Húnavaka - 01.05.1989, Blaðsíða 110
108
HUNAVAKA
í brunninum, eflágsjávað var; varð þess var Ijósamaður kaupmanns,
er Einar hét Guðmundsson, er sumir kölluðu Fjósarauð, af spéskap,
að Eyjólfur tók á kút; varð þcim að orðum, því Einar vandaði um.
Sagði síðan frá Einari Þórðarsyni; fór hann síðan til, og læsti brunnin-
um. Sagði Eyjólfur þá við fjósamann: ,,Það er illt, ef ég man þér
ekki þctta, áður cn við skiljum!“ Nær vertíðarlokum kærði Einar,
að Eyjólfur kæmi að sér í hlöðu, og berði á sér, og rassskellti. Var
hann og blár og blóðugur eftir. - Vissu menn og gjörla, að Eyjólfur
heíði því fram farið, þótt eigi yrði vottum sannað. Jón hét sjómaður
einn, Jónsson, prests í Hítarnesi, Sigurðssonar prests í Stafholti; bjó
Jón sá syðra á Veðramóti og Dæli. Mætti hann Eyjólfi á leið frá
hlöðunni, og spyr hví blóð væri á fingri hans. Eyjólfur bað hann
á drcif drepa, ef aðrir ræddi um. Degi síðar var Eyjólfur heimtur
á sáttafund. Gekk Eyjólfur aldrei við barsmíðinni, kvað fjósamann
öllu ljúga nema hann sannaði sögu sína með vottum, og heitaðist
að stefna honum fyrir illmælgi við sig. Sáu þeir Sunnlendingarnir
sinn kost bestan, að láta niður falla, en Einar í Þverárdal gaf Einari
fjósamanni 1 ríkisdal, að fárra vitorði, og Móhr gaf honum annan.
En er Jakobæus kom út, reiddist hann svo barningunni, að hann
hét, að taka aldrei síðan Norðlendinga að formönnum; cn lítt ætla
menn hann enti það.
II. KAFLI
Frá Pétri Skúlasyni
Þann mann verður nú að nefna til sögunnar, er Pétur hét, og
var Skúlason, Péturssonar; voru þeir Eyjólfur í Rc*, Magnús bóndi
í Syðra-Vallholti í Hólmi, og Arngrímur, er þar var lausamaður,
föðurbræður hans, Péturssynir. Sigríður hét móðir hans, Stefánsdótt-
ir; hún var úr Langadal, og hafði alist upp á Eangamýri á Bug,
með manni þeim er Guðmundur hét, og Freygerði konu hans, og
fluttist þaðan til Skagafjarðar, og búið lengi eftir bónda sinn andaðan
á Höskuldsstöðum við Akri; andaðist Skúli, meðan Pétur var enn
ungur. Sigríður var skapstór og marglynd. Ólst Pétur upp með móð-
* Þannig í handr., mun ciga aö vcra: í Rcin.