á
morgnana var skriðið upp í til
hans og legið á bringunni þang-
að til við fórum á fætur. Pabbi
sýndi okkur systkinunum alltaf
ást og umhyggju. Þegar við
vorum lítil kyssti hann okkur
góða nótt og strauk yfir hárið
og kinnarnar. Eftir að við flutt-
um að heiman sagði pabbi oft
„ég hlakka til að sjá ykkur“,
„ég á nú eftir að sakna ykkar“
og „mikið verður tómlegt þegar
þið farið“. Söknuðurinn sem við
upplifum nú eftir fráfall pabba
er mikill og sársaukinn sem
honum fylgir virðist óyfirstíg-
anlegur.
Pabbi var náttúrubarn sem
naut sín best klífandi fjöll eða
við árbakkann að veiða. Hann
hafði oft orð á því hvað sér liði
vel í kyrrðinni úti í náttúrunni,
það væri toppurinn á tilver-
unni. Hann hafði alltaf sterkar
taugar til Flókadalsins og eig-
um við óteljandi minningar úr
veiðiferðum með pabba og afa
Benna sem og heimsóknum til
Rafns og Gríms frænda í Ne-
skoti.
Pabbi hnýtti sjálfur flugurn-
ar sem hann veiddi með. Þegar
við vorum lítil sat hann oft
löngum stundum við eldhús-
borðið og hnýtti nýjar flugur
og leyfði okkur systkinunum að
velja hvaða fjaðrir hann ætti að
nota.
Þegar við urðum eldri, og
pabbi var að undirbúa veiði-
ferðirnar, dró hann oft upp
flugu og í kjölfarið sagði hann
veiðisögu með leikrænum til-
þrifum. Það var alltaf svo gam-
an að hlusta á veiðisögurnar
hans pabba. Frásagnargleðin,
glampinn í augunum, brosið og
húmorinn sem einkenndu sög-
urnar munu aldrei gleymast.
Gítarinn og tónlistin hafa
alla tíð verið stór hluti af lífi
pabba. Hann eyddi til að
mynda öllum fermingarpening-
unum sínum í fyrsta gítarinn
og plötur með Bítlunum og
fleirum stórhljómsveitum. Þeg-
ar við vorum lítil geymdi hann
gítarinn undir hjónarúminu og
þegar við heyrðum að gítar-
taskan var dregin undan rúm-
inu var stokkið til og hlustað á
hann spila og stundum sungið
með.
Elsku pabbi, ég er viss um
að þrjóskan, baráttan og
hversu vel þú hugsaðir um
heilsuna þína hafi lengt líf þitt
um nokkur ár. Þú hefur kennt
mér að heilsan og fjölskyldan
sé það mikilvægasta í lífinu. Ég
veit að líf þitt hefði þróast á
annan hátt ef þú hefðir haft
betri heilsu.
En þú kvartaðir aldrei, gerð-
ir alltaf það besta úr hlutunum
og reyndir að vera jákvæður og
líta björtum augum á lífið. Ég
er svo þakklát fyrir tímann
sem við fengum saman. Ég er
svo þakklát fyrir að við systk-
inin gátum stutt þig síðustu
dagana fyrir andlátið og fengið
að kveðja þig. En umfram allt
er ég þakklát og heppin að hafa
átt þig sem pabba. Ég mun allt-
af geyma fallegu minningarnar
okkar saman í hjarta mínu,
elsku pabbi. Þín dóttir,
Eva María.
Það var á Siglufirði í desem-
ber 1978 á Þorláksmessu sem
ég fékk símhringingu frá þér,
Tóti minn. Ég hafði hitt þig
fyrst á balli skömmu áður á
Sigló ásamt Gurrý frænku
minni. Það lá vel á þér þegar
þú hringdir, sagðist vera á
rúntinum með vini þínum
Guðna og hvort við frænkurnar
værum ekki til í smá rúnt um
bæinn. Þú sast í aftursætinu
með kassagítarinn þinn og
plokkaðir gítarinn af mikilli
snilld og hvert lagið var sungið
á eftir öðru og mikið hlegið!
