Húnavaka - 01.05.1987, Blaðsíða 77
HUNAVAKA
75
ekki stansað hjá gömlu hjónunum og ekki gefið manninum fargjaldið,
þá væri hann ríkari. En í huganum er hann það. Honum líður betur en
áður. Þó mun hann ef til vill mæta of seint í matinn og helgin verður
honum ekki eins drjúg. En það er eitthvað annað sem hann fékk út úr
þessu, eitthvað mannlegt. Hann lítur brosandi fram á götuna. Bíður
rólegur á ljósum, flautar ekki. Hann er kannski orðinn skrítinn, sumir
myndu álíta það, en samt. Það hefur eitthvað skeð. Hann kvíðir ekki
eins að verða gamall. Það er ekki eins hræðilegt. Skiptir aldurinn
nokkru máli, ef fólki líður vel? Ef það getur hætt að keppa við tímann?
Lífið er í raun og veru dásamlegt. Kannski ætti hann að færa konunni
blóm.
•H*
PRESTUR REIDDIST APALÁTUM HENNAR
Halldóra Erlendsdóttir bjó eftir Þorstein sýslumann Benediktsson, mann sinn, í
Bólstaðarhlíð. Þótti hún allglettorð og hnvkkjótt. Þá hafði Magnús prestur, sonur
Sigurðar prests Magnússonar á Auðkúlu og Guðrúnar Egilsdóttur, Bergsstaðabrauð
og lagðist lítt á með honum og Halldóru. Lék hún honum mörg brögð og það eitt með
öðru, að það var drottinsdag einn þá prestur var kominn i stól að hún settist á
kirkjuþrepskjöid með ofan fletta hettu og spælahatt á ofan í eldakonuhempu slitinni
og óhreinni, lét þar með heldur óskipulega og athlægisfullt með ýmsum teygingum
eftir því sem prestur framflutti ræðuna. Prestur reiddist apalátum hennar og bað
djöfuls dækju þá burt dragast og svo varð hann þungorður að Halldóru sýndist á
burtu að verða.
En það varð litlu siðar að hún sýktist mjög og kom svo að hún lét vitja prests. Kom
hann seinlega og er þá sagt að hann vítti hana harðlega fyrir framferði sin undir
guðsorðaheyrn, þó litt léti hún af þvi er henni batnaði.
öðru sinni var það á hausti einu að hún lét smala i Hlíðarfjalli drottinsdag, meðan
Magnús prestur söng þar messu, og skildi siðan fé það frá, með öllu heimafólki sinu, er
hún ætlaði að láta reka i kaupstað. En er prestur hafði lokið messunni hljóp hann með
keyri sitt í hendi að fjárhúsi því á túninu er Halldóra var við, rak hana heim á undan
sér, kallaði hana vanta aga og barði á henni ýmist með keyrinu eða hratt henni, allt
inn i bæjardyr. Varð henni það þá eitt að orðum: „Hann er orðinn vitlaus hann
Mangi“. Prestur kvað hana þetta hafa skyldi i hvert sinn er hún sýndi óvirðingu guðs
orði. Er þá sagt að eftir þetta léti hún af glettingum við prest og þætti hann eigi
aldæla.
Syrpa Gisla Konráðssonar.