Húnavaka - 01.05.1987, Blaðsíða 193
HUNAVAKA
191
Júlí.
Júlimánuður var sæmilega hlýr
og nýttist vel til heyskapar, þrátt
fyrir meira úrkomumagn en oft-
ast er hér um slóðir. Mest rigndi
þann 24. 35,2 mm en heildarúr-
koma mánaðarins varð 71,3 mm,
sem féll á 16 dögum. Hlýjast varð
+ 16,7 stig þann 13. en kaldast
þann 22. +2,2 stig. Hafíshrafl
kom inn Flóann þann 11. og var í
NA af Vatnsnesi þann 12. en
fjarlægðist siðan. Góðan þerri
gerði undir mánaðarlokin og
voru nokkrir bændur þá langt
komnir með heyskap. Grasspretta
sumarsins var talin allsæmileg.
Ágúst.
Tíðarfar i ágúst var mjög hag-
stætt. Hægviðri var ríkjandi þar
til tvo síðustu dagana og var
samfelldur stormur af SV siðasta
daginn, en úrkomulaust. Úrkoma
reyndist alls 28,7 mm, sem féll á
16 dögum. Lægst hitastig mæld-
ist 3. dag mánaðarins aðeins +1
stig, en hlýjast þann 8. +16,5
stig. Tvo síðustu daga mánaðar-
ins var hitinn yfir 13,5 stig.
Heyskaparlok voru mönnum
hagstæð og einnig sjógæftir og
aflabrögð.
Sauðfé var mjög dreift um af-
réttir og talið lita vel út. Aukarétt
var í Undirfellsrétt síðasta dag
mánaðarins. Uppskera garð-
ávaxta leit vel út í mánaðarlokin.
September.
Septembermánuður reyndist
mjög hagstæður, hlýr og hæg-
viðrasamur, en nokkur votviðri er
leið á mánuðinn. Alls varð úr-
koman 40,6 mm og féll á 19 dög-
um. Frostnætur urðu fimm og
lágmarksmælir sýndi ^2,5 stig
þann 10. og 22. Hlýjast varð
+ 12,6 stig þann 17. Sérstök veð-
urkyrrð var dagana 23. til 26. en
vindasamt af S-SV þann 18. og
19.
Vel viðraði i fjárleitum. Kart-
öfluuppskera reyndist góð og
gæftir til sjávarins hagstæðar.
Sjávarafli var og góður.
Næg atvinna var i héraðinu og
gekk illa að fá fólk til vinnu i
sláturhúsi, fyrstu daga sláturtíð-
ar.
Október.
Októbermánuður varð nokkuð
umhleypingasamur. Áttin var
yfirleitt suðlæg en aldrei hvasst.
Hiti komst í + 12 stig þann 8. en
kaldast ^-8,6 stig þann 23. Frost
mældist 19 sólarhringa og snjór
féll á 8 dögum, en úrkoma féll alls
22 daga. Heildarúrkoma varð
66,4 mm. Þótti mánuðurinn vot-
viðrasamur. Snjólag var gefið
átta síðustu daga mánaðarins.
Hafði snjór áður fallið þann 1. en
eyddist strax.
Færð var góð i héraði, en
nokkuð hált eftir að snjóa tók.