Húnavaka - 01.05.1989, Blaðsíða 178
176
HUNAVAKA
hana. Ef þau voru á ferðalagi lét hann Jóhönnu bera poka þeirra en
sjálfur bar hann ekkert nema stafinn sem var löng stöng. Hann hefir
víst verið mjög latur að taka til höndum því sums staðar þar sem hann
kom bað hann ýmsa að skera fyrir sig í nefið, sjálfur nennti hann því
ekki. Ef ekki var um annað betra þá lét hann Jóu gera það.
I þetta sinn er þau komu að Kornsá voru þau látin sofa í sama
herbergi og Runólfur og þótti þeim mikil upphefð í slíku. Hún var
fvrir ofan Einar í rúminu eins og vera bar. En um morguninn er
Runólfur var kominn á fætur og farinn úr herberginu þá stóð her-
bergið í hálfa gátt og mátti sjá vel úr mínu herbergi sem var þar í
skáhorn á móti.
Er þau þóttust viss um að Runólfur væri kominn ofan stigann,
kallar Jóhanna: ,,Réttu mér koppinn, Einar.“ „Þú getur náð honum
sjálf, skitan þín,“ sagði Einar. „Elsku góði, Einar minn, réttu mér
koppinn,“ hélt Jóa áfram. „Þú getur náð honum sjálf, segi ég,“ ansaði
Einar. Að svo mæltu fór Jóa að seilast eftir náttgagninu yfir Einar. En
er hún var að hefja koppinn á loft hljóðar Einar upp: „Þú meiðir mig,
Jóa,“ og ýtti hraustlega við henni svo hún steyptist ofan á gólf og hellti
öllu úr koppnum. „Helvítis kvikindið þitt, Einar. Þetta var allt þér að
kenna.“ „Nei, það var þér að kenna, þú helltir úr honum,“ ansaði
Einar. En þá var komið inn til þeirra, var þá allmikið flóð á gólfinu.
,Jóa gerði það, en ég ekki,“ sagði þá Einar. Svona var samkomulagið
milli þeirra hjóna. Var auðvitað ekkert sagt við þessu af heimilisfólk-
inu en gólfið þurrkað.
Er búið var að verka gólfið og þau orðin ein aftur, þá segir Einar:
„Mikið má ég skammast mín fyrir þig, Jóa. Við erum látin sofa í sama
herbergi og Runólfur og þú hellir þá úr koppmum á gólfið.“
Annars var sagt um Jóu gömlu að hún gefði viljað allt gera fyrir
Einar, en hann jafnan viljað gera sem minnst úr henni. Meira að segja
reyndi Jóa áð yrkja kvæði um Einar sem var á þessa leið:
Einar minn, unnustinn
ástkær vinurinn.
Blessaður minn. Blessaður minn.
Blessaður minn.