Morgunblaðið - 11.04.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2015
Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur | Sími 514 1400 | sumarferdir.is
SÓLARHRINGSTILBOÐ
á valdar brottfarir í sumar.
Hefst á mánudaginn
13. apríl kl. 12:00.
Nánar á Sumarferdir.is
SÓLARHRINGUR SUMARFERÐA
SVIÐSLJÓS
Malín Brand
malin@mbl.is
Fjölmenni hlýddi á ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugs-
sonar, forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokks-
ins, í gær á fyrsta degi flokksþings framsóknarmanna.
Töluðu margir um að ræða formannsins hefði verið tíma-
mótaræða og ríkti almenn ánægja með innihald hennar.
Eftir að Sigmundur Davíð hafði rætt um árangur síð-
ustu missera boðaði hann ýmsar hugmyndir og tillögur
og má þar nefna stofnun alþjóðlegrar björgunarmið-
stöðvar á Íslandi, stofnun ríkisolíufélags, breytingar á
skráningarreglum kaupskipa, landsátak í uppbyggingu
fjarskiptainnviða í öllum byggðum landsins og síðast en
ekki síst hið stóra verkefni sem framundan er við losun
fjármagnshafta.
Efnahagslegt svigrúm
Segja má að þungamiðjan í ræðu formannsins hafi ver-
ið efnahagslegt svigrúm sem skapast myndi við losun
fjármagnshafta. „Stærsta hindrunin við losun hafta hef-
ur verið hin óuppgerðu slitabú föllnu bankanna,“ sagði
Sigmundur Davíð og bætti því við að gjaldþrot fjármála-
fyrirtækjanna þriggja hefðu komist á lista yfir stærstu
fyrirtækjagjaldþrot í heimssögunni. Eftir stæðu kröf-
urnar á slitabúin og eignir upp á þúsundir milljarða.
„Þessar kröfur hefði ríkið getað keypt að miklu leyti á
hrakvirði á sínum tíma, eins og við framsóknarmenn
lögðum til. Þá væri landið löngu búið að vinna sig út úr
öllum efnahagsþrengingum,“ sagði hann.
Hvernig losa skal höftin
Sigmundur Davíð sagði að til að hægt væri að taka
næstu skref í undirbúningi fyrir losun hafta hefði verið
nauðsynlegt að skýra afstöðuna til umsóknarinnar um
aðild að Evrópusambandinu. „Nú liggur hún fyrir og
geta menn tekið ákvörðun út frá því,“ sagði hann.
Áætlun um losun hafta yrði því hrint í framkvæmd áð-
ur en þingið lyki störfum. „Sérstakur stöðugleikaskattur
mun þá skila hundruðum milljarða króna og mun ásamt
öðrum aðgerðum gera stjórnvöldum kleift að losa um
höft án þess að efnahagslegum stöðugleika verði ógnað.“
Eðli og umgjörð hins sérstaka stöðugleikaskatts var ekki
rædd frekar í ræðunni en formaðurinn minnti á að með
aðgerðum til losunar hafta yrði til efnahagslegt svigrúm
sem numið gæti hundruðum milljarða.
Sigmundur vék einnig að vinnubrögðum erlendu
kröfuhafanna. Sagði hann flestar ef ekki allar stærri lög-
mannsstofur landsins hafa unnið fyrir kröfuhafana eða
fulltrúa þeirra. Það hefðu einnig helstu almannatengsla-
fyrirtæki landsins gert. Sagði hann vogunarsjóði í New
York og London marga hverja þekkta fyrir að fylgja
hagsmunum sínum mjög fast eftir. Umsvifin væru „nán-
ast óhugnanleg“ og ómögulegt væri að segja til um
hversu langt þau næðu. Nýlega hefðu fréttir hermt að
kröfuhafar hefðu keypta hagsmunagæsluþjónustu hér á
landi fyrir 18 milljarða króna á undanförnum árum.
