Morgunblaðið - 11.04.2015, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2015
SÉRSTAKAR ÞARFIR. EINFALDAR LAUSNIR.
FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM
GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST.
Dreifing:
HÁR EHF
s. 568 8305 | har@har.is
REDKEN Iceland á vertu vinur
SÖLUSTAÐIR
REDKEN
FAGFÓLK
HJÁ DÚDDA
HÖFUÐLAUSNIR
KÚLTÚRA
LABELLA
MEDULLA
MENSÝ
N-HÁRSTOFA
OZIO
PAPILLA
SALON VEH
SCALA
SENTER
REDKEN hárvörurnar gera hárið heilbrigt, fallegt og fyllir það lífi
Blonde Idol
FYRIR LJÓST HÁR
All Soft
FYRIR ÞURRT HÁR
Curvaceous
FYRIR KRULLAÐ HÁR
Smooth Lock
FYRIR ÚFIÐ HÁR
Color Extend Magnetics
FYRIR LITAÐ HÁR
Body Full
FYRIR FÍNGERT
HÁR
Diamond Oil
FYRIR LÍFLAUST/
SKEMMT HÁR
High shine
FYRIR LÍFLAUST/
FÍNGERT HÁR
Cerafill
FYRIR HÁRLOS
OG ÞUNNT HÁR
Extreme
FYRIR SKEMMT
HÁR
Color Extend Sun
FYRIR HÁR Í SÓL
OG SJÓ
Clear Moisture
FYRIR ÓLITAÐ HÁR
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
SVIÐSLJÓS
Margrét Kr. Sigurðardóttir
margret@mbl.is
Mikill vöxtur er í útgefnum fyrir-
framgreiddum greiðslukortum hjá
fyrirtækinu iKort en 19% vöxtur
hefur verið að meðaltali á milli mán-
aða síðustu 12 mánuði. Fyrsta iKort-
ið kom á markað í nóvember 2013 og
eru nú um 3.300 slík kort í notkun
samkvæmt upplýsingum frá fyrir-
tækinu. „Þetta er sú tegund korta í
heiminum sem vex hvað hraðast,“
segir Ingólfur Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri og einn eigenda
iKorta. Aðrir eigendur eru Viktor
Ólason og Kjartan Gunnarsson.
Ekki í gegnum bankakerfið
IKortin eru ýmist gefin út á nafn
eða nafnlaus eftir því sem viðskipta-
vinir velja. Ingólfur segir að það séu
margir ánægðir með að geta haft
þann valmöguleika að þurfa ekki að
fara í gegnum bankakerfið með hefð-
bundin kort. En hver er ástæðan
fyrir þessari aukningu? „Við erum
með mjög fjölbreyttan viðskipta-
vinahóp sem er ánægður með að
geta haft kort út af fyrir sig þar sem
ekki þarf að kanna fjárhagslegar
upplýsingar þeirra sem fá kortin og
viðskiptin eru ekki skráð á kenni-
tölu. Það kom okkur á óvart hversu
margir eru óánægðir með bankana
og við höfum notið góðs af því. Sumir
nota kortin þannig að þeir leggja
launin sín á kortið og skuldfæra af
því með boðgreiðslum öll útgjöld
heimilisins.“
Kortin eru gefin út af Prepaid
Financial Services (PFS) í Bretlandi
og lítur skilmálum MasterCard um
útgáfu alþjóðlegra korta og tiltekn-
um staðli um kortaviðskipti. Útgáfan
er undir eftirliti breska fjármálaeft-
irlitsins og lýtur lögum Evrópusam-
bandsins um peningaþvætti. Fyrir
nokkru gerðu iKort og Íslandspóst-
ur samning um að hægt væri að
nálgast kortin á öllum afgreiðslu-
stöðum Íslandspósts auk þess sem
hægt er að leggja inn á kortin þar.
Erlendis er búist við 22% vexti
Þessi mikli vöxtur er í takti við það
sem gerist erlendis í fjölgun þeirra
sem vilja nota fyrirframgreidd
greiðslukort. Samkvæmt Master-
Card má búast við um 22% vexti í
slíkum kortum á alþjóðavísu til árs-
ins 2017. Velta í fyrirframgreiddum
kortum var 210 milljarðar dollara á
árinu 2010. Búist er við að veltan
nærri fjórfaldist og verði orðin 822
milljarðar dollara á árinu 2017. Vin-
sældir fyrirframgreiddu kortanna er
helst rakin til þess að margir vilja
vera utan hins hefðbundna banka-
kerfis, notkunin sé gagnsæ og að það
sé hagkvæmt að nota kortið í stað
seðla. Auk þess eru margir sem nýta
kortin í tiltekin útgjöld eins og ferða-
lög og innkaup á netinu.
