Húnavaka - 01.05.1987, Blaðsíða 232
230
HUNAVAKA
Pétur B. Ólason, Miöhúsum, Sigurður
Þorbjarnarson, Blönduósi, Pétur Sig-
urðsson, Skeggsstöðum, Reynir Stein-
grimsson, Hvammi, Þórður Pálsson frá
Sauðanesi, Guðrún Björnsdóttir, Geit-
hömrum, Torfi Jónsson, Torfalæk, Að-
albjörg Þorgrimsdóttir, Holti, Sigur-
steinn Bjarnason, Stafni, Jón Isberg,
Blönduósi, Kristófer Árnason, Blöndu-
ósi, Guðmundur Bergmann, öxl, Theo-
dóra Hallgrimsdóttir frá Hvammi, Elin-
borg Guðmundsdóttir, Blönduósi, Erla
Jakobsdóttir, Síðu, Sigurður Pétursson,
Merkjalæk.
//.
SÆRÚN HF.
Tólf bátar lögðu upp afla hjá
Særúnu hf. á árinu. Gissur hvíti
var með mesta aflaverðmætið, en
hann lagði upp 430 tonn af út-
hafsrækju að verðmæti 21,2 millj.
Sæborgin lagði upp 457 tonn af
rækju og hörpudisk að verðmæti
13,2 millj. Nökkvi var með 70
tonn af rækju og skel. Aflaverð-
mæti þess var um tvær millj.
Nökkvi var seldur í árslok til
Bíldudals. Aðrir bátar voru með
395 tonn, sem gerðu um 19 millj.
1 rækjuvinnslunni var tekinn í
notkun nýr og fullkominn frysti-
búnaður til lausfrystingar á
rækju. Kostnaður við uppsetn-
inguna var um 9 millj. króna.
Einnig hefur verið settur upp
búnaður til að þíða upp rækju,
sem togarinn Nökkvi kemur með
að landi, og er fullunninn þar.
Kostnaður við þá uppsetningu
nam um tveimur millj. króna.
Á árinu var stofnað hlutafé-
lagið Nökkvi hf. um kaup og
rekstur frystitogara til úthafs-
rækjuveiða. Aflinn verður unn-
inn um borð, og hluti hans end-
urunninn í landi. Helstu hlut-
hafar eru Særún hf., Blönduóss-
hreppur, Islenska útflutnings-
miðstöðin og nokkrir einstakling-
ar. Hlutafé er 30 milljónir króna.
Kári.
ALÞÝÐUBANKINN HF.
Þann 27. nóvember sl. opnaði
Alþýðubankinn hf. útibú að
Húnabraut 13 á Blönduósi.
Hafði húseign Pólarprjóns hf.,
verið keypt og er hluti neðri
hæðar notaður fyrir starfsemi
bankans, en stefnt er að því að
selja efri hæð hússins einstakling-
um og félagasamtökum.
Helstu ástæður þess að Al-
þýðubankinn opnaði útibú á
Blönduósi voru þær, að óskir
höfðu komið fram þar um frá
einstaklingum og félagasamtök-
um úr héraði.
Starfsmenn Alþýðubankans
eru fjórir, þau Birna Sverrisdótt-
ir, Heiðrún Edda Bjarkadóttir,
Rósa Margrét Sigursteinsdóttir
og örn Björnsson.
I tengslum við útibúið á
Blönduósi er ætlunin að hafa af-