Græn orka mikil tekjulind
Eftirspurn eftir grænni orku er eitt af því sem Sig-
mundur Davíð nefndi sem mikla tekjulind og samfara
eftirspurninni myndi hagnaður Landsvirkjunar aukast.
„Fyrirtækið hefur verið að greiða upp skuldir sínar af
miklu kappi svo að vonir standa til að Landsvirkjun geti á
næstu árum farið að skila ríkissjóði tugum milljarða í arð
árlega,“ sagði Sigmundur ennfremur.
Landsvirkjun skili milljörðum
Sérstakur stöðugleikaskattur skili hundruðum milljarða króna Áætlun um losun hafta hrint í fram-
kvæmd fyrir þinglok Íslenskt hagkerfi úr gíslingu Fjölmenni við setningu flokksþings Framsóknar
Morgunblaðið/Ómar
Flokksþing Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, flutti setningarræðu flokksþingsins.
Þingmenn Jóhanna María Sigmundsdóttir, Ásmundur
Einar Daðason og Elsa Lára Arnardóttir voru kát á
flokksþinginu í Gullhömrum í gær.
Þingmaðurinn Vigdís Hauksdóttir var ein þeirra er tóku
til máls á flokksþingi framsóknarmanna í almennu um-
ræðunum í gær. Mál sitt hóf hún á því að brýna mik-
ilvægi flokksþinga fyrir viðstöddum. „Þetta má ekki
vera miðjumoð,“ sagði Vigdís og uppskar mikinn fögnuð
og lófaklapp viðstaddra. Sagði hún brýnt að samgöngu-
mál væru í lagi á landinu og nefndi þar sæstreng, ljós-
leiðara, vegi og siglingar. Á það þyrfti flokkurinn að
leggja áherslu á síðari hluta kjörtímabilsins.
Flugvöllurinn í Vatnsmýri er Vigdísi hugleikinn, rétt
eins og mörgum öðrum sem stigu í ræðustól flokksins í gær. „Það er lítil
þekking á flugmálum í innanríkismálum og tímabært að setja mini-
flugmálaráðuneyti á stofn,“ sagði Vigdís skelegg þegar ræðutímanum var
við það að ljúka og að því sögðu fögnuðu viðstaddir.
Mini-flugmálaráðuneyti komið á stofn
Nokkrir flokksmenn ræddu möguleika á að Landsbank-
inn yrði gerður að samfélagsbanka í anda slíkra banka í
Þýskalandi. Bankinn yrði alfarið í almannaeigu og þótti
nokkrum mælenda tilvalið að Framsóknarflokkurinn
stæði að slíkri tillögu.
Ljóst var að breytt peningakerfi átti hug margra og
spunnust umræður um hvernig hægt væri að ráðast að
rót sjálfs verðbólguvandans með breyttu peningakerfi.
Sögðu sumir að of mikið peningamagn væri í umferð en
takmarkað hvaða vörur væri hægt að kaupa með þeim.
Frosti Sigurjónsson fjallaði stuttlega um mikilvægi þess að Ísland ætti sér
sjálfstæðan gjaldmiðil. „Krónan er forsenda sjálfstæðis og þess að við get-
um haft stjórn á eigin auðlindum,“ sagði Frosti og undirstrikaði mikilvægi
þess að gjaldmiðlinum væri stýrt „af viti.“
Landsbankinn verði samfélagsbanki
Náttúrupassinn og framtíð ferðaþjónustunnar á Íslandi
hvíldi þungt á mörgum og ekki voru allir á eitt sáttir um
kosti hugmynda sem lagðar hafa verið fram. Þórey
Anna Matthíasdóttir kom með innlegg í umræðuna og
sagði að ferðamáladrög flokksins væru illa unnin og
gera þyrfti þar bragarbót á. „Áttatíu prósent
ferðaþjónustufyrirtækja eru með tíu starfsmenn eða
færri,“ sagði hún og bætti við að of flókið regluverk
kringum ferðaþjónustuna væri til þess fallið að stuðla að
svartri atvinnustarfsemi og hvetti jafnvel til skattsvika.
