Morgunblaðið - 11.04.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.04.2015, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2015 Hinn 11. mars sl. hringdi frænka mín sem bað mig eitt sinn af kurt-eisi um rök fyrir veggspjaldakröfum í táningsherbergi mínu.Hún sat þá á þingi en svörin vöfðust ekki fyrir mér, nýútskrif-uðum úr þjóðmálaumræðuakademíu Gamla-Framsóknarflokks- ins á Halldórsstöðum í Kinn, á næsta leiti við Hriflu, þar sem ég hafði haldið fram róttækum kaupstaðasjónarmiðum í fjósinu. Frænka spurði nú af hverju ungu konurnar vildu frekar vera femínistar en berjast fyrir kvenrétt- indum og hvort ekki væri óþarft að nota útlent orð þegar íslenskt hugtak væri í boði. Hún sem hefði alltaf verið kvenréttindakona, eins og allur minn frænkugarður, teldi að enn mætti sækja fram undir þeim merkjum. Ég var óklár á fínstillingum í merkingu orðanna en hélt að unga fólkið vildi tengjast alþjóðlegri baráttu og hugmyndafræði og femínismi væri sí- breytilegur … Ekki þurfti að segja frænku neitt um það enda hefði hún hringt á þessum afmælisdegi nöfnu sinnar og ömmu en langömmu minnar, sem hefði verið slík baráttukona að hún hefði ekki hikað við að fylgja réttlætis- og kvenréttinda- málum samtímans eftir – en á íslensku. Mér rann blóðið til skyldunnar því að þessi langamma mín, sem fæddist 1854 í Borgarfirði, gifti sig til Engeyjar og missti fyrri mann sinn ungan frá fjórum dætrum, eignaðist þann síðari fimm árum seinna og átti eina dóttur í viðbót með honum um fertugt, flutti í land þegar dætur hennar voru upp- komnar og fékk sér þá sófasettið sem ég sit nú í heima hjá mér. Þær mæðg- ur létu kvenréttindi til sín taka, voru vinkonur Ólafíu Jóhannsdóttur sem studdi einstæðar konur í Osló, og áttu fulltrúa í fyrstu stjórn Kvenréttinda- félags Íslands. Mitt næsta verkefni var því að spyrja unga femínistafrænku okkar – sem er svo langt komin frá hlutskipti langa-langömmu sinnar að hún starfar við alþjóðastofnun í Sviss og á heimavinnandi eiginmann sem lítur eftir börn- unum – hverju það sætti að hún vildi frekar vera femínisti en kvenrétt- indakona eins og formæður okkar. Hún sagðist líta á kvenréttindabaráttu sem baráttu fyrri tíðar fyrir tilteknum og lögbundnum réttindum kvenna en femínismi væri óháður kyni og næði til miklu víðtækari baráttu gegn klám- væðingu, staðalmyndum kynjanna í dægurmenningu, baráttu gegn kyn- bundnu ofbeldi … Ég sat eftir og velti fyrir mér hvort kvenréttindi gætu ekki þróast í þessa átt líka því að kven- og femín- er jafn kynbundið í báðum orðum. Annað orð- ið er gegnsætt en hitt er í óræðum flokki -isma – eins og ég reyndi á dóttur minni við kvöldverðarborðið þegar talið barst að gagnrýnni hugsun táninga og hún sagðist sko ekki vera neinn femínisti sko. Mér fannst eins og ég heyrði í þessari afneitun endurómun af haturs-„húmor“ uppivöðslusömu karlrembudrengjanna. Sennilega veitist þeim auðveldara að koma óorði á útlent orð en að fá pilta og stúlkur til að andæfa kvenréttindum. feminismi??? kvenréttindi??? ...ismi??? Fínstilling femínismans Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Stundum hefur verið sagt að íslenzkt samfélagsé eins og stór fjölskylda. Það er mikið til íþví. En þá er það líka fjölskylda, þar semsundurlyndi ræður ríkjum. Og slíkar fjöl- skyldur eru til. Nú er þessi stóra fjölskylda að sigla inn í tímabil, þar sem sundurlyndið ræður ferðinni. Og þá er átt við kjaradeilur. Allir vita að kjarasamningar sem leiða til launa- hækkana, sem ekki eru forsendur fyrir í rekstri þjóð- arbúsins hafa nýja verðbólguöldu í för með sér. Sú verðbólgualda mun leiða til gengislækkana, sem munu leiða til enn meiri verðbólgu. Afleiðing þess verður sú að húsnæðislánin æða