Húnavaka - 01.05.1989, Blaðsíða 246
244
HUNAVAKA
HÚNVETNSK SÖGURITUN.
Á síðasta aðalfundi sýslunefndar í
júní var endanlega ákveðið að
láta skrifa sögu sýslunefndarinn-
ar frá upphafi. Þetta var ein af
síðustu samþykktum nefndarinn-
ar áður en störf hennar voru lögð
niður í lok ársins, í samræmi við
ákvæði í nýlegum lögum um
sveitarstjórnarmál. Kosin var rit-
nefnd sem, með einróma sam-
þykkt sýslunefndar, réði Braga
Guðmundsson sagnfræðing frá
Holti í Svinadal til þess að vinna
þetta verk. Bragi tók til við
könnun og öflun heimilda í sum-
ar og hefur þegar hafið ritun sög-
unnar.
5. Á. J.
FRA HÉRAÐSSKJALASAFNINU.
Héraðsskjalasafninu hafa borist
margar mjög góðar gjafir á árinu
sem ekki verða taldar upp hér, en
skrá yfir gefendur fylgir. Einkum
eru það myndir héðan úr sýslu,
sem hafa verið í eigu burtfluttra
Húnvetninga og börn eða barna-
börn senda heim á fornar slóðir.
Margar myndanna eru merktar,
en of margar ómerktar. Tekist
hefir að þekkja fólkið á mörgum
þessara mynda, þótt ómerktar
hafi verið. En eftir því sem árin
líða verður æ erfiðara að þekkja
mjög gamlar myndir. Því er
æskilegt að þær komi sem fyrst.
Safnið á allmargar myndir af
gömlum bæjum og atburðum og
alltaf bætist eitthvað við.
Vandamálið er að þessar myndir
þvrfti að skýra upp og taka eftir
þeim, en fjárhagurinn er þröng-
ur, svo erfitt er um vik. En þetta
eru menningarverðmæti, sem
ekki mega fara forgörðum.
Það hefir færst í vöxt, að félög
afhendi skjöl og bækur til safns-
ins. Þar eru þessi gögn tiltæk í
öruggri geymslu og ætíð hægt að
gá í þau, ef með þarf.
Nú eru og hafa verið miklir
umbrotatímar í þjóðfélaginu,
sérstaklega í landbúnaði. Góðar
jarðir fara í eyði og þá týnist
gjarnan öll vitneskja um örnefni
og ýmislegt fleira. Nokkrir gera
sér grein fyrir þessu. T.d. sendu
þeir bræður Konráð og Haukur
frá Haukagili örnefnaskrá og
landlýsingu af Haukagili og gáfu
safninu. Fleiri slíkar skrár eru í
safninu.
Þá hafa allmargir gefið safninu
ýmsa smámuni, sem í sjálfu sér
eiga heima á almennu menning-
arsafni, sem einhvern tímann
verður stofnað hér í sýslu og fara
þá þangað.
Um leið og ég þakka öllum
þeim mörgu, sem munað hafa
eftir safninu og afhent og gefið
þangað myndir, skjöl, bækur og
muni, vil ég enn einu sinni minna
á þau gömlu sannindi að dagur-