Bærinn iðaði af lífi, allir á þön-
um rétt fyrir jól en tíminn flaug
áfram hjá okkur þarna í
áhyggjuleysi og gleði. En svo
varð okkur litið á klukkuna,
úps! Hún var orðin 12 á mið-
nætti og við frænkurnar áttum
að kaupa lifandi jólatré fyrir
Lillý mömmu Gurrýjar. Að
sjálfsögðu voru öll tré seld og
búið að loka öllum búðum, nú
voru góð ráð dýr! En vandamál
eru til þess að leysa þau og
Guðni stakk uppá því að koma
við í Aðalbúðinni og leysa mál-
ið. Út kom hann með kassa sem
innihélt gervijólatré. En það
var ekki glaðlegt andlit sem tók
á móti okkur með þennan varn-
ing undir höndum. Hvar er
jólatréð, stelpur mínar? spurði
móðursystir mín Lillý. Henni
var ekki skemmt, hún settist
niður í stofunni eins og
þrumuský en ég tók til við að
setja tréð saman eftir leiðbein-
ingum. En jólin gengu í garð og
okkur var að sjálfsögðu fyrir-
gefið.
Það var oft gert grín að
þessu ævintýri seinna meir. Ár-
ið eftir okkar kynni í mars 1979
flutti ég til þín á Sigló. 18. júní
árið 1980 fæddist frumburður-
inn okkar og á rúmum fimm ár-
um eignuðumst við þrjú ynd-
isleg börn, Andra Ísak, Lárus
og Evu Maríu. Við getum svo
sannarlega verið stolt af þeim.
Árið 1982 gekkst þú í hljóm-
sveitina Miðaldamenn. Þetta
var mikill blómatími, þið spil-
uðuð nær allar helgar og út um
allt land. Þú hafðir mikla
ánægju af þessum spilaferðum
enda tónlistarmaður af lífi og
sál.
Þú ætlaðir að hætta þessu
spiliríi og vera heima hjá fjöl-
skyldunni, eftir tvo mánuði bað
ég þig vinsamlegast að drífa þig
aftur í hljómsveitina, þú varst
ekki samur! Það voru oft
skemmtilegar sögur sem komu
frá þér eftir þessar ferðir. Árið
1991 fóru veikindi að gera vart
við sig. En þrátt fyrir miklar
rannsóknir og tíðar sjúkrahús-
innlagnir fékkst þú ekki rétta
greiningu fyrr en árið 2006.
Leiðir okkar skildi eftir 18 ára
sambúð.
Í október sl. heimsótti ég þig
og þú tókst á móti mér með
rjúkandi gott kaffi og meðlæti.
Við áttum gott samtal og verð
ég ávallt þakklát fyrir það.
Elsku Tóti; ég trúi því að nú
sért þú með gítar í hönd og
spilir af hjartans list í himna-
sölum.
En litli afabítilinn þinn, hann
Gunnar Steinn, mundar kassa-
gítarinn þinn sem þú gafst hon-
um af mikilli ánægju. Minning
þín lifir og afabörnin eiga eftir
að heyra margt skemmtilegt
um þig. Guð hefur gefið þér
lausn frá erfiðum veikindum.
Hvíl í friði. Ég sendi aðstand-
endum innilegar samúðarkveðj-
ur.
Vala Lárusdóttir.
Hvers virði er að eignast allt
í heimi hér
en skorta þetta eitt
sem enginn getur keypt
hversu ríkur sem þú telst
og hversu fullar hendur fjár
þá áttu minna en ekki neitt
ef þú átt engan vin.
(Ólafur Haukur.)
Þetta vísubrot kom upp í
huga minn við fráfall vinar
míns Þórhalls Benediktssonar
og endurspeglar það hversu
lánsamur ég var að eignast
Tóta Ben eins og hann var allt-
af kallaður sem vin.
