Húnavaka - 01.05.1989, Blaðsíða 147
HÚNAVAKA
145
koma því undan, suður í Njarðvík, en fyrir því að veður voru hvöss,
gaf þeim ekki byr, sem þeir ætluðu, og saknaði Guðmundur gripanna,
og sagði landfógeta. Sigurður Thorgrímsen var þá frá þeirri sýslan,
sökum óhóflegra skulda, en þá var danskur fógetinn, er Ulstrup hét.
Hann lét kalla Svein fyrir sig, og bar á hann, en Sveinn var all
orðskárr, og svaraði spéskap einum. Reiddist þá Ulstrup, og barði
á honum, en hann meðgekk ei að heldur; sögðu þá sumir, er vitrari
voru, að fógeta mundi ei óhult atferli sitt, ef annar hefði í hlut átt,
og það, að hinir meðgengu, og var þá Sveinn barinn áfram nauðugur,
að sækja fólann, og það nær til skemmda. Lét Ulstrup Gvönd Fjósa-
rauð, böðul í Reykjavík, hýða þá á Austurvelli. Svo er sagt, að Sigurð-
ur, er var landfógeti áður, leggði það til, að allir Húnvetningar væri
kallaðir, til að vera þar við, og má vera fleiri Norðlendingar, er þá
voru staddir í Reykjavík, og voru þó margir þeirra ráðvandir og
góðir drengir; en Ulstrup vildi það ekki, og var ráð hans kallað betra,
því það ætla menn, að hætt mundi hafa verið við upphlaupi, af þeim,
er þar voru saman komnir, þegar þeim heíði þótt sér ögrað til óvirð-
ingar; en norðanmenn oftast mjög samheldnir syðra, til hvers sem
fara skyldi, og margir þeirra áræðnir, en þá sagður lítill hugur í
Reykvíkingum; og þó þeir helði á móti tekið, mátti verða mannspell
að og óskipan, og ætla menn, að Ulstrup hafi það hugum leitt.
XXIII. KAFLI
Eyjólfur meiðir Pétur
Eyjólfur Jónasson brá búi í málaferlum sínum, og fór þá fyrst
suður á land, og var um hríð með Einari borgara bróður sínum
í Reykjavík, og hélt sér uppi á söðlasmíði, og öðru, því hagur var
hann vel. Síðan kom hann norður aftur, og var þá hjá Ólafi bónda
á Auðólfsstöðum, ella í Selhaga, með Guðvarði bónda, Hallssyni
frá Geldingaholti, Ásgrímssonar, og Salbjörgu Sumarliðadóttur konu
hans, er ættuð var úr Fljótum, því þau Sigfús Oddsson, og Björg
kona hans, Jónasdóttir, systir Eyjólfs, höíðu skilið, fluttust frá Sel-
haga, og giftust bæði síðan.
10