Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1979, Page 71

Húnavaka - 01.05.1979, Page 71
HÚNAVAKA 69 fólk í þessum húsum. Reyndar er ekki svo langt síðan Hvammur fór í eyði, aðeins brot úr mannsaldri, en veður og vindar eru fljótir að feyskja viði og fægja burtu ummerki mannabyggðar og víst er um það að eftir nokkur ár verða veggjahleðslur í Hvammi aðeins grónar taett- ur, að líkum nokkru grænni en þýfið í kring og ef til vill sést þar fífill á vori, sem enn heldur að hann vaxi undir vegg. Við hoppum yfir bæjarlækinn í Hvammi og út í mýrina norðan túnsins, finnum fljótlega götuslóða sem fætur manna og búfjár hafa troöið þarna á milli bæja og fylgjum honum þar til komið er í hlað- varpann á eyðibýlinu Mörk. Þessi bær hefur eins og Hvammur staðið efst í túni, stuttu neðar en miklar urðarbungur, sem að líkindum eru til orðnar við hrun úr fjallinu sem ber við himin upp af bænum. Ekki vannst tími til að kanna þetta framhlaup, en hins vegar teknar myndir af gömlum beðasiéttum, rétt norðan bæjarrústa og af kúnum frá Gautsdal, sem þarna voru á beit við tóftarbrotin. Ekki er heldur ýkjalangt síðan búið var á þessum bæ og til minningar um innreið nútíma bútækni i þennan afdal eru leifar af hestasláttuvél og rakstr- arvél sem dagað hafa uppi niður á miðju túni eins og hætt hafi verið í miðjum flekk í samantekt undan rigningu; kannski sofa hér allir i þúsund ár og bíða eftir prinsi, sem vekur allt með kossi. Kannski verður það, í takt við nýja tíma, ekki gamalt ævintýri sem rætist, heldur nýmóðins saga með geimfara, sem kemur svífandi á diski af öðrum stjörnum og spilar á sína takka í maskínaríinu og svo fer allt i ganginn. Túnið í Mörk er allstórt og mikið slétt, greinilegt að hér hefur enginn kotbúskapur verið á mælikvarða þess búskapar sem var í dalnum, enda hafa bændur oft búið hér góðu búi. Má þar nefna Jón harða Jónsson sem hér bjó á átjándu öld og í manntali 1703 ber jörðin heitið Stóra-Mörk. En í túninu má samt sjá þau merki sem best skýra hvers vegna hér er ekki lengur búið. Stórar hvítar skellur, dautt gras um nokkurn hluta túnsins, lýsa betur en löng lesning hörðum vetri og ótryggum heyskap í dalnum, en þessir kumpánar í sameiningu hafa átt drýgstan þátt í því, þegar lífsgæðakapphlaup hófst í alvöru á þessari öld, að þessi dalur, með fjölda býla fyrrum, er nú nánast í eyði. En lengur verður ekki tafið hjá þessum rústum og þær kvaddar ásamt kúnum frá Gautsdal, sem þó varla líta upp en háma í sig grængresið í hlaðvarpanum og að húsabaki, þar sem jörð býr enn að þeirri rækt er hún fékk þegar fólk gekk hér daglega um garða. Götuslóðar eftir fé og hesta liggja skáhallt út og upp frá bænum,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.