Morgunblaðið - 11.04.2015, Side 33

Morgunblaðið - 11.04.2015, Side 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. APRÍL 2015 ✝ Jófríður Mar-grét Vigfús- dóttir fæddist á Tjörnum í Sléttu- hlíð, Skagafirði 28. október 1929 en ólst upp á Siglufirði til fullorðinsára hjá móður sinni. Hún lést á Skóg- arbrekku, hjúkr- unardeild Sjúkra- hússins á Húsavík, 29. mars 2015. Foreldrar hennar voru Sig- ríður Guðný Jósepsdóttir, f. 11. ágúst 1895, og Vigfús Þor- steinsson, f. 15. janúar 1877. Hún átti eina systur sammæðra, Önnu Huldu Símonardóttur, og fjögur systkini samfeðra, Stein- dór Stefán, Sigurbjörgu, Gest og Aðalbjörgu. Jófríður giftist 18. ágúst 1956 Jóni Ólafssyni, f. 1. janúar 1925, Fjöll- um í Kelduhverfi og þar bjuggu þau alla tíð meðan heilsa og þrek leyfði. Jón lést 23. desember 2014. Börnin eru fimm. Sigurjón Matthías- son, f. 9. október 1951, átti Jófríður áður, en saman áttu þau Jón Önnu Láru, f. 3. janúar 1957, Bryndísi Öldu, f. 14. júlí 1959, Ólaf, f. 9. júní 1961, og Rósu Ragnheiði, f. 1. apríl 1964. Sigrún Sif, dóttir Rósu, ólst upp á Fjöllum til 12 ára aldurs. Ömmubörnin eru 15 og lang- ömmubörnin 17. Útförin fór fram frá Garð- skirkju í Kelduhverfi 4. apríl 2015. Elsku fallega, hlýja amma mín. Ég heyri í fréttatilkynningum á rás 1 í útvarpinu. Ég er ný- vöknuð um hádegisbil og silast niður stigann. Það brakar mis- munandi í hverju þrepi. Ég stend í forstofunni á Fjöllum 1 og lít inn í eldhús. Þú stendur yf- ir pottunum. Það er lambakjöt í hádegismat og grautur í eftir- mat. Ég næ í bollann minn og næ mér í ískalt vatn úr kran- anum og sest við hliðina á Sig- rúnu Sif. Á móti mér situr afi Jón. Hann er svo einbeittur að hlusta á útvarpið að ég má helst ekki trufla hann. Það eru allir búnir að vera úti að gera eitt- hvað en læt að sjálfsögðu bíða eftir mér til hádegis þar til ég er tilbúin að takast á við daginn. Svona hefst týpískur dagur í sveitinni. Ég var í sveitinni hjá þér og afa frá því ég man eftir mér. Ég byrjaði að taka flug sjálf norður um sex ára aldur. Það var alltaf nóg að gera og nóg af fólki í sveitinni. Óli frændi og fjölskylda, Rósa frænka og fjöl- skylda, Anna Lára og Alda og fjölskyldur í næsta nágrenni. Þetta var fjölskyldan mín fyrir norðan og ég var svo stolt af því að fá að vera smánorðlensk. Ég og Sigrún vorum alltaf eitthvað að brasa og Hjalti frændi var ekki langt undan. Það var svo mikil kyrrð og ró inn í húsinu hjá þér, amma mín. Þú varst alltaf að dekra við okkur. Þú bakaðir og söngst á meðan með útvarpinu. Ég held að ég hafi aldrei séð þig í slæmu skapi. Þú varst svo mikil fyrirmynd því þú komst fram við alla af mikilli virðingu. Það sem þú hugsaðir líka vel um fallega garðinn þinn. Læk- urinn sem rann meðfram girð- ingunni í kringum garðinn. Hvert einasta litla tré sem stóð við lækinn og myndaði hálfgerð göng hringinn í kring. Á heitum sólardegi fyrir norðan var eins og ég væri í kaffi hjá drottning- unni í Danaveldi þegar ég sat í kaffi í fallegasta garðinum hjá þér, amma mín. Í æskuminning- unni var hann draumi líkastur. Við sátum oft inni og lásum bæk- ur. Ég neitaði víst að læra að lesa sem barn og höfðu skóla- yfirvöld áhyggjur af mér. Ég fór eitt sumarið til þín og þú kennd- ir mér að lesa með þinni þol- inmæði. Ég last heila bók á