upp, bæði höfuðstóll og mánaðarlegar afborganir. Vextir æða upp. Hið sama gerist með bílalánin sem fólk hefur tekið og námslánin. Verðbólgan og þar af leiðandi áhrif verðtryggingar munu stórskerða kjör landsmanna. Þetta vita allir meðlimir stórfjölskyldunnar. Þeir vita þetta vegna þess að það hefur svo oft gerzt áður. Bankarnir munu halda sínu vegna þess að þannig eru spilin stokkuð. Samt stefnir allt í þessa átt, vegna þess að hópar innan stór- fjölskyldunnar eru komnir í stríðsham og ætla að ná sér niðri hver á öðrum. Og einmitt af því að stórfjölskylda á í hlut er erf- iðara en ella að koma vitinu fyrir fjölskyldumeðlimi. Stjórnarandstaðan situr hjá og það hlakkar í henni vegna þess að hún veit að það sem augljóslega er framundan mun verða gífurlegt áfall fyrir núverandi ríkisstjórn og stjórnarflokka og hæpið að ríkisstjórnin lifi það af. Verkalýðshreyfingin ætlar að nota tækifærið og koma höggi á atvinnurekendur en virðist loka aug- unum fyrir því að nú er ekki við Kolkrabbann að eiga heldur á hún í stríði við sjálfa sig. Hið ólýðræðislega stjórnkerfi lífeyrissjóðanna veldur því að verkalýðs- hreyfingin getur ráðið því sem hún vill í stærstu fyr- irtækjum landsins í gegnum lífeyrissjóðina. En senni- lega veit hún ekki hvernig hún á að nota þetta vald sem hún getur haft í sínum höndum. Píratarnir hafa rétt fyrir sér þegar þeir vilja að eig- endur lífeyrissjóðanna kjósi sjálfir stjórnir þeirra. Háskólamenntaðir menn virðast telja að það þurfi ekkert samhengi að vera á milli verðmætasköpunar í atvinnulífinu og launakjara þeirra. Menntun þeirra virðist hafa fjarlægt þá svo mjög undirstöðum þessa fiskimannaþjóðfélags í norðurhöfum að hún dugar ekki til að þeir sjá samhengið á milli sín og sjómanns- ins í sjávarþorpi á Vestfjörðum. Stjórnmálaelítan í öllum flokkum hefur flotið sof- andi að feigðarósi með þeim afleiðingum að tími hins gamla valdakerfis á Íslandi, sem varð til í byrjun 20. aldar er sennilega að líða undir lok. Einfaldlega vegna þess að það ræður ekki lengur við hlutverk sitt. Er það kannski orðið úrkynjað? Þetta eru ekki stóryrði heldur einfaldlega veruleik- inn í því sem framundan er. Eru einhverjir meðlimir stórfjölskyldunnar í stöðu til þess að koma í veg fyrir að þessi framtíðarsýn verði að veruleika? Kannski. Þeir sem vel þekkja til segja að þrátt fyrir allt hafi náið samband verið um langt skeið á milli forystu- sveita Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Ís- lands. Þessir aðilar horfa nú fram á það að opinberir starfsmenn hafa tekið forystuna í kjarabaráttunni, eins fáránlegt og það nú er og eðlilegt að ASÍ segi sem svo: Þá skulum við sjá hvað út úr því kemur. En um leið er staðan sú að það er óhugsandi fyrir ríkisstjórn- ina að gera stefnumarkandi kjarasamninga við op- inbera starfsmenn. Hin ótímabundnu verkföll háskóla- manna, sem nú eru skollin á, eiga því eftir að verða löng. Sameiginleg íhlutun Samtaka at- vinnulífsins og Alþýðusambands Ís- lands sem byggist á samtölum og samráði þeirra í milli undanfarna mánuði gæti brotið þessa mynd upp og forðað þeim ósköpum, sem ella eru framundan. Það væri óhugsandi fyrir ríkisstjórn og samtök op- inberra starfsmanna að virða ekki slíka sameiginlega íhlutun þessara aðila og hlusta á það sem frá þeim kæmi. Ríkisstjórn og einstakir ráðherrar eiga ekki að láta það eftir sér að kenna öðrum um og býsnast yfir kröfugerð launþega. Hún á sér rætur í því sem á und- an hefur gengið, bæði í launahækkunum einstakra hópa opinberra starfsmanna, hjá stjórnendum stórra fyrirtækja, umræðum um bónusgreiðslur bankamanna og því almenna andrúmslofti, sem verður til þegar fólk upplifir það sem það telur misskiptingu í samfélaginu. Einn viðmælandi minn hafði