Páll Sigurjónsson talaði um náttúrupassann sem hann kvaðst hafa margt
við að athuga. Sagði hann það vafa undirorpið hvort skynsamlegt væri að
beina þunganum markvisst á einstaka ferðamannastaði.
Svört atvinnustarfsemi og náttúrupassi
Unga fólkið í flokknum lét til sín taka í almennu umræð-
unum í gær. Yngsti þingmaðurinn, Jóhanna María Sig-
mundsdóttir, tók til máls og sagði að ekki mætti gleyma
unga fólkinu sem væri að koma úr námi og taka sín
fyrstu skref í íbúðarkaupum og atvinnulífinu. Hún sagði
brýnt að bættu fyrirkomulagi yrði komið á námslán og
að gert yrði endurmat á neysluviðmiðum.
Elsa Lára Arnardóttir ræddi um afnám verðtrygg-
ingar og sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum með drög í
tillögum flokksins. Hún sagði orðalagið um afnám verð-
tryggingar fullveikt og þyrfti að skerpa þar á. „Það ætti að setja þak á
eldri verðtryggð lán,“ sagði hún og að jafnframt þyrfti að dreifa ábyrgð-
inni á eldri lánum og líta yrði til beggja hópa um afnám.
Unga fólkið, verðtrygging og húsnæði
Framkvæmdstjóri Heilbrigðiseft-
irlits Reykjavíkur segir ekki hægt
að svara því með fullnægjandi hætti
hvers vegna dýrara er að eiga hund
í Reykjavík en í Kópavogi, Hafnar-
firði og Garðabæ. Svipaður fjöldi
skráðra hunda er í Reykjavík ann-
ars vegar og í Hafnarfirði, Kópavogi
og Garðabæ samanlagt hins vegar
eða 2.500 á móti 2.300. Gjaldskrá er
engu að síður umtalsvert hærri í
Reykjavík en í hinum sveitarfélög-
unum þar sem dýraeftirliti er sinnt
af Heilbrigðiseftirliti
Hafnarfjarðar- og Kópavogs-
svæðis. Þar er skráningargjald
13.600 kr., árlegt leyfisgjald 12.600
kr. og handsömunargjald 26 þúsund
kr. Í Reykjavík er skráning-
argjaldið 18.900 krónur og sama
upphæð er rukkuð fyrir leyfi.
Handsömunargjaldið er 28.850 kr.
Munar því 5.300 krónum á skrán-
ingargjaldi í sveitarfélögunum,
6.300 á árlegu leyfisgjaldi og 2.850 á
handsömunargjaldi.
Árný Sigurðardóttir, fram-
kvæmdastjóri hjá Heilbrigðiseft-
irliti Reykjavíkur, segir tvo hunda-
eftirlitsmenn sinna eftirliti. Þá séu
ritari og lögfræðingur hluti af stoð-
þjónustunni. Segir hún tekjur eiga
að standa undir kostnaði við hunda-
eftirlit. Kostnaður í fyrra var um 39
milljónir kr. en tekjur um 34,5 millj-
ónir kr. Hún segist ekki geta svarað
því hvers vegna dýrara er að eiga
hund og kostnaður meiri í Reykja-
vík en í áðurnefndum nágranna-
sveitarfélögum. „En við erum með
tvo hundaeftirlitsmenn en þar er
bara einn, það er ein ástæðan,“ seg-
ir Árný. „Þá eru fleiri kvartanir í
Reykjavík, líklega vegna þéttari
byggðar,“ segir hún. vidar@mbl.is
Meira kvartað í borginni
Ekki hægt að svara því með fullnægjandi hætti hvers vegna
hundahald er dýrast í Reykjavík Svipaður fjöldi hunda
Morgunblaðið/Eggert
Sitjandi hundur Um 2.500 hundar
eru á skrá hjá Reykjavíkurborg.