Húnavaka - 01.05.1987, Blaðsíða 50
48
HUNAVAKA
minnum hafður dugnaður hans þá. Var honum þökkuð drengileg
framkoma og ósérplægni við öll þessi störf á aðalfundi um vorið.
Eins og fyrr segir var lengi á dagskrá að stofna sparisjóðsdeild við
félagið. Þótti líklegt ef það tækist að félaginu væri með því tryggt
veltufé, en ekki voru menn á einu máli um það. Loks urðu þær lyktir á
að stofnuð var innlánsdeild samkvæmt ákvæðum aðalfundar 15. apríl
1919 og þá samþykktar reglur fyrir deildina. Urðu innlög þá þegar
töluvert mikil og óx hún ört fyrstu tvö árin en síðan hefir hún farið á
seinagangi. Verður því ekki neitað að hún hefir verið félaginu styrkur
um veltufé til nokkurra drátta.
Vorið 1920 réðist félagið í það að kaupa vélbát. Kostaði hann kr.
9.000,00 og var hvorugt nýtt, bátur eða vél, en þó í góðu lagi. Var það
kallað sæmilegt kaup, því vélbátar voru þá í háu verði. Báturinn var
nefndur Elliði og gerður út til fiskjar fyrir reikning félagsins nokkur
sumur, auk þess sem hann var hafður til flutninga. Reyndist hann
félaginu aldrei féþúfa, því oftast varð halli á rekstri hans. Vélin var
léleg og sífellt að bila og þó ný væri fengin gekk litlu skár að heldur.
Hefir verið ráðgert að selja bátinn en viðunandi boð ekki fengist enn.
í sláttarbyrjun, 17. júlí 1920 kallaði varaformaður, Benedikt
Magnússon, fulltrúa saman á aukafund á Spákonufelli. Var þá víst
orðið að formaður félagsins, Ólafur Lárusson, var ráðinn fram-
kvæmdastjóri útflutningsdeildar Sambandsins. Þótti þvi nauðsyn til
bera, annað hvort að fá hann til að hætta við að taka það starf og vera
kyrran hjá félaginu, eða að öðrum kosti gera ráðstafanir til að fá annan
ábyggilegan framkvæmdastjóra. Voru fulltrúar allir á því að reyna
fyrri leiðina. Ólafur Lárusson hafði þá stýrt félaginu í 8 ár og getið sér
hinn besta orðstír. Var hann hverjum manni vinsælli í sínu starfi og
þótti óvíst hversu fara mundi um félagið, á þeim byltingatímum ef
hann færi frá og ókunnur maður tæki við. Skoraði fundurinn á hann
fastlega að hverfa ekki frá félaginu. Tók hann því dræmt í fyrstu.
Höephnersverslun á Skagaströnd var þá að liðast sundur og sýnt að
hún mundi hætta innan skamms. Aðstaða til verslunar er þar miklum
mun betri en á Hólanesi og hafði ýmsum forráðamönnum félagsins
leikið hugur á að láta ekki verslunarhús og lóðir þar fara í annarra
hendur er selt yrði. Var nú formaður spurður þess, hvort þá væri frekar
vegur til, að hann væri kyrr, ef félagið keypti eignir Höephnersversl-
unar. Svaraði hann á þá leið, að það eitt mundi helst kyrrsetja sig, því
með því væri bæði bætt aðstaða sín og félagsins, en gaf ekki ákveðið