Það fyrsta sem ég man eftir
honum var umtal vina minna
um „litla Hendrix“ í norður-
bænum. Hann hafði þá spilað á
tónlistarskemmtun með fé-
lögum sínum og þanið gítarinn
af snilld og líkt eftir Hendrix,
svo um var talað, þá rétt 13 ára
gamall. Tóti Ben var öflugur í
skíðagöngu og vann til fjölda
verðlauna á skíðamótum Ís-
lands. Það var þó ekki fyrr en
að leiðir okkar lágu saman í
meistaraflokki KS að grunnur
að vináttu okkar var lagður.
Þau ár líða manni seint úr
minni, Tóti að setja’nn hægri,
vinstri og svo var hann miðdep-
ill í öllu glensi að leik loknum.
Á árinu 1977 var það ekki
síst fyrir hans ásýnd á lífið að
ég hélt áfram mínu framhalds-
námi. Hann hafði innritað sig í
nám í Loftskeytaskólann, lauk
því námi og starfaði í kjölfar
þess á loftskeytastöðinni á
Siglufirði. Úr varð að við tók-
um saman á leigu íbúð ásamt
fleiri krökkum frá Siglufirði. Sá
vetur þétti vel vinskap okkar
og kenndi hann mér ótal margt
í umgengni og samskiptum.
Alla tíð var tónlistin ríkur
þáttur í hans lífi og starfaði
hann í hljómsveitinni Miðalda-
mönnum í fjölda ára. Síðar
sótti hann nám í klassískum
gítarleik. Allt fram á seinustu
ár átti hann til þegar ég kom í
heimsókn að grípa gítarinn,
setja upp sitt sposka glott og
segja: „Manstu eftir þessum
hljómagangi?“ Þannig um-
gekkst hann alla sem jafningja
og lét eins og ég hefði djúpa
þekkingu á þessum fræðum.
Mesta ánægju hafði Tóti af lax-
og silungsveiði. Hann hvatti
mig oft að koma með sér í
veiði. Engu skipti þá þótt ég
rifjaði upp með honum að mér
hefði næstum tekist að klúðra
fyrir honum löndun á tveim
löxum í Flókadalsá.
Fjölskyldan fékk oft að gista
á Hvanneyrarbrautinni. Al-
gengt var að Tóti væri búinn að
elda læri með öllu þegar rennt
var í hlað, slík var gestrisnin.
Að loknum kvöldverði var farið
í plötusafnið og rifjaðir upp
nokkrir standardar.
Seinustu ár voru mínum
kæra vini sérlega erfið. Hann
var mikill sjúklingur og þurfti
að sætta sig við síminnkandi
lífsgæði ár frá ári. Það var í
raun ótrúlegt að fylgjast með
æðruleysi hans og jafnaðargeði.
Það er eðlilegt að maður spyrji
sig um tilgang lífsins að lokinni
slíkri göngu.
Mér er afar minnisstætt eitt
lag sem Tóti setti oft á spil-
arann þegar við leigðum saman,
en það var lagið Happy Man.
Það er von mín að nú getir þú
kæri vinur notið þess að hlusta
framangreint lag og að í þeirri
tilvist þar sem þú ert nú getir
þú notið að sveifla flugustöng-
inni.
Vonandi eiga leiðir okkar eft-
ir að liggja saman á ný, hugs-
anlega í Flókadalnum, þínum
uppáhaldsstað.
Elsku Andri, Lalli og Eva og
fjölskyldur guð gefi ykkur
styrk. Hvíl í friði kæri vinur.
Guðmundur Stefán
Jónsson.