orð á því að ný koll- steypa kynni að vera nauðsynleg til að stórfjölskyldan næði áttum. Getur það verið að hrunið haustið 2008 og allt sem fylgdi í kjölfarið hafi ekki dugað til? Að vísu er það svo að hrunið virðist hafa breytt ótrúlega litlu. Það er ekki enn búið að stokka upp lög- gjafarrammann í kringum bankakerfið. Það er ekki enn búið að skilja að með lögum rekstur viðskipta- banka og fjárfestingarbanka. Og rætt um sölu á ein- hverjum hluta af hlut ríkisins í Landsbankanum án þess að heildarlöggjöf um bankakerfið, sem átti lyk- ilþátt í hruninu 2008, hafi verið endurskoðuð. Veruleikafirring ráðandi afla birtist í því að í drög- um að stjórnmálaályktun flokksþings Framsóknar- flokksins er lagt til að Ísland opni sendiráð í Strass- borg á ný vegna þess að það sé svo nauðsynlegt í baráttu fyrir mannréttindum! Forystusveitir SA og ASÍ ættu að íhuga sameig- inlegt inngrip í stöðu sem er komin hættulega nálægt því að fara úr böndum. SA og ASÍ eiga leik Náið samstarf SA og ASÍ gæti bjargað stöðunni Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Dreifing eigna og tekna hefurlöngum verið mjög ójöfn í Perú, þar sem ég dvaldist nýlega um skeið. Andspænis fámennri yf- irstétt af spænskum ættum stendur allur fjöldinn, sem er aðallega kom- inn af indjánum, en hefur blandast nokkuð evrópskum innflytjendum. Þetta fólk býr í fátækrahverfum umhverfis höfuðborgina Lima og í frumstæðum sveitaþorpum uppi til fjalla og inni í frumskóginum. Eirð- arlausir menntamenn hljóta því að telja hér frjósaman jarðveg fyrir byltingarboðskap Karls Marx. Einn þeirra var Abimael Guzmán, heim- spekiprófessor og maóisti. Hann skipulagði hryðjuverkahóp seint á áttunda áratug, „Skínandi stíg“ (Sendero Luminoso). Ódæði hans beindust ekki aðeins að stjórnvöld- um, heldur líka alþýðufólki, sem talið var þeim hliðhollt. Þeir Guzm- án lögðu undir sig afskekkt svæði í Perú og stjórnuðu þar harðri hendi, eins og lýst er í Svartbók kommúnismans. Talið er að þeir hafi alls drepið um þrjátíu þúsund manns. Árið 1988 gaf verkfræðingurinn Hernando de Soto hins vegar út bókina Hinn stíginn (El Otro Sen- dero). Þar hélt hann því fram að búa þyrfti alþýðu Perús skilyrði til að brjótast úr fátækt. De Soto sagði snautt fólk ráða yfir tals- verðu fjármagni, en þetta fjármagn væri oft „dautt“ í þeim skilningi að það væri ekki skráð, veðhæft eða seljanlegt. Leiðin til bjargálna væri því torfær. Rétta ráðið væri að opna hagkerfi Perús, auðvelda frjáls viðskipti, einfalda reglur um stofnun smáfyrirtækja og við- urkenna eignarrétt fátæks fólks á ýmsum eignum utan hins hefð- bundna hagkerfis. Rithöfundurinn Mario Vargas Llosa tók undir með de Soto og bauð sig fram til forseta 1990. Annar frambjóðandi, Alberto Fujimori, sigraði naumlega. Eftir forsetakjörið kvaddi Fujimori de Soto óvænt til ráðgjafar og fram- kvæmdi nær allar tillögur hans, og hefur síðan verið mikill uppgangur í Perú. Jafnframt herti Fujimori baráttuna gegn Skínandi stíg, og var Guzmán gómaður árið 1992. Hefur síðan verið sæmilegur friður í landinu. Fujimori spilltist hins vegar af valdinu, braut stórlega af sér og situr nú í fangelsi, þótt flest- ir Perúbúar séu samkvæmt skoð- anakönnunum þakklátir honum fyr- ir að velja hinn stíginn fyrstu árin á forsetastól. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Hinn stígurinn Þegar þú ert að leita að gluggatjöldum er Luxaflex® augljós kostur. Með yfir 60 ára reynslu af markaðnum bíður Luxaflex® upp á mikil gæði og frábært úrval. Kíktu á okkur í Zenus og fáðu ráðgjöf um réttu gluggatjöldin fyrir þitt heimili. Smiðjuvegi 9 • Sími: 554 2450 zenus@zenus.is • zenus.is Augljós kostur 5 ára ábyrgð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.