dag eftir það. Uppáhaldsbókin mín í hillunum þínum var Anna frá Suðurey. Það var nóg að lesa í húsinu. Ég man eftir því að við Sigrún stálumst út um miðjan dag á náttfötunum á skíði á túninu. Þér fannst það bara fyndið. Einn daginn fann Sigrún gamalt þvottabretti niðri og við ákváðum að hætta að þvo þvott- inn okkar í þvottavél og byrj- uðum að þvo hann í höndunum. Það var í eina skiptið sem ég man eftir því að þér var ekki skemmt. Minningarnar eru endalausar og þær eru þær bestu úr minni barnæsku. Ég sakna þín svo mikið, besta, góða amma mín. Núna er ég bara, litla Fríða, eftir. Stóra Fríða er búin að kveðja. Ég er mjög glöð að hafa komist heim frá Sviss til þess að geta kvatt þig í síðasta skipti. Ég er viss um að afi er glaður að fá þig til sín og að þið séuð núna saman hönd í hönd eins og þið voruð alltaf alla tíð. Ég veit að pabbi hefði viljað skrifa nokkur orð til þín en hann ætlar að spila tónlist í staðinn fyrir þig. Guð blessi þig, amma mín. Þín litla Fríða. Elsku amma. Ég sé þig fyrir mér í eldhús- inu á Fjöllum. Það er sumar og við erum að baka kanilsnúða. Ég laumast af og til og smakka deigið sem er svo gott á bragðið. Allt í einu hækkar þú í útvarpinu og við dönsum saman fram í for- stofu og til baka og förum svo að skellihlæja. Þegar snúðarnir eru tilbúnir fæ ég kaffi í bolla til að dýfa snúðnum ofan í, því þú seg- ir að þannig séu þeir miklu betri. Ég á margar svona minningar um þig, elsku amma, enda var ég heppin að búa hjá ykkur afa á Fjöllum fyrstu árin. Þar var allt- af nóg að gera og þú hugsaðir vel um heimilið. Þú passaðir svo sannarlega upp á að enginn færi svangur frá borðum enda var alltaf tví- eða þrírétta máltíð á boðstólum og fermingarhlaðborð í kaffitímanum. Þú gerðir besta rúgbrauð í heimi og bjóst til grasaöl sem engum hefur tekist að gera eins og vel og þú gerðir. Stundum gleymdust nokkrar flöskur af grasaölinu og þegar þær fundust var komið smá „fútt“ í það eins og þú kallaðir og þá var það nú ekki fyrir börn að drekka. Ég fór oft með þér í göngu- ferðir að safna brúðbergi og öðr- um jurtum svo þú gætir fengið þér te og oftar en ekki fengu nokkrir fallegir steinar að koma heim með okkur. Þér fannst gaman að hugsa um blómin þín sem fylltu alla glugga í húsinu og svo varstu með fallegt blóma- horn úti í litla garðinum. Seinna kom svo stóri garðurinn bak við hús þar sem þú hugaðir að ösp- unum, hvönninni og litlu tjörn- inni þinni. Við fórum oft í berja- mó saman á haustin og þú þurftir stundum að bera mig á bakinu yfir ána til að komast á uppáhaldsberjastaðina þína í fjallinu. Þær ferðir voru oft skrautlegar og mikið hlegið. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa alist upp hjá ykkur afa í sveitasælunni. Ég var eins og eitt af ykkar börnum og leið allt- af mjög vel hjá ykkur. Þegar heilsunni fór að hraka fluttuð þið afi til Húsavíkur og það var allt- af notalegt að heimsækja ykkur í Skógarbrekku. En núna ert þú komin aftur í sveitina, elsku amma, og ég veit að afi hefur tekið fagnandi á móti þér. Takk fyrir allt Þín, Sigrún Sif. Elskulega trygga, góða vin- kona. Við höfum átt svo margt saman að minnast. Bernsku- og unglingsárin okkar á Siglufirði þar sem við tengdumst órjúfan- legum vináttuböndum. Fórum saman á skíði, í bíó, göngutúra og