Húnavaka - 01.05.1989, Blaðsíða 150
148
HUNAVAKA
XXIV. KAFLI
Frá Strjúgs-Bjarna og máli hans
Bjarni Strjúgs-mágur eggjaði jafnan Jón karl, mág sinn, að hefja
þjófaleit. Kvað hann Jóhann Jónsson, er þá hafði flutt sig til Holta-
staða, og margir kölluðu síðan Holtastaða-Jóhann, mundi að valdan,
því þeir voru óvinir miklir; kom svo að Jón fékk menn til leitar,
og var Bjarni fyrir þeim; þeir komu til Holtastaða, og lét Jóhann
rannsókn uppi. En er þeir höfðu leitað um hríð, sýndi Bjarni
mönnum, að steinklappa og lóð lá á eldiviðarhlaða í pokagarmi.
Jóhann kvað Bjarna það þangað borið hafa, og væri þeim stolið
úr Strjúgs-skemmu. Fóru þeir heim með þessa hluti, og kenndi Jón
þá; var þá sent til Blöndals, sýslumanns, og stefndi hann mönnum
til prófþings; þar kom Jóhann, og áttu þeir Bjarni orðakast. Bauðst
Jóhann að sanna, að Bjarni heíði stolið lyklum Jóns, í Stafnsrétt,
og kvað þá Gvönd Brandsson og Gísla frá Björnólfsstöðum séð hafa.
Síðan var það, er þeir Gvöndur og Gísli voru stefndir, að þeir sönn-
uðu sögu Jóhanns; voru þeir þó grunaðir um missögli.
Þá bar Bjarni það á Arna hvítkoll, mann Ketilríðar Natans-systur,
og fékk þann mann að vitni, er Ólafur Halldórsson hét, og þó kunnur
að varmennsku; en hann skaut til annars manns, er séð hafði; hann
hét Bjarni Snorrason, og var kallaður Prestkjaftur, fyrir þá sök, að
hann hafði þjónustað kerlingu eina í Borgarfirði, með hlandi, og
osti, að sagt var, verið klæddur síðhempu, og var hýddur síðan, þá
upp komst; Snorri bjó á Kvígstöðum í Andakíl í Borgarfirði; hann
drukknaði. Systkin Snorra, foður Bjarna, voru: Konráð, skáldmæltur
vel, og Sunneva, er allgömul varð, og aldrei við karlmann kennd;
voru þau börn Illuga bónda, er bjó að Brúnastöðum í Tungusveit
í Hegranesþingi. Bjarni Snorrason var nú á vist í Vatnsdal, og vildi
sýslumaður heyra hann seinna. Lét hann kalla Árna hvítkoll, og
sagði, hverju hann var borinn. Árni kvaðst ekki þræta að sinni, en
bað þá segja, hversu hann var búinn, þá er hann átti að stela. Kom
þá hik á Ólaf, en sagði þó, að hann hefði verið í gráblám brókum.
Árni kvað þá ljúga, og sór við, að hann ætti aldrei brækur með
þeim lit; það báru og allir aðrir þingmenn með honum, og margir
þeirra gagnkunnugir honum, og þóttist enginn hafa séð hann svo