Húnavaka - 01.05.1989, Blaðsíða 142
140
HUNAVAKA
í Keílavík, þaðan er hann reri fám dögum seinna. Færði Skagfirðing-
ur einn honum hana inn í Reykjavík, með heilu og höldnu, og gaf
Jón honum þá 24 skildinga í fundarlaun og flutningskaup. Hefir
sagt verið það væri Andrés Asgrímsson, bróðir Gísla bónda á Kálfs-
stöðum í Hjaltadal. En er menn létu sig furða, að hann þáði svo
lítið af Jóni, kvað Andrés sér vænt um þótt hafa, því með þeim
hætti léti hann út berast rausn Strjúgs-Jóns.
XX. KAFLI
Frá Glímu-Bjarna og Jóhanni
Það hafði orðið um veturinn, áður stolið væri úr Strjúgs-skemmu,
að Glímu-Bjarni Gíslason kom vestan úr Víðidal, og reið upp til
Núps í Laxárdal; lést hann ætla norður til Skagafjarðar. Guðrún
Natans-móðir bjó þá að Núpi. Ketilríður dóttir hennar fékk Bjarna
bréf, er þangað hafði borist; Bjarni reif þegar upp bréfið, og las;
lést reiður við bregða, kallaði það skammabréf frá Jóhanni (Holta-
staða-Jóhanni), er þá bjó í Engihlíð; kallaði Bjarni sig ekki svo skap-
góðan, að slíkt fengi hann þolað, lést aftur mundi snúa, og hitta
Jóhann, og varð það; en það ætlaði Ketilríður, að nokkuð annað
mundi undir búa.
Bjarni reið til Jóhanns, og spurðist það síðan, að Bjarni lægi þar
sjúkur í dyralofti, og þjónaði Jóhann honum sjálfur. Gáfu þá fyrst
sumir til, að þeir heíðu ást illt við, en það var um það leyti, sem
farið var í Strjúgs-skemmu, og áður er frá sagt, og stolið þar fiski
miklum, smjöri og öðru. - Haíði verið komist inn með dyrastafnum,
og sáust lítil ummerki um morguninn. Hafði garðaló verið troðið
í gatið, og sást það um morguninn, er á fætur var komið, að lítið
fauk af henni um lilaðið. í þrem stöðum hafði grafið verið í gólfið,
að lcita peninga Jóns, en þeir ekki fundist, því geymt haíði hann
þá upp í rjáfrinu.
Eftir það að Bjarna batnaði, að því er þeir sögðu, fór hann vestur
aftur með fisk og smjör á tveim hestum, og kallaði, að Pálmi bóndi
Jónsson á Sólheimum liefði lánað sér mat þann og selt. En er alls