Húnavaka - 01.05.1987, Blaðsíða 147
HUNAVAKA
145
hafi hvergi verið getið í samtölum eða viðtölum fyrr eða síðar: En
svona er lífið, sumt vill gleymast fyrr en annað. Engu að síður yfirgaf
hún ekki æskuheimili sitt fyrr en á 41. æviári sínu. Æskuslóðirnar voru
henni einkar kærar og oftar en ekki var hugur hennar þar. —
Uppáhaldsljóðskáld átti hún sér, því að hún hafði mikið yndi af
ljóðum og söng, enda með mjög góða söngrödd. Ljóðskáldin voru
Matthías Jochumsson, Steingrímur Thorsteinsson og Kristján Fjalla-
skáld.
Eins og getið hefur verið um hér fyrr þá hafði móðir mín mikið yndi
af hestum. Hún var líka mjög nærfærin við aðrar skepnur og dýr og
vildi láta þeim líða vel og njóta góðrar aðhlynningar. Þegar hún var á
heimaslóðum var oft til hennar leitað af næstu bæjum, þegar eitthvað
bjátaði á. Henni var alltaf treystandi til að leysa úr vandanum. Eins og
títt var til sveita þá til dags, var oft langt og erfitt að ná til ljósmæðra
og lækna fyrir sængurkonur. Oft var því leitað til móður minnar í
þessum tilfellum. Þrisvar sinnum lenti hún í því að taka á móti
börnum í sveitinni, því að ljósmóðirin náði ekki í tæka tíð. Allt gekk
þetta vel og var hún kölluð ljósa þessara þriggja barna. Hún las sér til
um hvernig hún ætti að skilja á milli og ganga frá hlutunum svo allt
yrði nú í fyllsta lagi. Páll V. G. Kolka sem var lengi héraðslæknir á
Blönduósi, bauð henni að fá undanþágu í Ljósmæðraskólann ef hún
vildi leggja í það að læra og sinna síðan umdæminu. Megin ástæðan
fyrir því að ekkert varð úr því var sú að hún hafði aldraða foreldra sína
um að hugsa. Hún yfirgaf ekki æskuslóðirnar fyrr en eftir lát þeirra.
Eiríkur faðir hennar lést 15. marz 1943, en móðir hennar 29. október
1947. Móðir mín var þannig ellistoð foreldra sinna og giftist aldrei.
Árið áður en amma mín dó, kom móðir mín, frænku sinni, Jóhönnu
á sjúkrahús með aðstoð Páls V. G. Kolka. Þar fékk hún kyrran sama-
stað. Hún lést síðan árið 1983.
Þegar þau systkinin, móðir mín og Friðgeir, voru að alast upp að
Sviðningi, var oft margt um manninn í Kálfshamarsvík. Þar var þá
þorp, sem taldi á annað hundrað manns. Allt er þó komið í eyði þar
núna og ekkert nema tóftarbrotin ein sýna að þar var eitt sinn blómleg
byggð. En meðan fólkið var þar sem flest, var stunduð útgerð frá
Kálfshamarsvík og þaðan gerðir út margir smábátar. Stutt var þaðan
á gjöful fiskimið Húnaflóans.
Á þessum árum komu margir að Sviðningi, enda var þar póstaf-
greiðsla, sem þau systkinin sáu um. Friðgeir hafði með hana að gera.
10