Húnavaka - 01.05.1989, Blaðsíða 127
HUNAVAKA
125
á Botnastöðum gekk við illverkinu. Sigríður Sigfúsdóttir, stjúpdóttir
Helgu, varð og sek um meðvitund, því fylgt heíði hún þeim, þá
verkið var unnið; en Guðrún Sigfúsdóttir, hálfsystir hennar, hvatt
þá til verks þessa; en aldrei meðgekk hún það. Það játuðu og þeir
Jón og Pétur, að hvern þann hefðu þeir viljað drepa, er þeim mætt
hefði í starfa þessum, nema Jónas á Botnastöðum. Kom það þá upp,
að Eyjólfur Jónasson fékk þá til fjárdrápsins, og að hann beiddi þá
að skera höfuð af öllum ám Péturs, leggja þau í garðana, en láta
búkana liggja í krónum. Hafði þeim þótt illt við það að starfa í
náttmyrkrinu, og ætluðu því að reka það í vök mikla í Blöndu, en
er féð rakst illa, og vildi heim aftur, hrundu þeir því á svellbunkana,
og drápu sem þeir máttu við koma helst.
Það bar Þórunn kerling frá Botnastöðum, um viðtal þeirra Péturs,
\ er hann hvatti hnífana, og einn þcirra stinghníf, og hún spyr, hvað
hann skyldi með þá. Sagðist hann nokkuð ætla að vinna með þeim,
en hún beðið hann gæta guðs, og gjöra ekkert illt, en hann glotti
að, og svaraði: ,,það er ei, sem þú hyggur, það á ekki menn að
drepa!“ Þá þeir Pétur og Jón höíðu við gengið, spurði sýslumaður,
hvað margar hver þeirra dræpi. Urðu þá nokkrar ær, er hvorugur
taldi sér, þar til Pétur mælti: „Það er sama, skrifið þér þœr hjá mér“.
Stefnt var og Eyjólfi á Fjósum, og Guðrúnu ráðskonu hans, og leitast
við með öllum ráðum, að Eyjólfur vildi við kannast það Fjárdráps-
Pétur bar á hann; en þess var enginn kostur, synjaði hann þverlega,
og svo Guðrún fyrir meðvitund alla, enda sönnuðu margir vottar
á þau, er vætti máttu um bera; var það þá til bragðs tekið, að svelta
þau 5 dægur, sitt í hvoru húsi, og varna þeim svefns; vöktu ýmsir
yíir þeim, var þeim stundum sagt, að vitni væri leidd, er sönnuðu
sögu þeirra Péturs, og kom það fyrir ekki. Það var aðra, að Pétur
Skúlason vakti með öðrum yfir Eyjólfi. Attust þeir þá illyrði við;
brá Eyjólfur Pétri um klæki hans, og mælti fram vísur margar er
Skagfirðingar höfðu ort um kvennafar Péturs og eiða, er eignaðar
voru Gísla Konráðssyni og Birni Sigurðssyni, er síðar bjó að Hamri
í Hegranesi, og átti Guðrúnu Sigurðardóttur frá Stafni í Svartárdal,
Halldóri Kláusi silfursmið, Brynjólfssyni, og fleirum, því lítt var hann
þokkaður, og þótti við hafa marga varmennsku. Var það ein vísan,
er Björn hafði kveðið, er hann var léttasveinn á Stóru-Ökrum, um
róg og illyrði Péturs: