Morgunblaðið - 11.04.2015, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2015
✝ Siguveig Jónas-dóttir fæddist
2. júní 1949 á
Sjúkrahúsinu á
Húsavík. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Norðurlands á
Húsavík 2. apríl
2015.
Foreldrar henn-
ar voru Rannveig
Júlíusdóttir, hús-
móðir á Húsavík, f.
30. apríl 1923, d. 15. desember
1955, og Jónas Sigurjónsson, sjó-
maður og verkamaður frá Flatey
á Skjálfanda, f. 27. desember
1918, d. 29. janúar 1987. Sig-
urveig átti einn bróður, Júlíus
Jónasson, vélstjóra á Húsavík, f.
11. nóvember 1947, giftur Krist-
ínu Sigurðardóttur verkakonu, f.
29. mars 1953.
Sigurveig giftist 18. október
1969 Sigmundi Óla Eiríkssyni,
starfsmanni Mjólkursamlagsins
á Húsavík. Hann er f. 16. júní
1943 á Húsavík. Foreldrar Sig-
mundar voru Anna Kristbjörg
Frímannsdóttir, f. 30. apríl 1912,
d. 22. október 1985, og Eiríkur
Friðbjarnarson, f. 13. mars 1904,
d. 22. nóvember 1970. Sigurveig
og Sigmundur eignuðust tvo
syni. 1. Jóhannes rafmagns-
tæknifræðingur, búsettur í Eyja-
firði, f. 12. júní 1969. Sambýlis-
kona hans er Anna Ársælsdóttir
bókari, f. 25. janúar 1971. Áður
var Jóhannes giftur Sigrúnu
Kjartansdóttur, starfsmanni í
gæðaeftirliti, f. 24. október 1970.
Þau eiga tvö börn a) Veigar Þór
nemanda í Verkmenntaskól-
anum á Akureyri, f. 23. janúar
1997 og b) Magneu Björt, f. 20.
maí 2005. 2. Rúnar Hrafn, tækni-
maður, búsettur í Noregi, f. 13.
júlí 1974.
Útför Sigurveigar fer fram
frá Húsavíkurkirkju í dag, 11.
apríl 2015, og hefst athöfnin kl.
14.
Ung að árum fór
Sigurveig í fóstur til
móðursystur sinn-
ar, Guðrúnar Júl-
íusdóttur húsfreyju,
f. 6. maí 1913, d. 21.
apríl 1988, og Jó-
hannesar Helgason-
ar bifreiðarstjóra
frá Broddanesi við
Steingrímsfjörð, f.
12. ágúst 1910, d. 8.
apríl 2004.
Sigurveig bjó allan sinn aldur
á Húsavík. Hún tók gagnfræða-
próf frá Gagnfræðaskóla Húsa-
víkur og nam eitt ár við hús-
mæðraskóla í Danmörku. Auk
húsmóðurstarfa stundaði Sig-
urveig ýmis störf á Húsavík. Hún
vann í mörg ár hjá Kaupfélagi
Þingeyinga, lengst af í söluskála
Esso.
Í dag verður Sigurveig, eða
Veiga eins og hún var oftast köll-
uð, lögð til hinstu hvílu. Ég varð
þeirrar gæfu aðnjótandi að vera
tengdadóttir hennar í hartnær 20
ár. Það var alltaf jafngott að
koma til þeirra hjóna Veigu og
Simma, fyrst á Uppsalaveginn og
síðar á Álfhólinn. Hjartahlýjan
og væntumþykjan einkenndi
Veigu og ást hennar og stolt á
barnabörnunum var óendanlegt.
Minningarnar eru óteljandi og
eru þær flestar tengdar þeim.
Ófáar eru ferðirnar í berjamó
rétt út fyrir bæinn eða veiðiferð-
irnar með ömmu og afa þar sem
amma Veiga sat stundum bara
inni í bíl og prjónaði á meðan afi
og börnin drógu spriklandi fisk á
land.
Stórt skarð hefur verið höggv-
ið í litlu fjölskylduna og er það
einlæg ósk mín að tíminn lækni
hjartasár ástvina Veigu.
Elsku Veiga, takk fyrir allt
sem þú varst mér og börnunum
mínum. Hvíl í friði.