Margt hefur breyst frá því
Þórhallur Benna fæddist á
Austari-Hóli og átti þar heima
fyrstu árin þar til Benni, Regga
og Frímann afi fluttu til Siglu-
fjarðar. Í minningunni var vor-
komunnar beðið með óþreyju í
Flókadalnum. Sumarið var ekki
almennilega komið fyrr en búið
var að moka Skarðið og krakk-
arnir komnir í sveitina. Þórhall-
ur Benna var einna lengst í
sveit af frændsystkinunum á
Hóli. Því var tekið fagnandi
þegar fjörugur og skemmtileg-
ur strákur bættist í hópinn.
Þórhallur var leiðtogi og
ógleymanlegar fyrstu ferðirnar
okkar bræðranna í kaupstaðinn,
Siglufjörð. Í sveitinni var Þór-
hallur líka gjarnan í forustunni.
Þegar til dæmis lækir voru
stíflaðir úti og uppi í holtunum
og búin til tjörn. Smíðaður
prammi og siglt með misjöfnum
árangri. Ófáar voru ferðirnar í
hagann og í fjallið til að gá að
hreiðurgerð og varpi fuglanna.
Drengjum var mikið niðri fyrir
þegar sagt var frá spóahreiðri
suður í holtinu eða að komnir
væru ungar í lóuhreiðrið í
Helgustaðaenginu. Síki voru
skyggð eftir hornsílum og
fylgst grannt með silungagengd
fram ána. Ógleymanlegar eru
ótal fótboltaæfingar og fjör á
Eyrunum, að ekki sé minnst á
kappleikina við Hofsósinga og
Ólafsfirðinga. Þar var stórsen-
terinn og stoðsendingameistar-
inn Þórhallur Benna mikilvæg-
ur liðsmaður.
Þórhallur hafði sterkar
taugar til Flókadalsins, líklega
sterkari en mörg okkar sem
áttum þar heima alla bernskuna
og flest unglingsárin. Í heilsu-
leysinu seinni árin var það hon-
um hugarfró að rifja upp
skemmtilegar minningar úr
dalnum, ekki síst af veiði-
mennsku. Svo sem þegar hann
barnungur fór einsamall með
rútunni frá Siglufirði í Haga-
nesvík. Reiðhjólið var meðferð-
is og hann hjólaði fram dalinn
og í Neskot. Gott ef Rafn ferj-
aði hann ekki fram að ánni og
fossinum og náði svo í hann
þegar leið á daginn og tími var
kominn að fara í veg fyrir rút-
una á út eftir leið. Heim til
Siglufjarðar kom svo sæll og
glaður drengur um kvöldið með
góðan feng eftir yndislegan dag
í faðmi dalsins.
Elsku Regína, Þórhallsbörn,
systkini og fjölskyldur. Guð
geymi góðan dreng og gefi ykk-
ur styrk í sorginni. Innilegar
samúðarkveðjur og þakkir fyrir
ógleymanlegar stundir.
Fyrir hönd systkinanna frá
Austari-Hóli, Ólafar og Ás-
mundsbarna,
Þórhallur J. Ásmundsson.
Þórhallur J.
Benediktsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi. Það var alltaf
svo gaman að koma í heim-
sókn til þín á Sigló. Eitt
sumarið spiluðum við fót-
bolta í garðinum sem mér
fannst svo skemmtilegt.
Við fórum stundum í fjör-
una hjá húsinu þínu og þú
sýndir mér fuglana. Ég er
svo glöð að hafa verið hjá
þér á jólunum einu sinni og
opnað með þér pakkana. Þú
varst alltaf svo góður við
mig, afi, og ég sakna þín svo
mikið.
Brynja Benediktsdóttir.
Elsku afi, við söknum
þín mikið. Það var alltaf svo
gaman að koma til þín á
Siglufjörð og fara með þér í
skógarferðir. Við biðjum
Guð að passa þig.
Um þig minning á ég bjarta
sem yljar eins og geisli er skín.
Þú áttir gott og gjöfult hjarta
og gleði veitti návist þín.
(Höf. ók.)
Guðfinna Diljá
og Gunnar Steinn.