könnunarferðir í Hvanneyr- arskál til að njóta útsýnisins en allra mest nutum við þess að vera saman og njóta vináttunnar sem ríkti á milli okkar. Ég fór ung að aldri til Reykja- víkur, þú komst þangað um tíma og við nutum lífsins saman. Helst af öllu vildi ég hafa þig hjá mér en örlögin tóku í taumana, eins og svo oft vill verða. Þú fórst í vist í Kelduhverfi og þar kynnist þú þínum góða lífs- förunaut og heillaðist af bæði honum og hans fallega stað, Fjöllum. Jón laumaði því að mér einhverju sinni, löngu seinna, að það hefði verið ást við fyrstu sýn þegar hann sá þig og það skildi ég vel, eins bráðfalleg að utan sem innan og þú varst. Saman hafið þið svo alið upp og eignast mannvænleg börn og efnilega af- komendur sem hefur verið ómet- anlegt að fá að fylgjast með í gegnum tíðina. Við skrifuðumst á alla tíð enda lítt treystandi á símann þegar hann loksins kom, allir á línunni – svo leyndarmálin voru send bréfleiðis. Við stóðum líka alltaf saman þegar á reyndi, þótt vík væri á milli vina. Það kom mér því ekki á óvart að þú skyldir verða svona dýrmæt í augum dóttur minnar, sem þú reyndist svo vel. Fyrir það er ég þér ævinlega þakklát. Fyrir þá sem ekki þekktu þig vel virkaðir þú oft frekar lokuð og lést aldrei mikið yfir sjálfri þér, en hafðir í raun svo einstætt innsæi í mannlegan þátt tilver- unnar og því miðlaðir þú gjarnan til mín. Ég var hins vegar sú sem tók öllum opnum örmum svo að þegar við nýttum saman okkar sterku hliðar vegnaði okk- ur vel saman. Vógum alltaf hvor aðra upp. Þó svo að sjúkdómur minn- isleysisins hafi þjakað þig síð- ustu árin og við haft minna sam- band en ella hélt ég að það breytti engu um tilfinningar mínar en ákvað að hringja í þig fyrir stuttu. Bara það að heyra röddina þína, auk þess að geta rifjað upp nokkrar gamlar minn- ingar frá Sigló, er mér í dag svo dýrmætt, eins og þú varst mér ætíð. Alltaf hef ég haft fallegu myndina af þér hjá mér og horfi á hana nú, þegar ég kveð þig með djúpum söknuði, mín kæra yndislega vinkona. Læt Steina minn um lokaorðin sem mér finnst lýsa lífi okkar svo vel í hnotskurn: Menn kætast er þeir kynnast og kröfur saman tvinnast saman sigrar vinnast svo ræktar hver sinn garð. Er höfuðhárin þynnast oft hugir aftur spinnast og merkilegt að minnast hve margt var gott sem varð. (ÞE) Ykkur afkomendum sendi ég hugheilar samúðarkveðjur og vona að þið getið yljað ykkur vð urmul góðra minninga um þessa mætu konu. Alda Jónsdóttir – vinkona. Ég kveiki á kerti í vorrökkr- inu, sit hér hljóð og hugsa til allra stóru stólpanna í lífi mínu en þar hefur orðið skammt stórra högga á milli. Þeirra á meðal eru Fríða mín og Jón sem hafa verið svo nátengd lífi mínu alla tíð að ég sá þau nánast sem eina sál, í blíðu sem stríðu. Hugurinn reikar til baka og ótal góðar minningar fljóta fram eins og litli bæjarlækurinn á Fjöllum. Trygg og einlæg vin- átta móður minnar og Fríðu varð til þess að mér var boðið að upplifa sveitalífið í faðmi þessara góðu hjóna og fjölskyldu. Mér var strax tekið sem einni af fjöl- skyldunni, um það vitna bréfin sem ég skrifaði á þessum árum, full af jákvæðni, nýjungagirni og alltaf sól í heiði. Fríða sagði mér seinna að hún hefði aldrei áður upplifað jafn lystarlaust og matvant barn sem henni var falið að bera ábyrgð á. Þetta varð