Húnavaka - 01.05.1987, Blaðsíða 222
220
HUNAVAKA
Starfstími hvers stjórnunar-
tímabils er frá 1. september til
mailoka næsta ár. Fundir eru ekki
haldnir mánuðina júni, júlí og
ágúst þótt unnið sé þann tíma að
einstökum verkefnum.
Frá 1. september hafa farið
með stjórn Lionsklúbbs Blöndu-
óss:
Formaður: Hávarður Sigur-
jónsson, Blönduósi. Ritari:
Grímur Gíslason, Blönduósi.
Gjaldkeri: Albert Stefánsson,
Blönduósi.
Á árinu 1986 komu menn og
fóru úr Lionsklúbbi Blönduóss
umfram venju.
Burt fluttu:
Árni Skúli Gunnarsson til
Reykjavíkur, Guðmundur Garð-
ar Arthúrsson til Stykkishólms,
Snorri Björn Sigurðsson til Sauð-
árkróks og Vilhelm Lúðviksson til
Reykjavíkur.
Sigmar Jónsson andaðist að-
faranótt 18. september.
Þessir komu í klúbbinn:
Kjartan Aðalsteinsson, lyfsali
frá Seyðisfirði.
Nýir félagar teknir inn í októ-
ber:
Árni Jónsson, Sölvabakka,
Baldur Jónsson, Blönduósi,
Kristófer Sverrisson, Blönduósi,
Páll Helgi Möller, Blönduósi,
Rúnar Ingvarsson, Blönduósi,
Sigurður Eymundsson, Blöndu-
ósi og Sverrir Friðriksson,
Blönduósi.
í árslok voru klúbbfélagar 48
og hafa aldrei áður verið svo
margir. Allt starf innan klúbbsins
er unnið í sjálfboðavinnu og borið
uppi af eigin fé klúbbfélaga. Hins
vegar er fjár aflað til ýmissa hluta
er klúbburinn lætur til sín taka.
Fjáröflunarleiðir eru blómasala,
perusala og rækjuvinnsla, sem er
stærsti tekjuþátturinn.
Lionsklúbbur Blönduóss nýtur
mjög velvilja héraðsbúa í starfi
sínu. Þykir því eðlilegt að skýra
frá því til hvers söfnunarfé
klúbbsins hefir verið varið á árinu
1986.
Björgunarsveitinni Blöndu og
Hjálparsveit skáta voru færð
Lorantæki að gjöf í tilefni starfs-
afmæla þeirra, Héraðshælinu
færðar 110 þúsund krónur, sem
svarar til helmings verðs Moni-
tortækis, varið var 26 þúsund
krónum til vatnsöflunar í Ind-
landi, fátækri fjölskyldu voru
færðar 25 þúsund krónur fyrir
jólin og ungmenni færðar 35
þúsund krónur til greiðslu náms-
kostnaðar í vetur. Auk þess er
nokkuð gert fyrir sjúka og aldr-
aða.
Gagnkvæm samskipti voru á
árinu 1986 við nágrannaklúbb-
ana, Lionsklúbbinn Bjarma á
Hvammstanga og Lionsklúbb
Sauðárkróks. qt q