Húnavaka - 01.05.1989, Blaðsíða 156
154
HUNAVAKA
XXIX. KAFLI
Frá Pétri Skúlasyni — Eyjólfur flyst suður
Jónas bóndi Einarsson á Mörk, frá Þverárdal, er átti Guðrúnu
Illugadóttur frá Holti í Svínadal, keypti nú Gil af Pétri Skúlasyni,
fyrir 47 spesíur hvert hundrað; var jörðin ei nema 5 hundruð að
fornu mati, en 10 hundruð með Selhaga; íluttist Jónas þangað búferl-
um, vorið 1831, en Pétur vestur á hluta sinn á Langamýri. Eyjólfur
Jónasson fluttist og alfarinn suður í Reykjavík, og tók að æfa smíðar,
var hann og alllaginn þar til; Guðrún Sigfúsdóttir fór og suður með
Eyjólfi, og gjörðist matreiðsluþerna hjá Þórarni smið í Hafnarfirði.
Pétri vegnaði alllítt á Langamýri; gjörðist illmæli mikið þaðan;
varð ósamlyndi mikið með Pétri og Guðrúnu konu hans; hafði hvort
þeirra fram hjá öðru. Jón hét húskarl, er til Péturs fór um vorið,
vel hagur og vinnumaður góður. Hann var son Jóns Fjósa, er lengi
hafði búið á Gilsstöðum í Vatnsdal, og áður verið fjósamaður á
Hólum, í tíð Gísla biskups Magnússonar. Hafði Guðrún ærið dálæti
á Jóni, svo talið var, að hann sængdi með henni; en Pétur tók Helgu
Gottskálksdóttur, er norðan kom með Ingjaldi presti Jónssyni, og
lagði hana í sæng sína. Ó1 þá og Sigríður, dóttir Péturs og Hólmf-
ríðar, fyrri konu hans, barn, og lagðist ófagurt orð á þá feðga báða,
Pétur og Þorlák son hans, er þá var hjá foður sínum; en við barninu
gekkst húskarl einn, Þorleifs hreppstjóra í Stóradal, er Tómas hét,
og var mælt, að Pétur hefði lítt sparað spesíur sínar við hann. Fóru
þau síðan að Mosfelli í Svínadal, og bjuggu þar, því Tómas fékk
hennar. Eigi vildi Pétur missa Jón, húskarl sinn, á brottu, kvaðst
ekki kenna honum samfarir við Guðrúnu, því svo mjög sækti hún
eftir honum.
XXX. KAFLI
Frá Pétri og Ingibjörgu hæversku
Ingibjörg hét kona ein. Hún var dóttir Guðmundar bónda Grettis-
sonar, er búið hafði á Selá á Skaga; hafði Guðmundur sá verið ramm-
ur að afli; svo hafði og verið Grettir faðir hans, og fleiri Skagamenn,
þeirra kynmanna; Guðmundur gat ei börn við konu sinni, en tók