Til þín ég hugsa,
staldra við.
Sendi ljós og kveðju hlýja.
Bjartar minningarnar lifa
ævina á enda.
(Hulda Ólafsdóttir)
Sigrún Helga.
Heimili er bústaður þar sem
einstaklingur eða fjölskylda býr
sér samastað með tilheyrandi
húsgögnum og áhöldum. Hver
manneskja hefur sinn persónu-
leika og með honum gefur hún
heimilinu svip og markar það
sinni menningu oftast eftir
áhugamálum, efnahag eða að-
stæðum. Mágkona mín Sigurveig
Jónasdóttir bjó seinustu árin að
Álfhóli 3 ásamt eiginmanni sín-
um, Sigmundi Eiríkssyni. Hún
hefur nú kvatt okkur og við njót-
um ekki lengur gestrisni hennar
eða velvilja.
Veiga var myndarleg húsmóð-
ir og þau hjónin sköpuðu sér ein-
staklega fallegt og snyrtilegt
heimili. Þar eru málverk og
myndir á veggjum. Í bókahillum
eru bækur eftir okkar bestu rit-
höfunda, innlenda sem erlenda
og á náttborði Veigu voru alltaf
nokkrar bækur því hún var sann-
kallaður lestrarhestur og naut
þess að ræða um innihald hverrar
bókar við vini sína og ættingja.
Veiga var mikil hannyrðakona og
hafði prjónana sína eða útsaum
gjarnan við höndina. Hún var
vandvirk og prjónaði alltaf falleg-
ar flíkur sem gaman var að eiga,
því Veiga var gjafmild og vildi
gjarnan gefa smáfólkinu eitthvað
sem hún hafði sjálf unnið.
Veiga var skemmtileg kona,
glettin og glaðlynd að eðlisfari.
Hún var sérstaklega gestrisin og
til hennar var gott að koma. Hún
bar fram kaffi og eitthvað gott
með og veitingarnar voru alltaf
góðar og þeim fylgdi ætíð sérstök
hlýja og góðvild sem svo sann-
arlega var Veigu í blóð borin.
Hún var ákveðin og átti gott með
að tjá skoðanir sínar. Hún var
fróðleiksfús og lét sig gjarnan
varða málefni samfélagsins, hlut-
skipti Húsvíkinga og velferð
þeirra sem að henni snéru. Syn-
irnir tveir, þeir Jóhannes og Rún-
ar, voru henni kærir og svo komu
barnabörnin þau Veigar Þór og
Magnea Björt, af þeim var hún
ætíð stolt. Hún naut þess að
fylgjast með þeim og segja frá af-
rekum þeirra.
Það var sama hvar Veiga og
Simmi bjuggu, hjá þeim var alltaf
gestkvæmt. Þangað komu vinir
og vandamenn og þau nutu heim-
sóknanna. Fyrir um tuttugu ár-
um kom samt óvelkominn gestur
á heimili þeirra. Hann settist þar
að og stuggaði burtu glettninni
og glaðværðinni. Þessi vágestur
hefur nú numið Veigu á brott
með sér af okkar tilverustigi.
Hennar verður sárt saknað og líf-
ið verður öðruvísi þegar hún er
ekki á meðal vor. Allir sem til
þekkja hafa séð hversu vel Simmi
hefur staðið við hlið eiginkonu
sinnar í gegnum veikindi hennar.
Ég votta Simma, Jóa og Rúnari
og öðrum aðstandendum innilega
samúð mína.
Kristín Sigurðardóttir.
Hinn 2. apríl síðastliðinn
kvaddi vinkona mín Sigurveig
Jónasdóttir þennan heim langt
um aldur fram. Veiga, eins og við
vinir hennar kölluðum hana, var
búin að glíma við erfið veikindi í
langan tíma.
Veiga missti móður sína mjög
ung og var alin upp af móðursyst-
ur sinni, Guðrúnu Júlíusdóttur,
og manni hennar Jóhannesi
Helgasyni sem reyndust henni
afar vel. Kynni okkar Veigu hóf-
ust stuttu eftir að ég fluttist til
Húsavíkur fjögurra ára gömul.
Veiga átti rautt tvíhjól sem var
algert nýnæmi fyrir svona sveita-
stelpu sem ég var. Ég fór í
kennslustund hjá Veigu og lærði
að hjóla og þar með hófst okkar
vinátta. Við urðum samferða
grunnskólann á enda, fórum á
stúkufundi og síðar komu Bítl-
arnir og sveitaböllin. Í minning-
unni var alltaf sólskin.
Eftir grunnskóla fórum við
vinkonurnar til Danmerkur í hús-
stjórnarskóla. Þar líkaði okkur
vistin vel og vildum því ekki fara
heim að skólavist lokinni. Réðum
við okkur í vinnu á hóteli í Kaup-
mannahöfn og komum heim að
hausti.
Eftir heimkomuna tóku við
önnur verkefni hjá okkur vinkon-
unum. Ég fór suður en Veiga
varð eftir á Húsavík, hún kynnt-
ist Simma sínum sem var mikið
gæfuspor. Saman eignuðust þau
synina Jóhannes og Rúnar
Hrafn.
Þrátt fyrir fjarlægðina hélt
vinátta okkar áfram.
Elsku Simmi, Rúnar, Jói og
fjölskylda, við Óli sendum ykkur
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Anna Finnsdóttir.
Þegar við fluttum á Uppsala-
veginn 1972 voru Veiga, Simmi
og Jói þegar búin að koma sér
fyrir í næsta húsi. Auðvitað var
ekkert sjálfgefið að það yrði sam-
gangur, hvað þá vinátta. En það
fór nú samt svo. Þarna mætti
okkur vingjarnlegt, opið og
traust fólk. Húsfreyjan þar
fremst í flokki að sjálfsögðu.
Þannig virkar þetta.
Böndin treystust enn þegar
jafnaldrarnir, Halla Rún okkar
megin og Rúnar Hrafn hjá þeim,
bættust í hópinn. Opin hús á báða
vegu fyrir börnin, sameiginlegar
útilegur og hin stórkostlega hóp-
ferð fjölskyldnanna til Danmerk-
ur 1981. Að ótöldum öllum leikj-
unum okkar barnanna,
hversdagsspjalli foreldranna og
kaffifundum mæðranna. Þannig
virkar þetta.
Við munum öll eftir hinni
kyrru, hlýju nærveru Veigu. Vel-
vilja og fallegri návist. Þar leið
okkur öllum vel. Við heyrum rödd
hennar. Síðar kom að því að dást
að æðruleysi og þreki hennar við
að glíma við veikindi, laga sig að
breyttum aðstæðum, halda
áfram. Halda áfram að vera
Veiga. Styrkur hennar í því stríði
er til að dást að, muna eftir og
taka sér til fyrirmyndar. Nú er
því lokið. Eftir stöndum við hvert
með annað og minningarnar.
Þannig virkar þetta.
Fallegt orð, „nágrannar“.
Fólkið sem stendur okkur nær.
Þau sem hafa þýðingu. Fólkið
sem við finnum fyrir þegar það
fer. Þannig er Veiga fyrir okkur,
fjölskyldunni í næsta húsi.
Elsku Simmi, Jói, Rúnar og
fjölskyldur. Samúðarkveðjur til
ykkar allra yfir fallega hrauns-
tallinn milli Uppsalavegar 28 og
30.
Tryggvi, Halla,
Hjördís og Þorgeir.
Við kveðjum þig Veiga í kvöld
kynni við þökkum með trega
söknuður okkar nú öll hefur völd
er burtu þú hverfur til ókunnra vega.
Við biðjum að guð vel þig geymi
gefi þér bústað því liðinn er dagur
þegar burt þú ert horfin úr heimi
huggunin okkar er draumur svo fagur.
Draumur að eiga þig alltaf í huga
eiga í minningu mynd sem er tær
að muna þig Veiga, okkur verður að
duga
alltaf þú varst okkur indæl og kær.
Elsku Simmi, Rúnar, Jói og
fjölskylda, okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Hvíl í friði, elsku vinkona,
Kristín og Svana.
Sigurveig
Jónasdóttir
Það eru þrjú gildi
sem eru mikilvæg í umgengni
okkar við annað fólk: heiðarleiki,
virðing og umburðarlyndi. Okkur
tekst misvel að tileinka okkur
þessa góðu kosti en flest erum við
að reyna – höfum fyrirheit um að
lifa lífinu með þau að leiðarljósi.
Tengdapabbi lifði svo sannar-
lega lífinu samkvæmt þessum
gildum. Líkt og margir hafði hann
hinsvegar svo sterkar skoðanir á
fólki og málefnum, auk þess að
hafa ríkt vestfirskt skap, að það
kom fyrir að það braut á. Heið-
arleikinn var hinsvegar klappaður
svo rammlega í sál hans að sá
klettur stóð af sér öll áhlaup.
Þessi gildishlaðna tilvera varð
hins vegar uppspretta heimspeki-
legra kappræðna sem gleymast
seint og fylla mig söknuði eftir
þeirri íþrótt. Oftar en ekki varð
maður undir en fór jafnan frá
borði betri og með ríkari réttlæt-
iskennd. Sumir sögðu að pólitíkin
þvældist fyrir Gunnari – aldrei
gat ég samþykkt það. Gunnar var
einfaldlega gegnheill jafnaðar-
maður sem lá aldrei á skoðunum
sínum um samfélagsmál í sinni
víðustu mynd.
Gunnar varð fyrir því áfalli að
fá heilablóðfall fyrir rétt um 10 ár-
um. Fyrst um sinn var hinn stað-
fasti jafnaðarmaður samur við sig
Gunnar Herbert
Jónsson
✝ Gunnar Her-bert Jónsson
fæddist 25. desem-
ber 1927 á Ísafirði
og lést á Heilbrigð-
isstofnun Vest-
fjarða á Ísafirði 17.
mars 2015.
Útför Gunnars
fór fram 4. apríl
2015.
og barðist fyrir bata
sínum af sama eld-
móði og öðrum rétt-
lætismálum. Hin síð-
ari ár hallaði undan
fæti og smátt og
smátt fór hann leiða
hjá sér allt dægur-
þras enda er það til
að æra fullhrausta
menn nú á dögum.
Árin sem Gunnar
átti ólifuð liðu með
þeirri reisn sem honum sæmdi og
liðu með Lillu, samferðakonu sína
í farsælu hjónabandi, sér við hlið
til síðasta dags.
Gunnar er eiginlega minn að-
almentor í lífinu – eða a.m.k. sá
skemmtilegasti. Það voru ótal
stundirnar sem við brölluðum
saman. Ýmist var það í leik og
ekki síður í starfi. Hjálpsemi var
honum svo eðlislæg að ég gerði
mér fljótlega grein fyrir því að ég
gæti aldrei endurgoldið hana.
Þær eru ógleymanlegar allar þær
stundir sem við áttu saman, t.d.
við að breyta gömlu kúabúi í íbúð-
arhús fyrir dóttur hans og fjöl-
skyldu. Ekki kom hann með úr-
tölur þegar óskað var eftir
ráðleggingum um þá gölnu hug-
mynd að kaupa mannvirkið í upp-
hafi. Vissulega spillti ekki að
mannvirkið er eitt af mörgum
minnismerkjum Ísafjarðarkrat-
anna.
Gunnar var fagurkeri fram í
fingurgóma og naut lista af ein-
lægni. Hann gat verið svo hrif-
næmur að þegar hann heyrði fal-
lega tónlist eða snjallan texta varð
hann gagntekinn. Hann flutti líka
texta betur en flestir og var góður
söngmaður með fallega bassa-
rödd. Mér varð oft hugsað til þess
að hans hilla í lífinu hefði átt að
vera við listsköpun en það var
sjaldnast í boði í innréttingum
hans kynslóðar.
Gunnar og Lilla eða Lilla og
Gunnar er sú hrynjandi sem flest-
um í stórum vinahópi er tömust.
Samrýndari hjónum hef ég ekki
kynnst. Lífsskoðanir þeirra fóru
saman en það var kannski blæ-
brigðamunur á framsetningu
þeirra. Þetta fullkomna samspil
hjóna verður til þess að erfitt er að
fjalla um Gunnar án þess að eft-
irlifandi lífsförunautur fái þar
sinn sess. Það voru forréttindi að
koma úr Laugarnesinu og fá að
deila lífinu með svona fólki í blíðu
og stríðu. Ég kveð vin með þökk í
hjarta.