Vöxtur í greiðslukortum
utan bankakerfisins
Morgunblaðið/Golli
Kortanotkun Margir nota fyrirframgreidd kort til að gera netinnkaup.
3.300 iKort komin í notkun 19% vöxtur milli mánaða síðustu tólf mánuði
„Við kaup á félaginu var ávallt
stefnt að því að gera það skráning-
arhæft eins fljótt og mögulegt
væri,“ segir Jón Diðrik. Spurður
hvort nýtt hlutafé verði gefið út
segir hann að farið verði yfir til-
lögur ráðgjafa en ákvörðunin liggi
svo hjá hluthöfum, hvort þeir hygg-
ist selja eða auka sinn hlut. „Nú eru
bara ráðgjafarnir komnir inn í
þetta hjá okkur og munu leggja
fram sínar tillögur. Nú er félagið
komið það langt í breytingarferli
að við getum gert það skráning-
arhæft. Í framhaldinu kemur end-
anleg niðurstaða og ákvörðun,“
segir Jón Diðrik. vidar@mbl.is
Skeljungur hyggst skrá hlutabréf
félagsins á markað og hefur ráðið
Íslandsbanka og Arion banka til að
gera félagið tilbúið til skráningar
og undirbúa hlutfjárútboð. Jón Dið-
rik Jónsson, stjórnarformaður
Skeljungs, segir að endanleg
ákvörðun um hvenær bréfin verði
sett á markað liggi ekki fyrir. „Ís-
landsbanki mun vinna að undirbún-
ingi og ef af skráningu verður mun
Arion banki sjá um sjálfan sölufer-
ilinn,“ segir Jón Diðrik.
Hann segir að málið verði unnið
fram á haust en ómögulegt sé að
segja nákvæmlega til um það hve-
nær félagið verður skráningarhæft.
Skeljungur tekur stefnuna á markað
Íslandsbanki og Arion til ráðgjafar
Morgunblaðið/Júlíus
Á markað Skeljungur stefnir að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað.
● Gistinætur á hótelum voru í febrúar
síðastliðnum194.800 talsins og fjölgaði
því um 21% miðað við febrúar árið á
undan. Gistinætur erlendra gesta voru
87% af heildarfjölda gistinátta í mán-
uðinum en þeim fjölgaði um 25% frá
viðmiðunartímabili síðasta árs. Fjöldi
gistinátta Íslendinga hélst svipaður
milli ára.
Gistinóttum á hótelum
fjölgaði mikið í febrúar
!
!!
"!
"!"
#""
$%
##"
!%
$" $
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
%
!
!"%
%#
"!
#"$
$
#
!!$
$%
!% %"
"
! $
!$$
##
%"
#%#
$!
$
$
$%$
Guðný Rósa Þor-
varðardóttir hef-
ur verið ráðin
framkvæmda-
stjóri ein-
staklingssviðs hjá
N1 og mun hún
jafnframt taka
sæti í fram-
kvæmdastjórn fé-
lagsins. Hún tek-
ur við af Ingunni
Sveinsdóttur sem hætti hjá fyrir-
tækinu í byrjun síðasta mánaðar.
Guðný Rósa hefur verið fram-
kvæmdastjóri Parlogis frá árinu
2009.
Við starfi Guðnýjar Rósu hjá Par-
logis tekur Hálfdán Gunnarsson en
hann hefur verið forstöðumaður inn-
kaupa- og rekstrarþjónustu Orku-
veitu Reykjavíkur frá árinu 2009.
Guðný Rósa
fer til N1
Guðný Rósa
Þorvarðardóttir
Hálfdán Gunnarsson
tekur við Parlogis
● Koma þarf á fót sérstakri starfsein-
ingu innan stjórnsýslunnar sem fer með
yfirstjórn í upplýsingatæknimálum og
markar stefnu í málaflokknum, sam-
kvæmt nýrri greiningu á upplýsinga-
kerfum ríkisstofnana sem Capacent
vann fyrir fjármála- og efnahagsráðu-
neytið.
Fram kemur í greiningu Capacent að
auka þurfi gagnasamskipti milli stofn-
ana, m.a. með samnýtingu fjárfestingar
í vefþjónustu. Huga eigi að sameig-
inlegum rekstri upplýsingakerfa ríkisins
og móta stefnu um tölvuský, sem felur í
sér geymslu gagna í netþjóni.
Í fjármála- og efnahagsráðuneytinu
hefur verið komið á fót ráðgjafarhópi
um upplýsingatæknimál sem hefur m.a.
það hlutverk að vinna úr skýrslunni.
Verður hafist handa við að skoða sam-
eiginleg kaup ríkisins á tölvubúnaði í
samræmi við nýjar áherslur í inn-
kaupum ríkisins.
Þörf á starfseiningu í
upplýsingatæknimálum
Stjórnsýslan þarf skýrari UT-stefnu.
STUTTAR FRÉTTIR ...