Húnavaka - 01.05.1987, Blaðsíða 200
198
HUNAVAKA
sóknarnefndir kynnt, svo sem
breyting á sóknargjöldum og
fleiru. Á árinu var lokið við að
steypa nýju kirkjuna upp og gera
hana fokhelda.
Samþykkt var að fjölga full-
trúum í sóknarnefnd úr 5 í 7, og
ný sóknarnefnd var kjörin. Hana
skipa: Guðmundur Ingi Leifsson,
formaður, Bryndís Ármannsdótt-
ir, ritari, Torfi Jónsson, gjaldkeri,
og meðstjórnendur Sigmar Jóns-
son, Vilhjálmur Pálmason og
Sigríður Höskuldsdóttir.
Safnaðarfulltrúi var kjörinn
Jón ísberg.
Þann 6. febrúar var aðalfundur
kirkjukórs Blönduósskirkju hald-
inn á Blönduósi. Kom fram á
fundinum að kirkjukórinn stofn-
aði fyrir nokkrum árum orgelsjóð
kirkjunnar og leggur árlega
nokkra upphæð honum til efl-
ingar. Er í ráði að kaupa nýtt
orgel, þegar ný kirkja verður tek-
in í notkun.
Stjórn kórsins skipa: Grímur
Gíslason, formaður, Bryndís Ár-
mannsdóttir, Sveinn Þórarinsson,
Guðrún Ingimarsdóttir og Vil-
hjálmur Pálmason.
Sunnudaginn 18. febrúar pre-
dikaði Gunnlaugur Stefánsson,
starfsmaður Hjálparstofnunar
kirkjunnar, við guðsþjónustu í
Blönduósskirkju. Sóknarprestur
þjónaði fyrir altari. Kirkjusókn
var góð.
Þann 2. mars var Æskulýðs-
dagur Þjóðkirkjunnar. Æsku-
lýðsguðsþjónusta fór fram í
Blönduósskirkju. Ungmenni úr
kristilegum skólasamtökum í
Reykjavík tóku þátt í guðsþjón-
ustunni. Gunnar Tómas Guðna-
son flutti hugvekju en Helga Rut
Guðmundsdóttir, Guðrún Jóna
Sigurðardóttir og Anna Magnús-
dóttir sungu. Fermingarbörn á
Blönduósi lásu pistil og guðspjall.
Börn úr Grunnskóla Blönduóss
aðstoðuðu með söng undir stjórn
Sigurðar Daníelssonar, tónlistar-
kennara.
Sumardaginn fyrsta, 24. apríl,
fór fram skátamessa i Blönduóss-
kirkju. Sigfús Jónsson frá Akur-
eyri, æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkj-
unnar á Norðurlandi, predikaði
en sóknarprestur þjónaði fyrir
altari. I guðsþjónustunni fór fram
skátavígsla og skátar aðstoðuðu
við guðsþjónustuna. Fjölmenni
var við kirkju.
Sunnudagaskóli Blönduóss-
kirkju hófst að venju í september.
Að þessu sinni hlaut Eyrún Ýr
Þorleifsdóttir, Hnjúkabyggð 27,
viðurkenningu fyrir góða ástund-
un.
Héraðsfundur Húnavatnspró-
fastsdæmis var haldinn að
Reykjaskóla í Hrútafirði 7. sept-
ember. Fundurinn hófst með
guðsþjónustu í skólahúsinu. Sr.
Einar Jónsson í Árnesi á Strönd-