Morgunblaðið - 11.04.2015, Side 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2015
HHrefna Pálsdóttir er sérfræðingur hjá Rannsóknum oggreiningu sem hafa aðsetur í Háskólanum í Reykjavík. Húner lýðheilsufræðingur að mennt og er í doktorsnámi að
rannsaka kynjamun með áherslu á líðan og námsgengi drengja.
Hrefna vinnur við að greina niðurstöður úr rannsóknum á ungu
fólki. „Þetta eru spurningalistakannanir um hagi og líðan ásamt
vímuefnanotkun unglinga. Við mælum árlega nemendur í 8. og 10.
bekk, annað hvert ár nemendur í 5.-7. bekk og þriðja hvert ár 16 til
20 ára ungmenni. Það hefur náðst undraverður árangur í ölv-
unardrykkju. Neyslan mælist í kringum 5%, þ.e. ölvunardrykkja síð-
ustu 30 daga en var 42% í kringum 1998, meðal nemenda í 8.-10.
bekk. Við mælum einnig íþrótta- og tómstundaiðkun og samskipti
við vini, samverustundir foreldra og barna, ásamt fjölmörgum öðr-
um þáttum. Mikilvægust er almenn líðan ungmennanna. Þetta eru
flottir unglingar sem við eigum, en það sem ég hef áhyggjur af er
skjánotkunin, að vera stöðugt í símanum.
Utan vinnu þá reyni ég að vera dugleg að hreyfa mig, er að lyfta
og reyni að gera það þrisvar til fjórum sinum í viku, ég eyði einnig
miklum tíma með dætrum mínum tveimur og svo finnst mér
skemmtilegt að hitta vini í spjall og góðan mat ásamt því að lesa
góðar bækur þegar tími gefst til. Þetta eru gæðastundir.“
Hrefna ætlar að vera með dömuboð í kvöld. „Ég býð heim til mín
hóp af skemmtilegum og flottum konum og gef þeim gott að borða
og drekka.“
Hrefna Pálsdóttir er fertug í dag
Ferming Hrefna ásamt dætrum sínum, Helgu Kristínu Sigurðar-
dóttur, sem fermdist 28. mars sl., og Heklu Karlsdóttur 3 ára.
Flott ungmenni
sem við eigum
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Í dag, 11. apríl, er Jón Þ. Sveinsson, tækni-
fræðingur og fyrrverandi forstjóri Stálvíkur
hf., 90 ára gamall.
Jón fæddist að Butru í Fljótshlíð en ólst upp að
Uxahrygg í Rangárvallasýslu. Hann nam tækni-
fræði í Köbenhavns Teknikum og í framhaldi
stofnaði hann og rak skipasmíðastöðina Stál-
vík þann tíma sem hún starfaði.
Eiginkona Jóns er Þuríður Hjörleifsdóttir og
eiga þau tvær dætur, tengdasyni og þrjú
barnabörn. Jón fagnar afmælinu með fjöl-
skyldu og vinum.
Árnað heilla
90 ára
F
riðbert fæddist á Akur-
eyri 11.4. 1965 en var
þar aðeins í nokkra
daga áður en hann fór
til síns heima, sem þá
var á Svalbarðströnd. Fyrstu sporin
steig hann við Eyjafjörðinn en aðeins
nokkurra ára gamall flutti hann til
Reykjavíkur: „Við fluttum í Faxa-
skjólið og ég ólst upp í Vestur-
bænum. Það var góður staður til að
slíta barnsskónum, næg leiksvæði og
vinahópurinn þéttur. Þar kynntist ég
líka skátastarfinu. Ég var virkur í
Ægisbúum fram á unglingsár og var
síðar virkur í starfi Íslenska Alpa-
klúbbsins og Björgunarsveitinni Ing-
ólfi.“
Friðbert fór hefðbundna leið Vest-
urbæingsins í skólagöngu. Hóf náms-
ferilinn í Melaskóla, síðan í unglinga-
deildina í Hagaskóla, klassískt
menntaskólanám, stundaði síðar nám
við University of Wales í vörustjórn-
un og flutningum, auk MBA náms
hjá EIPM í Frakklandi.
Fyrsta launaða vinnan var hins
vegar úti á landi: „Ég fékk sumar-
vinnu í fiski á Suðureyri við Súganda-
fjörð þegar ég var 12 ára og bjó hjá
ömmu minni sem var ómetanlegt og
frábær tími. Þar fékkst ég við ýmis
störf hjá Fiskiðjunni Freyju, sem er
því miður ekki lengur starfandi, en
hún var drjúg sumarhýran sem
fylgdi mér suður um haustið.“
Fiskurinn kom aftur við sögu hjá
Bæjarútgerð Reykjavíkur en því
næst lá leiðin í sumarstarf hjá Lands-
banka Íslands áður en hann gerðist
uppvaskari og aðstoðarmaður í eld-
húsi á Horninu og síðar næturvörður,
bílstjóri og peningaflutningamaður
hjá Iðnaðarbankanum í Lækjargötu.
Enn eitt bankastarfið kom til sög-
unnar þegar hann starfaði í erlendum
viðskiptum hjá hinum nýstofnaða Ís-
landsbanka, sem hafði orðið til við
sameiningu Útvegsbanka Íslands,
Iðnaðarbankans, Alþýðubankans og
Verzlunarbanka Íslands.
Friðbert hóf síðan störf hjá Víf-
ilfelli 1990. Þar var hann síðast fram-
kvæmdastjóri rekstrarsviðs: „Ég
Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu hf. – 50 ára
Heima er best Friðbert með konu sinni, Soffíu Huld og dætrunum tveimur, Sólveigu Önnu og Salvöru Sesselju.
Frá Coce í bílabransa
Í vinnuferð Friðbert í Þýskalandi í einni af sínum fjölda viðskiptaferða.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
Nú færðu ab mjólk frá Mjólku í
nýjum handhægum 1 lítra umbúðum.
abmjólk
í nýjum
umbúðum