henni eiginlega eilífð- aráhyggjuefni því að þegar ég flutti aftur í sveitina fallegu fór ég aldrei tómhent frá Fjöllum. Alltaf leyst út með gómsætum matargjöfum, heimatilbúnum af Fríðu eins og rúgbrauði, kæfu, kjöti, kökum og fjallagrasaölinu hennar góða svo eitthvað sé nefnt. Þegar ég lít svo í baksýnis- spegilinn vex aðdáun mín á Fríðu enn frekar. Oft á tíðum var lífið ekki dans á rósum en aldrei heyrði ég hana kvarta, miklu heldur þakka og það vek- ur mér aukna aðdáun á þessari góðu konu með sitt jafnaðargeð. Við vorum alltaf í góðu sam- bandi og vinátta okkar óx og dýpkaði með árunum. Ég hætti að vera bara matvanda barnið sem hún tók að sér, heldur varð góð vinkona og á milli okkar ríkti traust og við nutum sam- verustundanna sem gáfust. Eitt eftirminnilegt haust fór ég í göngur fyrir Fjöll og að þeim loknum settist ég að spjalli við Fríðu í eldhúsinu. Svo vitum við ekki fyrri til en allt húsið hristist til og eldavélin stökk út á gólf. Við sátum stjarfar í stutta stund en svo fórum við báðar að skellihlæja. Þarna var jarð- skjálfti á ferð en Fríðu tókst allt- af að sjá jákvæðu hliðarnar á til- verunni og tók hlutunum ætíð með jafnaðargeði, sem smitaði frá sér. Elli kerling heimsótti hana með minnisleysi í farteskinu en allan þann tíma hefur fjölskyld- an staðið sem klettur við hlið hennar og veitt henni jafnt styrk sem öryggi. Hennar jákvæðni og milda skap sem hún hélt allt til hinstu stundar er okkur öllum hollt að hugleiða og gott til eftirbreytni. Þannig vil ég minnast hennar og þakka um leið ómældar ánægju- stundir og einlæga vináttu í gegnum áratugina. Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (KH) Einlægar samúðarkveðjur til ykkar allra. Megi minningin um góðar stundir lifa í hjörtum ykk- ar. Helga Þorsteins og fjölskylda. Jófríður Margrét Vigfúsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGURVEIG ANNA STEFÁNSDÓTTIR, Gunnólfsgötu 8, Ólafsfirði, lést á dvalarheimilinu Hornbrekku miðvikudaginn 8. apríl. Útförin verður auglýst síðar. . Aðalsteinn S. Gíslason, Júlía V. Valdímarsdóttir, Gísli Gíslason, Anna S. Einarsdóttir, Björn Valur Gíslason, Þuríður L. Rósenbergsdóttir, Kristín Jónína Gísladóttir, Steingrímur B. Erlingsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN PÉTURSSON frá Siglufirði, lést 8. apríl á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin verður auglýst síðar. . Bergljót Ólafsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LÁRA ÞÓRÐARDÓTTIR, Skipholti 47, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 8. apríl. Útförin verður auglýst síðar. . Þórður Tyrfingsson, Mitta Bæhrenz Tyrfingsson, Þórarinn Tyrfingsson, Hildur Guðný Björnsdóttir, Pétur Tyrfingsson, Kolbrún Jónsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Mágur minn, GUÐMUNDUR HEIMIR PÁLMASON, áður til heimilis að Maríubakka 2, Reykjavík, lést á Sólvangi 5. apríl. Útförin auglýst síðar. . Guðrún Árnadóttir og fjölskylda. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA GÍSLADÓTTIR frá Krossgerði, lést á Mörk hjúkrunarheimili fimmtudaginn 9. apríl. . Fjóla Margrét Björgvinsdóttir, Kristborg Björgvinsdóttir, Sigurður Óskar Björgvinsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson IngerRósÓlafsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.