Jón Sigurpálsson.
Örlögin höguðu því svo að ég
hafði verið sendur forsendingu
vestur í „pólitíska útlegð“ til að
stofna menntaskóla á Ísafirði
1970. Gallinn var sá, að umsókn-
arfrestur um skólavist var liðinn.
Ég auglýsti, en það sótti enginn
um. Rétt fyrir lok vinnudags var
knúið dyra. „Ung stúlka með háa
landsprófseinkunn var þarna í
fylgd með föður sínum …“, eins
og segir í „Sögu Menntaskólans á
Ísafirði“, eftir Björn Teitsson.
Þannig byrjaði ævintýrið um MÍ.
Þau sem knúðu dyra, voru
Margrét Gunnarsdóttir, fyrsti
nemandinn sem innritaður var í
MÍ og brautskráð fjórum árum
síðar sem dux scolae, og faðir
hennar, Gunnar Jónsson, síðar
kennari við skólann. Þetta var
upphafið að vináttu okkar Gunn-
ars.
Gunnar var einn af „vitringun-
um þremur“, eins og við Bryndís
nefndum þá okkar í milli. Þeir
heimsóttu okkur á Vesturgötuna
(ásamt öðrum) og vildu fá okkur
vestur til að gróðursetja hinn nýja
skóla. Hinir tveir voru Jón Páll
Halldórsson, forstjóri Norður-
tangans (og nú margra bóka höf-
undur) og Gunnlaugur Jónasson
bóksali, kenndur við Sunnukór og
Einherja. Þeir voru að leita að
manni í brautryðjandastarfið
„sem ætti rætur að rekja vestur“,
eins og segir í sögu MÍ.
Þeir voru gamlir nemendur
Hannibals. Hann hafði flutt frum-
varp til laga á Alþingi um stofnun
menntaskóla á Ísafirði þegar árið
1946. Það tók aldarfjórðung að
láta drauminn rætast. Margir
lögðu hönd á plóginn. En það er á
engan hallað þótt sagt sé að „vitr-
ingarnir þrír“ voru fremstir meðal
jafningja í að fylgja málinu eftir.
Uppgjöf var ekki til í þeirra orða-
bók. Hvað réði gerðum þeirra?
Klíkuskapur eða mannþekking?
Að fenginni reynslu þurfum við
ekki að velkjast í vafa um svarið.
Gunnar, vinur minn, Jónsson
var jafnaðarmaður í húð og hár.
Pólitískt skilgetið afkvæmi
„Rauða bæjarins“, útskrifaður úr
hinum þingeyska Samvinnuskóla
og „Co-operative College“ enskra
jafnaðarmanna. Starfsvettvangur
hans fyrstu áratugina var á veg-
um Kaupfélags Ísfirðinga, sem
var hluti af hreyfingu vestfirskra
jafnaðar- og samvinnumanna.
Á áttunda áratugnum tókum
við Gunnar höndum saman um að
bæta fyrir mistök forvera okkar
og sameina jafnaðarmenn á ný til
áhrifa í bæjarstjórn Ísafjarðar.
Þar var Gunnar bæjarfulltrúi
okkar á uppgangsárum og við
góðan orðstír. Í því starfi nutu
mannkostir hans sín vel: Heiðar-
leiki, skyldurækni og vandvirkni –
með hæfilegum skammti af gam-
ansemi í bland.
Það gat engum dulist, sem
eignaðist vináttu Gunnars og Jón-
ínu, að milli þeirra lifðu ástir sam-
lyndra hjóna, í meira en 60 ár.
Toppiði það! Reyndar finnst mér
Gunnar, þegar ég hugsa til baka,
alltaf hafa verið umvafinn kven-
fólki. Það er af því að ég sá hann
yfirleitt á góðra vina fundum, í
góðu yfirlæti, með Jónínu, Mar-
gréti og Elísabetu. Þær dekruðu
við hann, og hann sá ekki sólina
fyrir þeim.
Á kveðjustundinni verður okk-
ur Bryndísi hugsað til kvenna-
skarans og Jóns Ottós, fjöl-
skyldna þeirra, frændgarðs og
vina, með hlýhug og þakklæti.
