Húnavaka - 01.05.1987, Blaðsíða 198
196
HUNAVAKA
Skipting útlánaflokka:
Til atvinnuveganna..... 79,3%
Til opinberra aðila.... 12,7%
Til einkaaðila........... 8,0%
Lánveitingar Stofnlánadeildar
landbúnaðarins til framkvæmda
og vegna jarðakaupa voru um
27.787 þús. á árinu 1986, i Aust-
ur- og Vestur-Húnavatnssýslur. 1
austursýsluna voru veitt 35 lán
að fjárhæð um 16.565 þús. og í
vestursýsluna voru veitt 25 lán
að fjárhæð 11.222 þús.
Rekstur:
Bókfærðar vaxtatekjur í árslok
námu 95.202 þús. og vaxtagjöld
64.936 þús. Rekstrarhagnaður
ársins var 6.547 þús. Áður en
þessi niðurstaða er fundin, höfðu
verið gjaldfærðar um 3.114 þús. í
sérsjóði og til afskrifta, um 1.238
þús. verið gjaldfærðar vegna
eignaskatts og landsútsvars, 455
þús. verið gjaldfærðar vegna
tryggingasjóðs viðskiptabanka og
8.152 þús. verið gjaldfærðar
vegna verðbreytinga. Eigið fé
útibúsins í árslok var 80.565 þús.
og jókst það um 17.509 þús. á ár-
inu, eða um 27,8%.
1 ársbyrjun lét Guðmundur
Garðar Arthúrsson af störfum í
útibúinu og tók við stöðu útibús-
stjóra Búnaðarbankans í Stykkis-
hólmi. Við stöðu Guðmundar
Garðars sem skrifstofustjóri hér,
tók Gunnar Richardsson hinn 1.
maí.
Starfsmenn i árslok voru 14, í
13 stöðugildum.
Sigurður Kristjánsson.
FRÁ TÓNLISTARFÉLAGI
A-HÚN.
Tónlistarfélagið gekkst fyrir
þrennum tónleikum á árinu.
Laugardaginn 5. apríl komu í
heimsókn tveir ungir enskir
hljómlistarmenn, fiðluleikarinn
Timotei Beilby, sem starfar sem
tónlistarkennari á Sauðárkróki og
píanóleikarinn Christofer Collis,
sem var í heimsókn hér á landi.
Léku þeir saman verk eftir
Hándel, Beethoven, Copland,
Brahms, Prokofiev og Sarasate.
Aðsókn var ágæt.
Þann 21. nóv. komu í heimsókn
Guðný Guðmundsdóttir fiðlu-
leikari, Gunnar Kvaran celloleik-
ari og Halldór Haraldsson
píanóleikari. Léku þau saman
Trio eftir Brahms og nokkur
smærri verk eftir ýmsa höfunda.
Voru þetta mjög vandaðir tón-
leikar, enda var þarna frábært
listafólk á ferðinni. Aðsókn var
því miður dræm og var því m.a.
kennt um, að auglýsing um tón-
leikana hafði birst of seint.
Hápunkturinn var heimsókn
íslensku óperunnar sunnudaginn
21. september. Stjórn Tónlistar-