Húnavaka - 01.05.1987, Blaðsíða 221
HUNAVAKA
219
Hótel Blönduós mjög inn í það
dæmi, með því að veita ásamt
fleiri aðilum á Blönduósi, fjöl-
mörgum fjölmiðlafulltrúum er
þágu boð ferðamálafélagsins að-
stöðu í húsakynnum sínum með-
an þeir dvöldu í héraðinu.
Miklar umbætur hafa í vetur
staðið yfir á gistiaðstöðu á efri
hæð Hótel Blönduós og eru þær á
lokastigi nú um miðjan mars-
mánuð 1987.
Stjórn Hótel Blönduós hf.
skipa: Kristófer Kristjánsson,
Köldukinn formaður, Sigurður
Magnússon, Hnjúki, Ragnar Ingi
Tómasson, Blönduósi, Björn
Magnússon, Hólabaki og Zoph-
onías Zophoniasson, Blönduósi.
NÝ ÞJÓNUSTA.
Ég hefði orðið atvinnulaus 1.
mars 1986. Var áður bílstjóri hjá
Brauðgerðinni Krútt, en þeir
ætluðu að draga saman seglin og
selja bílinn sem ég hafði verið á.
Nú, það var ekkert starf hér
laust sem möguleiki var að lifa af.
Mér hefur alltaf líkað bílstjóra-
starfið vel svo mér datt í hug
hvort ekki væri grundvöllur fyrir
opnun viðskipta milli þorpanna í
Norðurlandskjördæmi vestra,
með því að hefja áætlunarferðir
með sendiferðabíl, þrjár ferðir í
viku til Hvammstanga og tvær í
Skagafjörð.
Þessari athugun var vel tekið
og mér lofað flutningum frá fáum
en tryggum aðilum. Svo ég sló til,
keypti bílinn af Krúttmönnum
og byrjaði akstur á eigin vegum 1.
febrúar 1986.
Það spáðu margir illa fyrir
þessu og létu það aðallega í ljós
við konuna mína. Það urðu eins
og alls staðar erfiðleikar i byrjun,
en þetta hefur tekist og ég hef
farið eins og ráð var fyrir gert
þrisvar í viku til Hvammstanga.
Og í Skagafjörðinn hafa ferðirnar
verið síðan í haust þrjár á viku og
verða sennilega eftir 1. mars dag-
legar ferðir þangað.
Þórir Jóhannsson.
FRÁ LIONSKLÚBBI
BLÖNDUÓSS.
Lionsklúbbur Blönduóss var
stofnaður 3. maí árið 1959 og á
þvi meir en aldarfjórðungs starf
að baki. Fyrsti formaður klúbbs-
ins var Hermann Þórarinsson frá
Hjaltabakka. Samkvæmt reglum
Lions er skipt árlega um stjórn og
aðrar stöður í Lionsklúbbunum
þannig að engin stöðnun í trún-
aðarstöðum á sér stað.
Fyrri hluta ársins 1986, sem var
síðari hluti starfsársins 1985—
1986, skipuðu eftirtaldir menn
stjórn Lionsklúbbs Blönduóss:
Formaður: Ragnar Ingi Tóm-
asson, Blönduósi. Ritari: Sigmar
Jónsson, Blönduósi. Gjaldkeri:
Jón Sigurðsson, Blönduósi.