Húnavaka - 01.05.1989, Blaðsíða 219
Fréttir og fróðleikur
VEÐRÁTTAN ÁRIÐ 1988.
Janúar.
Árið heilsaði með norðlægri átt,
sem var ríkjandi fyrri hluta janú-
ar, og vaxandi frosti. Var frostið
18 stig 5. janúar og fór í 19,4 stig
þann 23. Hlýjast varð 8. janúar
4,5 stiga hiti. Síðari hluta mán-
aðarins var yfirleitt suðlæg átt.
Úrkomu varð vart 16 daga, en
ekki mælanleg nema 8 daga.
Mánaðarúrkoman var aðeins 7,9
mm og var snjór.
Snjólag var skráð allan mán-
uðinn en var óverulegt svo að
frost gekk mjög niður og vatnsföll
hreinfrusu. Samgöngur voru að
sjálfsögðu auðveldar og hagar
nægir, en gæftir voru stopular og
sjávarafli rýr.
Febrúar.
Norðlæg átt var fram til þess 12.
og fremur kalt. Kaldast var 5.
febrúar 14,5 stiga frost. Úr því
var áttin yfirleitt suðlæg mánuð-
inn út og jafnan frostlítið. Hlýjast
varð 24. febrúar 8,1 stigs hiti.
Úrkomu varð vart 26 daga mán-
aðarins, en aldrei mikil. Mælan-
leg var hún í 20 daga, alls 18,8
mm, þar af 12,9 mm sem snjór.
Snjólag var skráð nær allan
mánuðinn, en alltaf lítið og ekki
umtalsvert inn til héraðsins. Færð
var góð, hagar allgóðir og sæmi-
leg aflabrögð úr sjó. Hafís rak
nokkuð inn í Húnaflóa, en sást
aldrei frá Blönduósi.
Mars.
Snjólaust var fyrsta dag mánað-
arins, en snjólag skráð úr því út
mánuðinn, þó aldrei mikið. Hlýtt
var fyrstu vikuna og komst hitinn
í 9 stig þann 7. Nokkuð kalt var úr
því og mældist 13,6 stiga frost
þann 13. Mikil stilla var frá 19. til
29. mars, ekki kom dropi úr lofti
og oft stillilogn. Úrkomu varð
vart í 20 daga. Regn féll fjóra
daga alls 13 mm, en snjór í 16
daga 38,6 mm þó mest 13,3 mm
þann 17. Þó að vetrartíð væri í
mars var hún að jafnaði hæg,
aldrei að ráði hvasst, hagar nægir
og samgöngur auðveldar. Gæftir
voru nokkuð stopular, en afli
sæmilegur þegar gaf.