Jón Baldvin.
„Til Dýrafjarðar fórum við
með fjör í stórum stíl
í sterkum kassabíl.“
Mínar fyrstu minningar um
góðan vin og skátabróður, Gunnar
Jónsson, eru þær að hann var for-
ingi okkar ylfinganna ásamt
Gunnlaugi Jónassyni og stýrði
söngvum, eins og þessum hér að
ofan, og gáskafullum leikjum í
gamla Skátaheimilinu við Mjallar-
götu á Ísafirði. Þeir félagar voru
góðir uppalendur ungra stráka.
Þó að Skátaheimilið væri miðstöð-
in þar sem söngvar og leikir voru
æfðir, próf eins og sárfætlinga-
prófið, fyrsta og önnur stjarna og
ýmis sérpróf þreytt þá barst
starfið út um víðan völl. Gengið
var á fjöllin kringum Ísafjörð,
keppt á skíðum í göngu, svigi og
stökki á Seljalandsdal og farið í
útilegur í skátaskálann Valhöll í
Tungudal. Margir voru þreyttir
er þangað var komið með þunga
bakpoka sem innihéldu svefnpoka
og nesti. En þreytan hvarf fljótt
er sest var við arineldinn, drukkið
kakó og sungið af hjartans lyst.
Þá var Gunnar í essinu sínu að rífa
upp stemninguna með söng og
gamansögum. Kvöldin enduðu
með magnaðri draugasögu. Á
skátamóti í Dýrafirði ritstýrði
hann mótsblaðinu „Trippinu“ sem
sagði daglegar fréttir og skemmti
skátunum með græskulausu
gamni.
Gunnar var einn þessara hæfi-
leikaríku manna sem gaman var
að kynnast og því urðu hlutverk
hans í okkar góða bæ mjög fjöl-
þætt. Margir muna hann eflaust
sem „Gunnar í Kaupfélaginu eða
Gunnar á Brunabót“. Kaupfélagið
og Brunabótafélagið voru hans
vinnustaðir. Félagsstörf hans
voru þó ekki síður merk. Auk þess
að vera virkur skáti alla tíð var
hann góður leikari og söngvari og
tók sem slíkur þátt í öflugu starfi
Leikfélags Ísafjarðar og starfi ís-
firsku kóranna. Var í sóknarnefnd
Ísafjarðarkirkju, frímúrararegl-
unni, og á tímabili umboðsmaður
þess ágæta félags Loftleiða. Um
árabil sat hann í bæjarstjórn Ísa-
fjarðar og valdist til að vera for-
ystumaður þar.
Leiðir okkar Gunnars lágu
saman víðar en í skátastarfi. Við
völdumst ásamt fleirum til að hafa
forystu um risaverkefni á Ísafirði.
Það var að reisa hótel sem hæfði
nútímakröfum. Ég var yngstur í
hópnum sem hafði úr að spila
broti af þeim fjármunum sem til
þurfti. Verkefnið varði í heilan
áratug og var erfiður brimróður
allan tímann. Formennskan var í
mínum höndum og þá var ómetan-
legt að hafa mann eins og Gunnar
Jónsson með sér í liði. Hann stóð
sem klettur að baki mér þegar
mest á reyndi. Duttu mér þá í hug
hin fleygu orð: „Ber er hver að
baki nema sér bróður eigi.“
Það var sárt að sjá þennan
trausta vin ganga í gegnum lang-
an veikindakafla síðustu æviárin
en ég mun geyma með mér allar
góðu minningarnar um hann. Ég
lét syngja honum til heiðurs lagið
Alouette á jólaskemmtun sem ég
stýrði nýverið. Það lag kenndi
hann okkur ungum strákum og
var það án efa fyrsta frönskunám
okkar allra. Því miður verð ég á
fjarlægri strönd er hann leggur í
sína hinstu ferð. Ég sendi Jónínu,
hans kæru eiginkonu, börnum
þeirra, barnabörnum og vensla-
fólki öllu innilegar samúðarkveðj-
ur. Kæri vinur, far þú sæll meira
að starfa Guðs um geim.
Ólafur Bjarni Halldórsson.